Innlent

Hætta leit fram til morguns

Leit er lokið í dag að rjúpnaskyttunni sem saknað hefur verið frá því um hádegisbil í gær. Henni verður haldið áfram þegar birtir í fyrramálið. Tæplega tvö hundruð björgunarsveitarmenn hafa leitað mannsins í dag, og notið liðsinnis þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Fimbulkuldi er á svæðinu, og leitarsvæðið erfitt yfirferðar.

Maðurinn, sem er um sjötugt, var ásamt þremur öðrum við rjúpuveiðar nærri Skáldabúðum í Gnúpverjahreppi. Þegar hann skilaði sér ekki í bíl til að hitta mennina um hádegisbil í gær hófst leit að honum. Samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitum er maðurinn vel búinn og vanur útivistarmaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×