Innlent

Samstaða á erfiðum tímum

Boðað hefur verið til veglegra hátíðarhalda í London í dag til að minnast 90 ára fullveldis Íslands. Það er Íslendingafélagið í London sem stendur fyrir hátíðarhöldunum ásamt sendiráði Íslands og íslenska söfnuðinum í London.

Tilgangurinn er ekki síst að sýna samstöðu á erfiðum tímum.

Hátíðin verður haldin í Cadogan Hall, einum af þekktustu tónlistarsölum London. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, mun halda hátíðarræðu. Meðal annarra skemmtiatriða má nefna tónlistarflutning Lay Low og Eivarar Pálsdóttur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×