Segja niðurskurð á RÚV aðför að fréttastofu - Ekki hægt að réttlæta ofurlaun Páls 30. nóvember 2008 23:53 Stjórn Félags fréttamanna gagnrýnir kjör Páls Magnússonar útvarpsstjóra. Samsett mynd. Stjórn Félags fréttamanna á Ríkisútvarpinu sendir yfirstjórn stofnunarinnar og stjórnvöldum tóninn í yfirlýsingu sem send var út í kvöld. Eru stjórnvöld sökuð um vanhugsaða stefnu og æðstu stjórnendur RÚV hvattir til að deila kjörum með starfsmönnum. Eins og kunnugt er var gripið til mikils niðurskurðar á Ríkisútvarpinu og um 40 föstum starfsmönnum og verktökum sagt upp fyrir helgi. Stjórn Félags fréttamanna átelur vinnubrögð stjórnvalda og harmar fjársvelti sem leitt hafi til þess að skera verður niður um fimmtung hjá Ríkisútvarpinu. ,,Hluti þess sparnaðar felst í því að fimmtán frétta- og tæknimönnum var sagt upp störfum á Fréttastofu Ríkisútvarpsins á föstudaginn. Þetta er rúmlega tíundi hluti allra sem þar unnu. Jafnframt á að minnka framlag innlendra og erlendra fréttaritara. Að teknu tilliti til fyrri uppsagna á árinu er ljóst að geta fréttastofunnar til faglegrar og vandaðrar umfjöllunar er verulega sködduð. Álag á fréttamenn var mikið fyrir. Nú eiga enn færri að skila sömu afköstum sem óhjákvæmilega kemur niður á gæðum," segir Félag fréttamanna. Fréttastofu gert ókleift að sinna lögbundnu hlutverki sínu Þá er yfirstjórn RÚV gagnrýnd fyrir að láta niðurskurðinn koma með svo sársaukafullum hætti niður á fréttastofunni. ,,Sameiginlega bera Alþingi, ríkisstjórnin og stjórnendur Ríkisútvarpsins fulla ábyrgð á því að veikja fréttastofuna. Henni er gert nær ókleift að sinna lögbundnu og lýðræðislegu hlutverki sínu á erfiðum tímum. Þetta gengur þvert á margendurteknar yfirlýsingar forsvarsmanna Ríkisútvarpsins, þ.m.t. fréttastjóra og útvarpsstjóra, um eflingu fréttastofunnar," segir stjórnin og segir aðgerðirnar aðför að fréttastofunni. ,,Sjaldan hefur verið meiri þörf á vönduðum og áreiðanlegum fréttum en nú. Þrátt fyrir þetta er máttur dreginn úr fréttastofunni með sparnaði og uppsögnum. Stjórn FF telur þetta álíka vitlaust og að reka slökkviliðsmenn í miðjum eldsvoða," segir enn fremur í ályktuninni. Bílakostnaður útvarpsstjóra á við laun eins fréttamanns Þá vilja fréttamenn fá upplýsingar um hvernig breyta eigi fréttatímum og þáttum fréttastofunnar þannig og hvetja stjórn RÚV til að kynna sér vinnuaðstöðu, verkferla og álag á fréttamönnum. ,,Jafnframt skorar stjórn FF á stjórn Ríkisútvarpsins ohf. að þiggja laun samkvæmt kjarasamningi fréttamanna en afsala sér að öðru leyti stjórnarlaunum og láta þau renna til eflingar fréttastofunnar," segir stjórnin. Stjórn Félags fréttamanna hafnar allri skerðingu á kjörum og réttindum líkt og útvarpsstjóri hefur boðað. Það standist ekki lög. ,,Stjórn FF skorar á æðstu stjórnendur Ríkisútvarpsins að lækka eigin laun verulega og deila kjörum með þeim sem undir þeim vinna. Ekki er hægt að réttlæta ofurlaun hjá almannaútvarpi í ríkiseigu á meðan fólk er rekið í sparnaðarskyni. Stjórn FF telur að auki augljóst að útvarpsstjóra ættu að duga einföld ráðherralaun til framfærslu. Muninn mætti nýta til að fjölga fréttamönnum og efla fréttastofuna. Að auki sér stjórnin ekki hvernig það samræmist almannaþjónustuhlutverki Ríkisútvarpsins að það greiði bílakostnað útvarpsstjóra sem nemur a.m.k . launum eins fréttamanns. Með sparnaði í yfirstjórn og launalækkun stjórnar og æðstu stjórnenda Ríkisútvarpsins mætti líklega draga allar uppsagnir á fréttastofunni til baka," segir í yfirlýsingu FF. Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Stjórn Félags fréttamanna á Ríkisútvarpinu sendir yfirstjórn stofnunarinnar og stjórnvöldum tóninn í yfirlýsingu sem send var út í kvöld. Eru stjórnvöld sökuð um vanhugsaða stefnu og æðstu stjórnendur RÚV hvattir til að deila kjörum með starfsmönnum. Eins og kunnugt er var gripið til mikils niðurskurðar á Ríkisútvarpinu og um 40 föstum starfsmönnum og verktökum sagt upp fyrir helgi. Stjórn Félags fréttamanna átelur vinnubrögð stjórnvalda og harmar fjársvelti sem leitt hafi til þess að skera verður niður um fimmtung hjá Ríkisútvarpinu. ,,Hluti þess sparnaðar felst í því að fimmtán frétta- og tæknimönnum var sagt upp störfum á Fréttastofu Ríkisútvarpsins á föstudaginn. Þetta er rúmlega tíundi hluti allra sem þar unnu. Jafnframt á að minnka framlag innlendra og erlendra fréttaritara. Að teknu tilliti til fyrri uppsagna á árinu er ljóst að geta fréttastofunnar til faglegrar og vandaðrar umfjöllunar er verulega sködduð. Álag á fréttamenn var mikið fyrir. Nú eiga enn færri að skila sömu afköstum sem óhjákvæmilega kemur niður á gæðum," segir Félag fréttamanna. Fréttastofu gert ókleift að sinna lögbundnu hlutverki sínu Þá er yfirstjórn RÚV gagnrýnd fyrir að láta niðurskurðinn koma með svo sársaukafullum hætti niður á fréttastofunni. ,,Sameiginlega bera Alþingi, ríkisstjórnin og stjórnendur Ríkisútvarpsins fulla ábyrgð á því að veikja fréttastofuna. Henni er gert nær ókleift að sinna lögbundnu og lýðræðislegu hlutverki sínu á erfiðum tímum. Þetta gengur þvert á margendurteknar yfirlýsingar forsvarsmanna Ríkisútvarpsins, þ.m.t. fréttastjóra og útvarpsstjóra, um eflingu fréttastofunnar," segir stjórnin og segir aðgerðirnar aðför að fréttastofunni. ,,Sjaldan hefur verið meiri þörf á vönduðum og áreiðanlegum fréttum en nú. Þrátt fyrir þetta er máttur dreginn úr fréttastofunni með sparnaði og uppsögnum. Stjórn FF telur þetta álíka vitlaust og að reka slökkviliðsmenn í miðjum eldsvoða," segir enn fremur í ályktuninni. Bílakostnaður útvarpsstjóra á við laun eins fréttamanns Þá vilja fréttamenn fá upplýsingar um hvernig breyta eigi fréttatímum og þáttum fréttastofunnar þannig og hvetja stjórn RÚV til að kynna sér vinnuaðstöðu, verkferla og álag á fréttamönnum. ,,Jafnframt skorar stjórn FF á stjórn Ríkisútvarpsins ohf. að þiggja laun samkvæmt kjarasamningi fréttamanna en afsala sér að öðru leyti stjórnarlaunum og láta þau renna til eflingar fréttastofunnar," segir stjórnin. Stjórn Félags fréttamanna hafnar allri skerðingu á kjörum og réttindum líkt og útvarpsstjóri hefur boðað. Það standist ekki lög. ,,Stjórn FF skorar á æðstu stjórnendur Ríkisútvarpsins að lækka eigin laun verulega og deila kjörum með þeim sem undir þeim vinna. Ekki er hægt að réttlæta ofurlaun hjá almannaútvarpi í ríkiseigu á meðan fólk er rekið í sparnaðarskyni. Stjórn FF telur að auki augljóst að útvarpsstjóra ættu að duga einföld ráðherralaun til framfærslu. Muninn mætti nýta til að fjölga fréttamönnum og efla fréttastofuna. Að auki sér stjórnin ekki hvernig það samræmist almannaþjónustuhlutverki Ríkisútvarpsins að það greiði bílakostnað útvarpsstjóra sem nemur a.m.k . launum eins fréttamanns. Með sparnaði í yfirstjórn og launalækkun stjórnar og æðstu stjórnenda Ríkisútvarpsins mætti líklega draga allar uppsagnir á fréttastofunni til baka," segir í yfirlýsingu FF.
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira