Innlent

Á veiðum 50 metra frá landi

Súlan EA (til hægri) veiddi síld skammt frá landi í gær og flutti yfir í Margréti EA. Aflinn var ágætur og er reiknað með því að fullfermi fáist í dag. Á hafnarbakkanum stóðu menn með veiðistangir og veiddu kola.
Súlan EA (til hægri) veiddi síld skammt frá landi í gær og flutti yfir í Margréti EA. Aflinn var ágætur og er reiknað með því að fullfermi fáist í dag. Á hafnarbakkanum stóðu menn með veiðistangir og veiddu kola. Fréttablaðið/Vilhelm

Fjögur skip voru að síldveiðum að segja má við bryggjusporðinn í Keflavíkurhöfn í gær. Álsey VE og Birtingur NK fengu fullfermi, en Súlan EA og Margrét EA lögðust að bryggju í Keflavík í gærkvöldi og er ætlunin að halda veiðum áfram í dag.

Höskuldur Bragason, stýrimaður á Margréti EA, segir að lítið sé eftir í að fylla skipið og þá verði siglt á Norðfjörð til að landa. Aflinn fer allur í vinnslu.

Hann segir síldina við Reykjanesið heldur minni en á Breiðafirði, þar sem flotinn var áður á veiðum. Þar hafi þó verið sýking í fiskinum og því betra að veiða við Reykjanesið. Fólk fylgdist með veiðunum af bryggjunni, enda fremur óvanalegt að sjá síldveiðar í fullum gangi ekki lengra frá landi við Reykjanesið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×