Innlent

Segir skort á framtíðarsýn grafa undan gjaldeyrisstefnu

Skortur á framtíðarsýn stjórnvalda grefur undan stefnu þeirra í gjaldeyrismálum að mati forseta ASÍ. Hann óttast að núverandi haftastefna geri aðeins illt verra og dragi kreppuna á langinn.

Allt frá bankarnir hrundu í byrjun október hefur Seðlabankinn beitt gjaldeyrishömlum. Í gær samþykkti Alþingi svo ný lög þar sem Seðlabankanum eru gefnar víðtækar heimildir til að takmarka gjaldeyrisviðskipti.

Markmiðið er ná jafnvægi á gjaldeyrismarkaði og styrkja krónuna eins og kemur fram í tilkynningu Seðlabankans.

Forseti ASÍ segist taka undir þau markmið sem lagasetningin miðar að.

„Ég verð að viðurkenna það að við óttumst mjög mikið þessa aðgerða að loka landamærunum og fara yfir í haftastefnuna án þess að vera búin að skapa neina framtíðarsýn hvert við ætlum að fara. Hvað við ætlum að gera í okkar bæði peninga og gjaldeyrismálum," segir Gylfi. „Þá hef ég verulegar áhyggjur af því að þetta muni ekki leiða til neinnar styrkingar á krónunni eins og við vorum að vænta."

Gylfi segir ljóst að með lagasetningunni séu stjórnvöld að lýsa því að þau treysti sér ekki til að fleyta krónuni. Það vinni gegn trúverðugleika krónunnar og grafi undan efnhagsstefnur ríkisttjórnarinnar.

„Þetta er lagt upp sem skammtímaaðgerð og við treystum því að svo sé. þá þarf að gefa út yfirlýsingar um það hvar ísland ætlar að skipa sér meðal þjóða og hvaða gjaldmiðil við ætlum að hafa og ég því miður sé ekki að okkar króna geti verið grundvöllur okkar hagkerfis meira."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×