Erlent

Grindhvalir drápust í Tasmaníu

Að minnsta kosti 150 grindhvalir drápust eftir að hafa synt á land á vesturströnd Tasmaníu. Áströlsk yfirvöld segja að tekist hafi að stýra 30 hvölum til viðbótar frá landi. Algengt er að hvalavöður syndi á land í Ástralíu, en ekki er vitað gerla hvers vegna. Grindhvalir verða allt að átta metra langir og vega mest um fimm tonn. Færeyingar veiða mikið af þessari tegund og hafa hlotið bágt fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×