Setið um plássin 30. nóvember 2008 05:00 Jón Páll Jakobsson „Það eru nú mjög margar umsóknir sjómanna, ætli fjöldi umsókna hafi ekki fjórfaldast bara á síðustu tveimur mánuðum,“ segir Hákon Viðarsson, yfirmaður starfsmannasviðs Síldarvinnslunnar í Fjarðabyggð. „Við auglýstum nýlega eftir tveimur vélstjórum og fengum á þriðja tug umsókna, auk þess hringdu fleiri í okkur en sendu ekki inn umsókn þar sem þeir uppfylltu ekki skilyrðin.“ „Það er mikil ásókn í það að komast á sjó, ég fæ fyrirspurn á netinu á hverjum degi og eins er hringt í mig daglega,“ segir Guðni Ingvar Guðnason, útgerðarstjóri Vinnslustöðvarinnar. Hann segir að áður hafi verið mikil hreyfing á sjómönnum; margir hafi ráðið sig til skamms tíma. Þá hafi það stundum borið við að erfitt væri að manna skipin. „Þessar sveiflur eru alveg horfnar því nú sitja menn á sínum plássum og eru ekkert að láta þau laus.“ Þeir Guðni og Hákon segja að margir þeirra sem nú sækist eftir að komast á sjó séu menn úr byggingageiranum sem nú hafi misst vinnu sína eða sjái fram á óvissutíma í sínum atvinnumálum. Jón Páll Jakobsson sjómaður segir að margir norskir útgerðarmenn hugsi sér gott til glóðarinnar í þessu ástandi. „Þeir eru farnir að auglýsa eftir sjómönnum hér á landi enda kjósa þeir frekar íslenska sjómenn heldur en sjómenn frá gömlu austantjaldslöndunum sem hafa margir gengið í þessi störf meðan heimamenn hafi í auknum mæli horfið í olíugeirann,“ segir hann. Hann er sjálfur á leið til Noregs þar sem hann hefur ráðið sig sem vélstjóri á bát. „Ég náði mjög góðum samningum, þeir borga meira að segja farið út sem er ekki svo lítið.“ Hann segist vita af fjölda sjómanna sem íhugi nú að leita hófanna í Noregi. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Brims á Akureyri, og Þór Vilhjálmsson, starfsmannastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, segja að eftirspurn eftir störfum við landvinnslu hafi einnig aukist síðustu tvo mánuði. Hákon hjá Síldarvinnslunni sagði þó að enn bæri á „fiskvinnslufælni“ Íslendinga eins og hann komst að orði. „Mig vantar til dæmis á nokkrar vaktir og það er eftir nógu að slægjast fyrir þá sem eru til í að leggja á sig mikla vinnu,“ segir hann. „Ég get sagt það óhikað að þeir launahæstu í vinnslunni hafi verið með um 500 þúsund í síðasta mánuði.“ jse@frettabladid.is Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Það eru nú mjög margar umsóknir sjómanna, ætli fjöldi umsókna hafi ekki fjórfaldast bara á síðustu tveimur mánuðum,“ segir Hákon Viðarsson, yfirmaður starfsmannasviðs Síldarvinnslunnar í Fjarðabyggð. „Við auglýstum nýlega eftir tveimur vélstjórum og fengum á þriðja tug umsókna, auk þess hringdu fleiri í okkur en sendu ekki inn umsókn þar sem þeir uppfylltu ekki skilyrðin.“ „Það er mikil ásókn í það að komast á sjó, ég fæ fyrirspurn á netinu á hverjum degi og eins er hringt í mig daglega,“ segir Guðni Ingvar Guðnason, útgerðarstjóri Vinnslustöðvarinnar. Hann segir að áður hafi verið mikil hreyfing á sjómönnum; margir hafi ráðið sig til skamms tíma. Þá hafi það stundum borið við að erfitt væri að manna skipin. „Þessar sveiflur eru alveg horfnar því nú sitja menn á sínum plássum og eru ekkert að láta þau laus.“ Þeir Guðni og Hákon segja að margir þeirra sem nú sækist eftir að komast á sjó séu menn úr byggingageiranum sem nú hafi misst vinnu sína eða sjái fram á óvissutíma í sínum atvinnumálum. Jón Páll Jakobsson sjómaður segir að margir norskir útgerðarmenn hugsi sér gott til glóðarinnar í þessu ástandi. „Þeir eru farnir að auglýsa eftir sjómönnum hér á landi enda kjósa þeir frekar íslenska sjómenn heldur en sjómenn frá gömlu austantjaldslöndunum sem hafa margir gengið í þessi störf meðan heimamenn hafi í auknum mæli horfið í olíugeirann,“ segir hann. Hann er sjálfur á leið til Noregs þar sem hann hefur ráðið sig sem vélstjóri á bát. „Ég náði mjög góðum samningum, þeir borga meira að segja farið út sem er ekki svo lítið.“ Hann segist vita af fjölda sjómanna sem íhugi nú að leita hófanna í Noregi. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Brims á Akureyri, og Þór Vilhjálmsson, starfsmannastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, segja að eftirspurn eftir störfum við landvinnslu hafi einnig aukist síðustu tvo mánuði. Hákon hjá Síldarvinnslunni sagði þó að enn bæri á „fiskvinnslufælni“ Íslendinga eins og hann komst að orði. „Mig vantar til dæmis á nokkrar vaktir og það er eftir nógu að slægjast fyrir þá sem eru til í að leggja á sig mikla vinnu,“ segir hann. „Ég get sagt það óhikað að þeir launahæstu í vinnslunni hafi verið með um 500 þúsund í síðasta mánuði.“ jse@frettabladid.is
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira