Erlent

Lendingu Endeavour frestað

Nasa hefur frestað lendingu geimflaugarinnar Endeavour vegna veðurs. Flaugin er a leið heim úr ferð í alþjóða geimstöðina þar sem áhöfn hennar hefur sinnt viðgerðum.

Vélin átti að lenda á Kennedy Space Center í Flórída upp úr sex í dag. Næsti möguleiki fyrir hana til að lenda er klukkan að verða átta, en gangi það ekki eftir gæti hún verið send á varaflugvöll í Kaliforníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×