Geir skrifar vinaþjóðum 1. desember 2008 06:00 Geir H. Haarde forsætisráðherra ritar opið bréf til þjóða sem styðja við efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Bréfið birtist í dagblöðum í viðeigandi ríkjum í dag. Nú gengur yfir heiminn alvarlegasta fjármálakreppa sem um getur í marga áratugi og svo gæti farið að líta verði enn lengra aftur til fortíðar í leit að sambærilegum atburðum. Afleiðingarnar hafa þegar orðið verri á Íslandi en víðast hvar annars staðar og fall þriggja banka í einkaeigu haft í för með sér gríðarlegt fjárhagslegt tjón á Íslandi. Við þessar erfiðu aðstæður neyddist íslenska ríkið til að leita aðstoðar alþjóðastofnana og vinaþjóða. Það var gert í þeirri ákveðnu viðleitni að endurreisa fjármálakerfi landsins, standa vörð um velferðarkerfið og aðra innviði samfélagsins og standa við skuldbindingar okkar gagnvart öðrum ríkjum, líkt og við höfum ávallt gert. Þegar náttúruhamfarir hafa dunið á Íslendingum, t.d. í eldgosinu í Vestmannaeyjum árið 1973, hafa margar vinaþjóðir brugðist við með skjótum og rausnarlegum hætti okkur til stuðnings á sama hátt og við höfum af fremsta megni reynt að rétta öðrum hjálpahönd á ögurstundum. Nú þegar ganga yfir hamfarir af mannavöldum er hughreystandi að viðbrögðin eru ekki síðri en áður. Fjármálakreppan er hnattræn og Íslendingum er vel kunnugt að það eru víðar erfiðleikar og að stjórnvöldum hvarvetna ber fyrst skylda til að gæta hagsmuna og öryggis eigin borgara. Þakklæti Íslendinga fyrir greiðvikni vinaþjóða er einlægara fyrir vikið og eykur bjartsýni um breiða samstöðu um aðgerðir til að binda enda á heimskreppuna. Engin ábyrg ríkisstjórn sækist eftir að fá að láni háar fjárhæðir að ástæðulausu, einkum þegar loks hefur náðst það langþráða markmið að greiða nánast allar skuldir ríkissjóðs, en því miður varð ekki hjá því komist að leita eftir lánum. Lánveitingar alþjóðastofnana og vinaþjóða gera okkur kleift að hefja endurreisnarstarfið og gefa okkur von um að ná árangri fyrr en ella. Auk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þar sem Ísland hefur átt aðild frá árinu 1946, hyggjast Færeyjar, Pólland, Noregur, Danmörk, Finnland, Svíþjóð og Rússland lána Íslandi fé, auk þess sem hugsanlegt er að Evrópusambandið taki þátt í sameiginlegu átaki ofangreindra aðila. Tveggja ára framkvæmdaáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gerir ekki ráð fyrir að þetta fé renni beint í íslenska hagkerfið, heldur að það verði notað sem varasjóður til að gera Seðlabanka Íslands kleift að koma á eðlilegum gjaldeyrismarkaði sem er forsenda efnahagslegs bata og endurreisnar. Jafnframt er ljóst að með lánsfénu tekst ekki að tryggja óbreytt ástand á Íslandi heldur mun það skapa aðstæður sem gera Íslendingum betur kleift að ráðast í nauðsynlegar umbætur á stjórnkerfinu og fjármálakerfinu á næstu mánuðum og árum. Hraði og umfang falls íslensku bankanna og mjög áþreifanlegar afleiðingar þess á Íslandi valda því að Íslendingar eru skiljanlega mjög uggandi yfir eigin hag og alþjóðlegri stöðu og framtíð þjóðarinnar. Ástandið er mjög alvarlegt en með skilvirkum aðgerðum íslenskra stjórnvalda, samstöðu þjóðarinnar og siðferðilegum, pólitískum og fjárhagslegum stuðningi alþjóðastofnana og vinaþjóða verður það einungis tímabundið. Fámennir og fátækir Íslendingar stofnuðu sjálfstætt lýðveldi og brutust til bjargálna við mjög erfiðar ytri aðstæður og afkomendur þeirra geta því vel unnið bug á núverandi vandamálum. Það er engin ástæða til að láta hugfallast. Á Íslandi er mannauður og náttúruauðlindir sem geta tryggt áframhaldandi uppbyggingu velferðarsamfélags og ábyrga og virka þátttöku lýðveldisins í samfélagi þjóðanna. Það verður á meðal helstu markmiða ríkisstjórnarinnar að stuðla að framsækinni og sjálfbærri nýtingu sjávarfangs og endurnýjanlegra orkugjafa til að geta stutt við aukna nýsköpun og fjölbreytni í íslensku atvinnulífi, þannig að Íslendingar nýti áfram menntun sína og þekkingu í þágu uppbyggingar komandi kynslóða á Íslandi. Það hefur ávallt verið rík söguleg vitund á Íslandi. Stundum getur hún villt mönnum sýn í fortíðarhyggju en oftar auðveldað þeim að setja samtímann í víðara samhengi. Þjóðin hefur glöggt sögulegt minni og hún gleymir ekki góðum gjörningi vinar þegar mikið liggur við. Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Geir H. Haarde forsætisráðherra ritar opið bréf til þjóða sem styðja við efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Bréfið birtist í dagblöðum í viðeigandi ríkjum í dag. Nú gengur yfir heiminn alvarlegasta fjármálakreppa sem um getur í marga áratugi og svo gæti farið að líta verði enn lengra aftur til fortíðar í leit að sambærilegum atburðum. Afleiðingarnar hafa þegar orðið verri á Íslandi en víðast hvar annars staðar og fall þriggja banka í einkaeigu haft í för með sér gríðarlegt fjárhagslegt tjón á Íslandi. Við þessar erfiðu aðstæður neyddist íslenska ríkið til að leita aðstoðar alþjóðastofnana og vinaþjóða. Það var gert í þeirri ákveðnu viðleitni að endurreisa fjármálakerfi landsins, standa vörð um velferðarkerfið og aðra innviði samfélagsins og standa við skuldbindingar okkar gagnvart öðrum ríkjum, líkt og við höfum ávallt gert. Þegar náttúruhamfarir hafa dunið á Íslendingum, t.d. í eldgosinu í Vestmannaeyjum árið 1973, hafa margar vinaþjóðir brugðist við með skjótum og rausnarlegum hætti okkur til stuðnings á sama hátt og við höfum af fremsta megni reynt að rétta öðrum hjálpahönd á ögurstundum. Nú þegar ganga yfir hamfarir af mannavöldum er hughreystandi að viðbrögðin eru ekki síðri en áður. Fjármálakreppan er hnattræn og Íslendingum er vel kunnugt að það eru víðar erfiðleikar og að stjórnvöldum hvarvetna ber fyrst skylda til að gæta hagsmuna og öryggis eigin borgara. Þakklæti Íslendinga fyrir greiðvikni vinaþjóða er einlægara fyrir vikið og eykur bjartsýni um breiða samstöðu um aðgerðir til að binda enda á heimskreppuna. Engin ábyrg ríkisstjórn sækist eftir að fá að láni háar fjárhæðir að ástæðulausu, einkum þegar loks hefur náðst það langþráða markmið að greiða nánast allar skuldir ríkissjóðs, en því miður varð ekki hjá því komist að leita eftir lánum. Lánveitingar alþjóðastofnana og vinaþjóða gera okkur kleift að hefja endurreisnarstarfið og gefa okkur von um að ná árangri fyrr en ella. Auk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þar sem Ísland hefur átt aðild frá árinu 1946, hyggjast Færeyjar, Pólland, Noregur, Danmörk, Finnland, Svíþjóð og Rússland lána Íslandi fé, auk þess sem hugsanlegt er að Evrópusambandið taki þátt í sameiginlegu átaki ofangreindra aðila. Tveggja ára framkvæmdaáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gerir ekki ráð fyrir að þetta fé renni beint í íslenska hagkerfið, heldur að það verði notað sem varasjóður til að gera Seðlabanka Íslands kleift að koma á eðlilegum gjaldeyrismarkaði sem er forsenda efnahagslegs bata og endurreisnar. Jafnframt er ljóst að með lánsfénu tekst ekki að tryggja óbreytt ástand á Íslandi heldur mun það skapa aðstæður sem gera Íslendingum betur kleift að ráðast í nauðsynlegar umbætur á stjórnkerfinu og fjármálakerfinu á næstu mánuðum og árum. Hraði og umfang falls íslensku bankanna og mjög áþreifanlegar afleiðingar þess á Íslandi valda því að Íslendingar eru skiljanlega mjög uggandi yfir eigin hag og alþjóðlegri stöðu og framtíð þjóðarinnar. Ástandið er mjög alvarlegt en með skilvirkum aðgerðum íslenskra stjórnvalda, samstöðu þjóðarinnar og siðferðilegum, pólitískum og fjárhagslegum stuðningi alþjóðastofnana og vinaþjóða verður það einungis tímabundið. Fámennir og fátækir Íslendingar stofnuðu sjálfstætt lýðveldi og brutust til bjargálna við mjög erfiðar ytri aðstæður og afkomendur þeirra geta því vel unnið bug á núverandi vandamálum. Það er engin ástæða til að láta hugfallast. Á Íslandi er mannauður og náttúruauðlindir sem geta tryggt áframhaldandi uppbyggingu velferðarsamfélags og ábyrga og virka þátttöku lýðveldisins í samfélagi þjóðanna. Það verður á meðal helstu markmiða ríkisstjórnarinnar að stuðla að framsækinni og sjálfbærri nýtingu sjávarfangs og endurnýjanlegra orkugjafa til að geta stutt við aukna nýsköpun og fjölbreytni í íslensku atvinnulífi, þannig að Íslendingar nýti áfram menntun sína og þekkingu í þágu uppbyggingar komandi kynslóða á Íslandi. Það hefur ávallt verið rík söguleg vitund á Íslandi. Stundum getur hún villt mönnum sýn í fortíðarhyggju en oftar auðveldað þeim að setja samtímann í víðara samhengi. Þjóðin hefur glöggt sögulegt minni og hún gleymir ekki góðum gjörningi vinar þegar mikið liggur við.
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira