Erlent

Jómfrúarflug farþegaþotu

Metnaður Hin 90 sæta ARJ-21 í jómfrúarfluginu yfir Sjanghæ. fréttablaðið/ap
Metnaður Hin 90 sæta ARJ-21 í jómfrúarfluginu yfir Sjanghæ. fréttablaðið/ap

ARJ-21, fyrsta farþegaþotan sem Kínverjar hanna sjálfir og áforma fjöldaframleiðslu á, fór í sitt fyrsta tilraunaflug á föstu-daginn. Það tókst að óskum.

„Þotan lét eðlilega að stjórn og flugið tókst vel,“ hafði Xinhua-fréttastofan eftir Zhao Peng, einum þriggja flugmanna í jómfrúarfluginu. Eftir að fjöldaframleiðsla hefst á þessari 90 sæta þotu vonast framleiðandinn, AVIC, til að hún uppfylli um 60 prósent af eftirspurninni í Kína eftir slíkum farþegaþotum af minni gerðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×