Erlent

Endeavour lögð af stað inn í gufuhvolfið

Endeavour við geimstöðina.
Endeavour við geimstöðina. MYND/Nasa
Geimflaugin Endeavour hóf fyrir stundu ferð sína aftur inn í gufukvölf jarðar nú undir kvöld. Hún hefur dvalið við alþjóða geimstöðina undafarið þar sem áhöfn hennar hefur unnið að viðgerðum.

Brottför skutlunnar hefur verið frestað í tvígang í dag vega slæms veður í Flórída þar sem upphaflega var áætlað að hún lenti. Henni var að lokum beint á varaflugvöll í Kaliforníu. Ferðin þangað tekur um klukkustund, en búist er við að hún lenti þar um hálf fimm síðdegis að staðartíma, eða eftir rúman hálftíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×