Erlent

Tveir hryðjuverkamannanna gætu verið Bretar

Tveir hryðjuverkamannanna í Mumbai eru Bretar, er marka má orð þess eina sem eftir lifir. Þetta hefur breska blaðið The Sun eftir heimildamanni innan indversku lögreglunnar, sem segir þetta hafa komið fram við yfirheyrslur á eina vígamanninum sem náðist á lífi.

Samkvæmt sömu heimildum fundust Blackberry símar á líkum þeirra sem voru felldir. Á símunum sést að mennirnir höfðu fylgst með fréttum af ódæðinu á breskum fréttasíðum. Þá hafi bresk vegabréf fundist á tveimur þeirra, en ekki sé hægt að útiloka að þeir hafi fundið þau í hótelherbergjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×