Alcoa verður að meta orkuöflun líka 30. nóvember 2008 06:00 Skipulagsstofnun hefur samþykkt tillögu Alcoa um matsáætlun vegan álvers við Bakka, með þeim skilyrðum að gerð verði grein fyrir orkuöflun vegna virkjunarinnar. Skipulagsstofnun hefur samþykkt tillögu Alcoa um matsáætlun vegna framkvæmda við álver á Bakka við Húsavík. Skilyrði voru sett um að orkuöflun yrði skilgreind. „Við erum mjög ánægð með þennan úrskurð og teljum hann staðfesta að við höfum unnið mjög góða matsáætlun,“ segir Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa. „Þær athugasemdir sem stofnunin gerir eru fullkomlega eðlilegar. Það er bara eðlilegt að í matinu sé gerð grein fyrir þeirri orkuöflun sem fyrir hendi verður.“ Erna segist reikna með því að matsferlinu ljúki seint á næsta ári. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir úrskurðinn vera sigur fyrir umhverfið. Mjög mikilvægt sé að upplýsa þurfi um hvaðan orkan fyrir álverið eigi að koma. „Taka verður fram hvaðan menn ætla að fá orkuna og hvaða virkjanir eru þar að baki. Ef á að kaupa hana af Landsneti þarf að tilgreina hvaða línur þarf að reisa. Þá sjá menn svart á hvítu hvaðan orkan kemur. Ætli menn að leggja línur yfir í Skagafjörð er ljóst að virkja á jökulárnar þar.“ Árni segir að áætlun um orkuöflun gæti sett strik í reikninginn hvað varðar tímaáætlanir. „Þetta tekur allt tíma og eins gætu menn lent í vandræðum með að fjármagna verkefnið. Alcoa er núna 1 milljón tonna undir framleiðslugetu og er þá líklegt að fyrirtækið ætli að reisa álver við Bakka? Mér finnst það ekki.“ Árni vísar þar í fréttir frá fyrirtækinu þess efnis að fyrirtækið dró úr álframleiðslu á seinni hluta ársins um 15 prósent, eða 615 þúsund tonn. Eftir þann niðurskurð nemur ársframleiðslan 3,5 milljónum tonna og ónýtt framleiðslugeta verður 1 milljón tonna. Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings, segir að úrskurðurinn muni engin áhrif hafa á tímaáætlanir. „Við höldum ótrauð áfram í þessu góða verkefni. Í sjálfu sér held ég að það verði ekki til neinna vandkvæða að tilgreina orkuöflunina. Við erum sannfærð um að háhitasvæðin í Þingeyjarsýslu muni skila því sem nauðsynlegt er. Tímabundin kreppa hefur ekki áhrif á langtímafjárfestingu. Það geta falist sóknarfæri í því að koma með erlent fé til landsins og borga laun í íslenskum krónum.“ kolbeinn@frettabladid.is ERNA INDRIÐADÓTTIRÁRNI FINNSSONBERGUR ELÍAS ÁGÚSTSSON Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Skipulagsstofnun hefur samþykkt tillögu Alcoa um matsáætlun vegna framkvæmda við álver á Bakka við Húsavík. Skilyrði voru sett um að orkuöflun yrði skilgreind. „Við erum mjög ánægð með þennan úrskurð og teljum hann staðfesta að við höfum unnið mjög góða matsáætlun,“ segir Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa. „Þær athugasemdir sem stofnunin gerir eru fullkomlega eðlilegar. Það er bara eðlilegt að í matinu sé gerð grein fyrir þeirri orkuöflun sem fyrir hendi verður.“ Erna segist reikna með því að matsferlinu ljúki seint á næsta ári. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir úrskurðinn vera sigur fyrir umhverfið. Mjög mikilvægt sé að upplýsa þurfi um hvaðan orkan fyrir álverið eigi að koma. „Taka verður fram hvaðan menn ætla að fá orkuna og hvaða virkjanir eru þar að baki. Ef á að kaupa hana af Landsneti þarf að tilgreina hvaða línur þarf að reisa. Þá sjá menn svart á hvítu hvaðan orkan kemur. Ætli menn að leggja línur yfir í Skagafjörð er ljóst að virkja á jökulárnar þar.“ Árni segir að áætlun um orkuöflun gæti sett strik í reikninginn hvað varðar tímaáætlanir. „Þetta tekur allt tíma og eins gætu menn lent í vandræðum með að fjármagna verkefnið. Alcoa er núna 1 milljón tonna undir framleiðslugetu og er þá líklegt að fyrirtækið ætli að reisa álver við Bakka? Mér finnst það ekki.“ Árni vísar þar í fréttir frá fyrirtækinu þess efnis að fyrirtækið dró úr álframleiðslu á seinni hluta ársins um 15 prósent, eða 615 þúsund tonn. Eftir þann niðurskurð nemur ársframleiðslan 3,5 milljónum tonna og ónýtt framleiðslugeta verður 1 milljón tonna. Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings, segir að úrskurðurinn muni engin áhrif hafa á tímaáætlanir. „Við höldum ótrauð áfram í þessu góða verkefni. Í sjálfu sér held ég að það verði ekki til neinna vandkvæða að tilgreina orkuöflunina. Við erum sannfærð um að háhitasvæðin í Þingeyjarsýslu muni skila því sem nauðsynlegt er. Tímabundin kreppa hefur ekki áhrif á langtímafjárfestingu. Það geta falist sóknarfæri í því að koma með erlent fé til landsins og borga laun í íslenskum krónum.“ kolbeinn@frettabladid.is ERNA INDRIÐADÓTTIRÁRNI FINNSSONBERGUR ELÍAS ÁGÚSTSSON
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira