Innlent

Rjúpnaskyttunnar enn saknað

Ekkert hefur enn spurst til rjúpnaskyttu sem leitað var í Árnessýslu í gær og nótt. Ríflega hundrað björgunarsveitarmenn leituðu mannsins, en hlé var gert á leitinni í morgun til þess að skipta út mannskap. Leit verður haldið áfram í birtingu. Leitarmönnum verður þá fjölgað auk þess sem þyrla landhelgisgæslunnar tekur þátt í leitinni, en svæðið er afar erfitt yfirferðar. Mikill kuldi er á svæðinu en veður kyrrt. Maðurinn er vanur útivistarmaður og að sögn félaga hans vel búinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×