Innlent

Sjö hæða hótel á áætlun

Fjármögnun framkvæmda á reitnum hefur ekki verið tryggð. Þó hefur ekki verið hnikað frá framkvæmdaáætlun.
Fjármögnun framkvæmda á reitnum hefur ekki verið tryggð. Þó hefur ekki verið hnikað frá framkvæmdaáætlun. mynd/arkitektur.is

Fjármögnun byggingar sjö hæða hótels, annarra nýbygginga og upphitaðs torgs á svokölluðum Hljómalindarreit er ekki tryggð. Framkvæmdirnar eru þó enn á áætlun. „Við tókum ákvörðun um að fá deiliskipulagið samþykkt áður en við færum að huga að fjármögnun,“ segir Hanna G. Benediktsdóttir, fjármálastjóri Festa ehf., sem standa fyrir framkvæmdunum.

Deiliskipulag er nú í kynningu hjá borgaryfirvöldum. Nái vonir fram að ganga hefst jarðvinna næsta haust. Svæðið tekur til Laugavegs 19, Klapparstígs, Smiðjustígs og Hverfisgötu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×