Innlent

Rjúpnaskyttan ófundin

En hefur ekkert spurst til rjúpnaskyttu sem leitað hefur veirð nærri Skáldabúðum í Gnúpverjahreppi frá því í gær. Björgunarsveitarmenn fundu fyrr í dag spor sem þeir röktu, en án árangurs. Um 150 manns hafa leitað mannsins í dag og hefur þyrla landhelgisgæslunnar tekið þátt í leitinni.

Niðadimmt er á svæðinu, sem er afar erfitt yfirferðar. Hópar leitarmanna munu klára að fara yfir þau svæði sem þeim hefur verið úthlutað, en halda heim að því loknu finnist maðurinn ekki. Jón Ingi Sigvaldason hjá Landsbjörgu telur að það gæti verið á milli átta og níu í kvöld. Leit verður haldið áfram strax í birtingu á morgun.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×