Innlent

Staðinn vörður um innviðina

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason.

Nýju embætti héraðssaksóknara verður ekki komið á laggirnar fyrr en í byrjun árs 2010, þar sem ákveðið hefur verið að ráðast ekki í nýjan kostnað í ríkisrekstri. Þetta kom fram í máli Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra á aðalfundi Dómarafélags Íslands á föstudag.

Björn sagði ráðuneytið hafa kynnt fjárlaganefnd Alþingis og fjármálaráðuneyti tillögur um niðurskurð í stofnunum ráðuneytisins. Hann vonast til þess að fallist verði á tillögurnar og að staðinn verði vörður um fjárveitingar til innviða stofnana á forræði ráðuneytisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×