Heimild til að aflétta bankaleynd til staðar 1. desember 2008 02:30 Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík, telur mikilvægt að halda til haga að réttarstaðan sé allt önnur í bönkunum nú en áður. Bankaleynd er háð takmörkunum og lagaramminn veitir nú þegar ýmsar heimildir til að aflétta henni. Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík, HR, bendir á að upplýsingar um fjárhagsmál séu ekki skilgreindar sem sérstaklega viðkvæmar persónuupplýsingar í lögum um persónuvernd. Mörg lagasetningin í þjóðfélaginu undanfarið höggvi nær réttindum borgaranna en lög sem væru sett til að afnema höft á upplýsingagjöf, til dæmis til rannsóknarnefndar. Oddný Mjöll segir að lagasetning undanfarið sé gjarnan rökstudd með því að aðstæður séu sérstakar og því þurfi að veita ríkinu meira svigrúm en ella til nauðsynlegra ráðstafana vegna almannahagsmuna. Þetta sjónarmið segir hún að sé gilt en að sama skapi sé ástæða til að aflétta bankaleynd innan skynsamlegra marka, til dæmis með nýrri löggjöf í ljósi aðstæðna. Ef bankaleynd yrði aflétt með lagasetningu í þágu rannsóknar færi fram mat á nýju löggjöfinni eins og hverri annarri löggjöf gagnvart meginreglum um vernd persónuupplýsinga og almannahagsmuna. „Ef rannsókn varðar öll atvik í aðdraganda bankahrunsins í landinu þá er ekkert ólíklegt að slík löggjöf stæðist slíkt mat,“ segir hún. „Maður skyldi ætla að það séu ríkir almannahagsmunir að upplýsa hvað liggur til grundvallar bankahruninu og hvaða starfsemi á sér stað innan bankanna sem nú eru ríkisbankar.“ Oddný Mjöll telur mikilvægt að halda því til haga að réttarstaðan sé allt önnur í bönkunum nú en áður. Nú sé verið að höndla með fé frá ríkinu og þess vegna séu það ríkir almannahagsmunir að hægt sé að hafa eftirlit með og rannsaka atburðarásina. Rannsóknarnefndir þurfi að hafa heimildir til að skoða nýju bankana. Sigurður Tómas Magnússon, sérfræðingur við HR, segir að það sé „ekkert sérstakt í sjálfu sér þó bankaleynd sé mikið flaggað“ í þjóðfélaginu núna enda takmarkist hún af öðrum lagaákvæðum. Sama gildi um bankaleynd og trúnaðar- og þagnarskyldu ýmissa stétta á borð við presta og lækna. Í opinberu máli geti dómari metið hvort þagnarskylda heldur miðað við hagsmuni í málinu eða ekki. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, segir að mikilvægt sé að ekki sé gert lítið úr bankaleynd. Það grafi undan trúverðugleika fjármálakerfisins til framtíðar. Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Bankaleynd er háð takmörkunum og lagaramminn veitir nú þegar ýmsar heimildir til að aflétta henni. Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík, HR, bendir á að upplýsingar um fjárhagsmál séu ekki skilgreindar sem sérstaklega viðkvæmar persónuupplýsingar í lögum um persónuvernd. Mörg lagasetningin í þjóðfélaginu undanfarið höggvi nær réttindum borgaranna en lög sem væru sett til að afnema höft á upplýsingagjöf, til dæmis til rannsóknarnefndar. Oddný Mjöll segir að lagasetning undanfarið sé gjarnan rökstudd með því að aðstæður séu sérstakar og því þurfi að veita ríkinu meira svigrúm en ella til nauðsynlegra ráðstafana vegna almannahagsmuna. Þetta sjónarmið segir hún að sé gilt en að sama skapi sé ástæða til að aflétta bankaleynd innan skynsamlegra marka, til dæmis með nýrri löggjöf í ljósi aðstæðna. Ef bankaleynd yrði aflétt með lagasetningu í þágu rannsóknar færi fram mat á nýju löggjöfinni eins og hverri annarri löggjöf gagnvart meginreglum um vernd persónuupplýsinga og almannahagsmuna. „Ef rannsókn varðar öll atvik í aðdraganda bankahrunsins í landinu þá er ekkert ólíklegt að slík löggjöf stæðist slíkt mat,“ segir hún. „Maður skyldi ætla að það séu ríkir almannahagsmunir að upplýsa hvað liggur til grundvallar bankahruninu og hvaða starfsemi á sér stað innan bankanna sem nú eru ríkisbankar.“ Oddný Mjöll telur mikilvægt að halda því til haga að réttarstaðan sé allt önnur í bönkunum nú en áður. Nú sé verið að höndla með fé frá ríkinu og þess vegna séu það ríkir almannahagsmunir að hægt sé að hafa eftirlit með og rannsaka atburðarásina. Rannsóknarnefndir þurfi að hafa heimildir til að skoða nýju bankana. Sigurður Tómas Magnússon, sérfræðingur við HR, segir að það sé „ekkert sérstakt í sjálfu sér þó bankaleynd sé mikið flaggað“ í þjóðfélaginu núna enda takmarkist hún af öðrum lagaákvæðum. Sama gildi um bankaleynd og trúnaðar- og þagnarskyldu ýmissa stétta á borð við presta og lækna. Í opinberu máli geti dómari metið hvort þagnarskylda heldur miðað við hagsmuni í málinu eða ekki. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, segir að mikilvægt sé að ekki sé gert lítið úr bankaleynd. Það grafi undan trúverðugleika fjármálakerfisins til framtíðar.
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira