Innlent

Lögregla stöðvaði strætisvagn

Lögregla stöðvaði fyrr í kvöld strætisvagn í Mosfellsbæ til þess að kanna ástand ökumanns, eftir að henni hafði borist tilkynning um einkennilegt ökulag.

Ökumaðurinn reyndist við eftirgrennslan allsgáður, en ókunnugur í hverfinu. Hann hafði tekið óþarflega skarpa beygju á vitlausum stað og ekið utan í skilti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×