Erlent

Sjóræningjar semja við eigendur flutningaskips

Sómalskir skæruliðar hafa náð samkomulagi við eigendur úkraínsks flutningaskips sem þeir hafa haldið um að láta það af hendi. Sjóræningjarnir hafa haldið skipinu frá því í september, en um borð í því eru 33 skriðdrekar og annar herbúnaður.

Enn á eftir að semja um formsatriði varðandi afhendingu skips og farms og lausn áhafnarinnar. Ekki hefur verið gefið upp hvort greitt var lausnargjald fyrir skipið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×