Innlent

Segja nær helming starfsmanna horfa fram á atvinnuleysi

Dregið hefur úr nýbyggingum undanfarið.
Dregið hefur úr nýbyggingum undanfarið.
Nær helmingur starfsmanna á stofum innan vébanda Félags Arkítektastofanna sér fram á atvinnuleysi frá febrúar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ályktun Arkitektafélags Íslands og Félags Arkítektastofanna, sem félögin afhentu forsætisráðherra í gær.

Félögin segja nær öll verkefni arkítekta hafa stöðvast í kjölfar falls bankanna. Félögin segja stjórnvöld verða að gangsetji mannaflsafrek verkefni strax og koma þannig í veg fyrir að þúsundir manna verði atvinnulausir.

Það hafi víðtækar afleiðingar þegar opinberir aðilar, ríki og sveitafélög stöðva undirbúning opinberra framkvæmda með afgerandi og samstilltum hætti eins og tilmæli fjármálaráðuneytisins segja til um.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×