Innlent

Keyrðu á og reyndu að flýja

Árekstur varð á Kringlumýrarbraut við Listabraut nú rétt fyrir tíu. Par sem í bílnum var reyndi að komast undan á hlaupum, en þau eru grunuð um ölvunar- eða fíkniefnaakstur. Þau náðust og voru flutt á slysadeild en ekki er vitað hve alvarleg meiðsl þeirra eru. Þau verða að lokinni aðhlynningu flutt á lögreglustöð þar sem verður tekin af þeim skýrsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×