Innlent

Er bjartsýnn á að lausn finnist

Forstjóri Marel Food Systems segir Seðlabankann eiga vandasamt verk fyrir höndum en telur hömlur á gjaldeyrisviðskipti vera til skamms tíma.
Forstjóri Marel Food Systems segir Seðlabankann eiga vandasamt verk fyrir höndum en telur hömlur á gjaldeyrisviðskipti vera til skamms tíma. Fréttablaðið/GVA

„Ég hef fulla trú á því að stjórnvöld og Seðlabankinn finni lausnir sem fyrst til að koma nær eðlilegum gjaldeyrisviðskiptum í gang á ný. Lög á gjaldeyrisviðskipti geta ekki verið til langframa,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, um nýsettar hömlur á gjaldeyrisviðskipti sem samþykktar voru á Alþingi aðfaranótt föstudags. Hann segir erfitt að koma gjaldeyrisviðskiptum í gang á ný en gerir ráð fyrir því að lögin gildi í stuttan tíma.

Höft á gjaldeyrisviðskipti hafa verið harðlega gagnrýnd en Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, sagði í Fréttablaðinu á laugardag, að þau gætu sett hlutabréfamarkað úr skorðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×