Hesthús á Ólafsfirði vekja áhyggjur íbúa 1. desember 2008 02:45 Meðal þess sem andstæðingar nýs hesthúsahverfis óttast eru áhrif á lífríki Ólafsfjarðarvatns og lyktar- og sjónmengun. Mynd/GK Fyrirhugað hesthúsahverfi í Ólafsfirði mætir harðri andspyrnu margra á staðnum. Núverandi hesthúsahverfi í Ólafsfirði stendur nokkuð fyrir innan kauptúnið. Samkvæmt nýju deiliskipulagi, sem meirihluti skipulags- og umhverfisnefnda Fjallabyggðar samþykkti, verður hverfið flutt vegna snjóflóðahættu að suðurenda flugbrautarinnar. Þar á það að standa um 400 metra frá íbúabyggðinni. „Það svæði sem taka á undir þetta er mikið notað af fólki sem gengur þarna sér til heilsubótar og einnig hafa hundaeigendur mikið notað þetta svæði. Ljóst er að þessi tillaga skerðir mjög notkunarmöguleika svæðisins fyrir aðra en hestamenn,“ segir í mótmælabréfi til bæjaryfirvalda. „Bendum við á sjón- og einnig lyktarmengun sem við teljum að muni í ákveðnum veðuráttum ná til þeirra sem næst búa,“ segir í öðru bréfi. Veiðifélag Ólafsfjarðar er á móti flutningi hesthúsahverfisins vegna nálægðarinnar við Ólafsfjarðarvatn sem er á náttúruminjaskrá. Félagið leitaði umsagnar Veiðimálastofnunar sem mælist til þess að haft sé um 100 metra frísvæði næst ám og vötnum. „Mikilvægt er að hanna hverfið með það í huga að ekki fari eiturefni frá hverfinu út í vatnið og lífræn efni verði brotin niður í rotþróm áður en þau fara út í stöðuvatnið,“ segir Veiðimálastofnun. Skipulags- og umhverfisnefnd telur ekki að ástæða sé til að hafa áhyggjur af lyktar eða sjónmengun. Varðandi fullyrðingar um skerðingu á útivistarsvæði bendir nefndin á að hestamennska sé ein af vinsælustu fjölskylduútivistarafþreyingum á Íslandi. „Ekki er talin ástæða til að álykta að hestamennskan rýri útivistargæði svæðisins í heild, heldur geti hún verið afgerandi þáttur í að styrkja það,“ segir skipulagsnefndin. Samkvæmt skipulagsnefndinni verður hesthúsahverfið hvergi nær vatnsbakkanum en 50 metra. Það sé í samræmi við skipulagsreglugerð. „Vandséð er að þessar framkvæmdir geti haft í för með sér áhrif á fiskigengd í vatninu, afkomu fiskistofna, aðstæður til veiði eða lífríki vatnsins að öðru leyti,“ segir skipulagsnefndin og áréttar að landrými í Ólafsfirði sé mjög takmarkað. „Því er ekki unnt að verða við tilmælum Veiðimálastofnunar í þessu tilviki um meiri fjarlægð frá vatni.“ Þá útskýrir skipulagsnefndin að ekki sé hægt að hafa byggingarnar fjær vatninu því húsin næst fjallshlíðinni séu eins nálægt snjóflóðahættulínu og leyfilegt sé. Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Fyrirhugað hesthúsahverfi í Ólafsfirði mætir harðri andspyrnu margra á staðnum. Núverandi hesthúsahverfi í Ólafsfirði stendur nokkuð fyrir innan kauptúnið. Samkvæmt nýju deiliskipulagi, sem meirihluti skipulags- og umhverfisnefnda Fjallabyggðar samþykkti, verður hverfið flutt vegna snjóflóðahættu að suðurenda flugbrautarinnar. Þar á það að standa um 400 metra frá íbúabyggðinni. „Það svæði sem taka á undir þetta er mikið notað af fólki sem gengur þarna sér til heilsubótar og einnig hafa hundaeigendur mikið notað þetta svæði. Ljóst er að þessi tillaga skerðir mjög notkunarmöguleika svæðisins fyrir aðra en hestamenn,“ segir í mótmælabréfi til bæjaryfirvalda. „Bendum við á sjón- og einnig lyktarmengun sem við teljum að muni í ákveðnum veðuráttum ná til þeirra sem næst búa,“ segir í öðru bréfi. Veiðifélag Ólafsfjarðar er á móti flutningi hesthúsahverfisins vegna nálægðarinnar við Ólafsfjarðarvatn sem er á náttúruminjaskrá. Félagið leitaði umsagnar Veiðimálastofnunar sem mælist til þess að haft sé um 100 metra frísvæði næst ám og vötnum. „Mikilvægt er að hanna hverfið með það í huga að ekki fari eiturefni frá hverfinu út í vatnið og lífræn efni verði brotin niður í rotþróm áður en þau fara út í stöðuvatnið,“ segir Veiðimálastofnun. Skipulags- og umhverfisnefnd telur ekki að ástæða sé til að hafa áhyggjur af lyktar eða sjónmengun. Varðandi fullyrðingar um skerðingu á útivistarsvæði bendir nefndin á að hestamennska sé ein af vinsælustu fjölskylduútivistarafþreyingum á Íslandi. „Ekki er talin ástæða til að álykta að hestamennskan rýri útivistargæði svæðisins í heild, heldur geti hún verið afgerandi þáttur í að styrkja það,“ segir skipulagsnefndin. Samkvæmt skipulagsnefndinni verður hesthúsahverfið hvergi nær vatnsbakkanum en 50 metra. Það sé í samræmi við skipulagsreglugerð. „Vandséð er að þessar framkvæmdir geti haft í för með sér áhrif á fiskigengd í vatninu, afkomu fiskistofna, aðstæður til veiði eða lífríki vatnsins að öðru leyti,“ segir skipulagsnefndin og áréttar að landrými í Ólafsfirði sé mjög takmarkað. „Því er ekki unnt að verða við tilmælum Veiðimálastofnunar í þessu tilviki um meiri fjarlægð frá vatni.“ Þá útskýrir skipulagsnefndin að ekki sé hægt að hafa byggingarnar fjær vatninu því húsin næst fjallshlíðinni séu eins nálægt snjóflóðahættulínu og leyfilegt sé.
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira