Erlent

Stirt milli Indlands og Pakistans

Indverjar segjast hafa sannanir fyrir tengslum hryðjuverkamannanna við Pakistan.
Indverjar segjast hafa sannanir fyrir tengslum hryðjuverkamannanna við Pakistan.
Mikil spenna er milli Indlands og Pakistans eftir fjöldamorð hryðjuverkamanna í indversku borginni Mumbai. Indverjar segjast hafa sannanir fyrir pakistönskum tengslum. Pakistanar harðneita því. Þeir hafa fordæmt árásina og heitið að veita alla þá aðstoð sem þeir geti. Pakistan og Indland hafa háð þrjú stríð. Menn hafa sérstakar áhyggjur af átökum þeirra á milli í dag, þar sem löndin eru nú bæði kjarnorkuveldi. Innanríkisráðherra Indlangs hefur sagt af sér vegna árásarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×