Innlent

Ætla að höfða mál vegna peningamarkaðssjóða

Um 200 manns mættu á opinn fund fyrir helgi þar sem formaður bankaráðs Nýja Landsbankans og bankastjóri sátu fyrir svörum um peningabréf í Landsbankanum. Fólk var verulega ósátt við að fá einungis 68,8 prósent af inneign sinni tilbaka - að þriðjungur sparnaðar þess hafi horfið í hýt við yfirtöku fjámálaeftirlitsins á gamla Landsbankanum.

„Það er alveg ljóst að við ætlum að berjast til síðasta blóðdropa til að fá þennan sparnað til baka," segir Hörður Hilmarsson, einn forsvarsmanna hópsins. Hann segir að kröfum hafi verið komið til viðskiptaráðherra og stjórnendum bankans. Og þær eru skýrar.

Verði hópurinn ekki kallaður til fundar fyrir 15 desember til þess að ræða úrbætur verði gripið til aðgerða og höfðað verði dómsmál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×