Setið um plássin 30. nóvember 2008 05:00 Jón Páll Jakobsson „Það eru nú mjög margar umsóknir sjómanna, ætli fjöldi umsókna hafi ekki fjórfaldast bara á síðustu tveimur mánuðum,“ segir Hákon Viðarsson, yfirmaður starfsmannasviðs Síldarvinnslunnar í Fjarðabyggð. „Við auglýstum nýlega eftir tveimur vélstjórum og fengum á þriðja tug umsókna, auk þess hringdu fleiri í okkur en sendu ekki inn umsókn þar sem þeir uppfylltu ekki skilyrðin.“ „Það er mikil ásókn í það að komast á sjó, ég fæ fyrirspurn á netinu á hverjum degi og eins er hringt í mig daglega,“ segir Guðni Ingvar Guðnason, útgerðarstjóri Vinnslustöðvarinnar. Hann segir að áður hafi verið mikil hreyfing á sjómönnum; margir hafi ráðið sig til skamms tíma. Þá hafi það stundum borið við að erfitt væri að manna skipin. „Þessar sveiflur eru alveg horfnar því nú sitja menn á sínum plássum og eru ekkert að láta þau laus.“ Þeir Guðni og Hákon segja að margir þeirra sem nú sækist eftir að komast á sjó séu menn úr byggingageiranum sem nú hafi misst vinnu sína eða sjái fram á óvissutíma í sínum atvinnumálum. Jón Páll Jakobsson sjómaður segir að margir norskir útgerðarmenn hugsi sér gott til glóðarinnar í þessu ástandi. „Þeir eru farnir að auglýsa eftir sjómönnum hér á landi enda kjósa þeir frekar íslenska sjómenn heldur en sjómenn frá gömlu austantjaldslöndunum sem hafa margir gengið í þessi störf meðan heimamenn hafi í auknum mæli horfið í olíugeirann,“ segir hann. Hann er sjálfur á leið til Noregs þar sem hann hefur ráðið sig sem vélstjóri á bát. „Ég náði mjög góðum samningum, þeir borga meira að segja farið út sem er ekki svo lítið.“ Hann segist vita af fjölda sjómanna sem íhugi nú að leita hófanna í Noregi. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Brims á Akureyri, og Þór Vilhjálmsson, starfsmannastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, segja að eftirspurn eftir störfum við landvinnslu hafi einnig aukist síðustu tvo mánuði. Hákon hjá Síldarvinnslunni sagði þó að enn bæri á „fiskvinnslufælni“ Íslendinga eins og hann komst að orði. „Mig vantar til dæmis á nokkrar vaktir og það er eftir nógu að slægjast fyrir þá sem eru til í að leggja á sig mikla vinnu,“ segir hann. „Ég get sagt það óhikað að þeir launahæstu í vinnslunni hafi verið með um 500 þúsund í síðasta mánuði.“ jse@frettabladid.is Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
„Það eru nú mjög margar umsóknir sjómanna, ætli fjöldi umsókna hafi ekki fjórfaldast bara á síðustu tveimur mánuðum,“ segir Hákon Viðarsson, yfirmaður starfsmannasviðs Síldarvinnslunnar í Fjarðabyggð. „Við auglýstum nýlega eftir tveimur vélstjórum og fengum á þriðja tug umsókna, auk þess hringdu fleiri í okkur en sendu ekki inn umsókn þar sem þeir uppfylltu ekki skilyrðin.“ „Það er mikil ásókn í það að komast á sjó, ég fæ fyrirspurn á netinu á hverjum degi og eins er hringt í mig daglega,“ segir Guðni Ingvar Guðnason, útgerðarstjóri Vinnslustöðvarinnar. Hann segir að áður hafi verið mikil hreyfing á sjómönnum; margir hafi ráðið sig til skamms tíma. Þá hafi það stundum borið við að erfitt væri að manna skipin. „Þessar sveiflur eru alveg horfnar því nú sitja menn á sínum plássum og eru ekkert að láta þau laus.“ Þeir Guðni og Hákon segja að margir þeirra sem nú sækist eftir að komast á sjó séu menn úr byggingageiranum sem nú hafi misst vinnu sína eða sjái fram á óvissutíma í sínum atvinnumálum. Jón Páll Jakobsson sjómaður segir að margir norskir útgerðarmenn hugsi sér gott til glóðarinnar í þessu ástandi. „Þeir eru farnir að auglýsa eftir sjómönnum hér á landi enda kjósa þeir frekar íslenska sjómenn heldur en sjómenn frá gömlu austantjaldslöndunum sem hafa margir gengið í þessi störf meðan heimamenn hafi í auknum mæli horfið í olíugeirann,“ segir hann. Hann er sjálfur á leið til Noregs þar sem hann hefur ráðið sig sem vélstjóri á bát. „Ég náði mjög góðum samningum, þeir borga meira að segja farið út sem er ekki svo lítið.“ Hann segist vita af fjölda sjómanna sem íhugi nú að leita hófanna í Noregi. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Brims á Akureyri, og Þór Vilhjálmsson, starfsmannastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, segja að eftirspurn eftir störfum við landvinnslu hafi einnig aukist síðustu tvo mánuði. Hákon hjá Síldarvinnslunni sagði þó að enn bæri á „fiskvinnslufælni“ Íslendinga eins og hann komst að orði. „Mig vantar til dæmis á nokkrar vaktir og það er eftir nógu að slægjast fyrir þá sem eru til í að leggja á sig mikla vinnu,“ segir hann. „Ég get sagt það óhikað að þeir launahæstu í vinnslunni hafi verið með um 500 þúsund í síðasta mánuði.“ jse@frettabladid.is
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira