Innlent

Íslenskt hvalkjöt á markað

MYND/Vilhelm

Íslenskt hvalkjöt er komið á markað í Japan, að því er fram kemur í frétt á vef ABC-fréttaveitunnar. Langreyðarkjötið, 65 tonn, hefur legið í frystigeymslu síðan í byrjun júní á þessu ári, þegar það var flutt til Japans. Það var veitt haustið 2006.

Innflutningsleyfi var veitt fyrir kjötinu fyrir hálfri annarri viku og nú er búið að afgreiða það úr tolli og það er komið í umferð á Japansmarkaði.

ABC hefur eftir japönsku fréttastofunni Kyodo News að ákvörðun japanskra yfirvalda sé líkleg til að kveikja undir andstæðingum hvalveiða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×