Innlent

Fjöldi innbrota í sumarbústaði

Tilkynnt var um sex innbrot í sumarbústaði í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í gær. Mikið hefur verið um innbrot á svæðinu frá því í sumar, og eru það helst flatskjáir og annar húsbúnaður sem freistar þjófa. Lögregla hvetur fólk til þess að fylgjast vel með sumarhúsum sínum og láta vita af grunsamlegum mannaferðum í sumarhúsahverfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×