Innlent

Mokveiði af síld við Njarðvík

Nokkur skip eru nú að mok veiða síld rétt utan við höfnina í Njarðvík og fleiri skip eru á fulltri ferð á leiðinni þangað. Mörg áru eru síðan að síld hefur verið veiðanleg í enhverju mæli á þessum slóðum.

Það voru skipstjórarnir á Súlunni og Margréti sem létu sér detta í hug að skoða þetta svæði í nótt þar sem botninn er dottinn úr veiðinni í bili í Breiðafirði við Stykkishólm. Þarna lóðaði strax á síld og strax í birtingu fóru skipverjar að kasta og fengu strax góð köst og er nú verið að dæla síld úr veiðarfærunum um borð.

Öll síldveiðiskip eru nú farin af Breiðafirði og stefna flest til Njarðvíkur. Það er því ekkert lát á veiðunum og stefnir allt í mjög góða vertíð. Heildarkvótinn er hátt í 170 þúsund tonn og er þegar búið að veiða rösklega helminginn, en vertíðin stendur fram yfir áraamót. Hér er átt við íslensku sumargotsíldina, en síldveiðiskipið Guðmundur VE er að klára kvóta sinn, og þar með íslensku skipanna, úr norsk- íslensku síldinni, sem hefur veiðst austur af landinu og við Noregsstrendur. Talið er að útflutningsverðmæti af þerri vertíð nemi um 14 milljörðum króna, í beinhörðum gjaldeyri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×