Erlent

Glæsivillur lækka í verði

Framkvæmdum verður haldið áfram við Burj Dubai skýjakljúfinn, sem þegar er orðinn 512 metra hár.
Framkvæmdum verður haldið áfram við Burj Dubai skýjakljúfinn, sem þegar er orðinn 512 metra hár.
Efnahagskreppan er farin að teygja arma sína til Dubai, þar sem peningaaustur til glæsi framkvæmda hefur verið meiri en nokkurnsstaðar annarsstaðar í heiminum síðustu misseri. Verð á meðal stórri tveggja hæða íbúðarvillu með öllu í Pálma byggðinni svonefndu, hefur lækkað úr 550 milljónum króna í september niður í rösklega 300 milljónir núna, sem er liðlega 30 prósenta lækkun. Þá hafa stjórnvöld ákveðið að draga úr ýmsum stórframkvæmdum i viðskiptahverfi borgarinnar, nema hvað haldið verður áfram að hækka skýjakljúfinn, sem þegar er orðinn lang hæsta hús í heimi. Endanleg hæð er enn leyndarmál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×