Innlent

Aukinn fjöldi bíla á uppboð

Aðeins brot af þeim bílum sem sýslumaður auglýsir lenda á endanum á uppboði. fréttablaðið/vilhelm
Aðeins brot af þeim bílum sem sýslumaður auglýsir lenda á endanum á uppboði. fréttablaðið/vilhelm
Einhver aukning hefur orðið á fjölda bíla sem boðnir eru upp vegna vanskila, að mati starfsmanns Vöku. Sýslumaðurinn í Reykjavík auglýsti í gær tæplega 950 bíla sem bjóða á upp næsta laugardag.

Aðeins brot af þeim fjölda sem auglýst er að lendi á uppboði eru í raun boðnir upp, segir Bjarni Ingólfsson, starfsmaður Vöku, þar sem uppboðið fer fram. Oft semjist um kröfurnar áður en uppboðið fari fram.

Hann segir líklegt að hægt verði að gera góð kaup á uppboðinu, enda ekki allir sem treysti sér til að staðgreiða bíla í dag. - bj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×