Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. október 2025 13:15 KR var yfir eiginlega allan leikinn og virtist svo hafa skorað sigurmark í uppbótartíma, en Afturelding stal stigi. vísir / anton brink KR og Afturelding gerðu 2-2 jafntefli í þriðju umferð neðri hluta Bestu deildar karla í dag. Þrjú mörk litu dagsins ljós á lokamínútum leiksins og Elmar Kári Cogic jafnaði metin fyrir gestina á fimmtu mínútu uppbótartímans. Bæði lið eru því enn í fallsætum Bestu deildar karla þegar tvær umferðir eru eftir. Aðeins einu stigi munar milli liðanna, jöfnunarmark (mörk) Aftureldingar því afar dýrmætt. KR er í neðsta sæti með 25 stig og Afturelding þar fyrir ofan með 26 stig. Vestri er svo fyrir ofan fallsvæðið með 27 stig en á leik til góða á útivelli gegn KA á morgun. KR komst yfir snemma KR leikjum samkvæmt voru þeir svarthvítu mun meira með boltann, á meðan Afturelding nýtti sér frekar skyndisóknir. Afturelding veitti fyrsta höggið eftir átta mínútur, en það var laust skot frá Hrannari Snæ sem Halldór Snær átti auðvelt með að verja. KR tók forystuna eftir þrettán mínútna leik. Finnur Tómas átti frábæra sending yfir vörn Aftureldingar og Aron Sigurðarson, í fyrstu snertingu, lagði hann listilega vel fyrir Eið Gauta Sæbjörnsson sem afgreiddi færið fagmannlega. Eiður Gauti braut ísinn snemma en svo var ekki skorað lengi. vísir / anton Hrannar Snær helsta ógnin Það sem eftir lifði hálfleiks ógnaði KR lítið, þrátt fyrir einhverjar þrjú hundruð sendingar og valtan varnarleik Aftureldingar á köflum. Mark Eiðs Gauta reyndist þeirra eina skot í fyrri hálfleik. Afturelding tókst sömuleiðis illa að skapa sér færi, Hrannar Snær var þeirra helsta ógn en tókst ekki að töfra fram nein alvöru færi og fór illa að ráði sínu í tveimur sóknum. Afturelding jafnaði seint Í seinni hálfleik hækkaði hitastigið inni á vellinum töluvert og meira fór að heyrast úr stúkunni. Bæði lið sköpuðu sér nokkra sénsa, en ekkert mjög hættulega, og leikurinn virtist ætla að fjara út með 1-0 sigri KR, sem varð alls ekki raunin. Afturelding jafnaði leikinn með marki úr vítaspyrnu á lokamínútu venjulegs leiktíma. Hrannar Snær, þeirra hættulegasti maður, fiskaði vítið af Gyrði Hrafni sem snerti hann lítillega og var afar ósáttur. Fyrirliðinn Aron Elí steig á punktinn og skoraði. Aron Elí jafnaði leikinn. vísir / anton Dramatík í uppbótartíma Svo tók uppbótartími við og algjör dramatík með því. Michael Akoto kom KR yfir á þriðju mínútu uppbótartíma með skallamarki eftir fyrirgjöf Arons Sigurðarsonar. Aftureldingarmenn voru brjálaðir og vildu sjá brot dæmt í aðdragandanum. Akoto skoraði með skalla og hélt að hann hefði sett sigurmarkið. vísir / anton Þjálfarinn Magnús Már missti sig og fékk rautt spjald en gestirnir gátu lítið annað gert en að bruna í sókn og reyna að jafna aftur, sem þeim tókst. KR-ingar ætluðu að verja forystuna og drepa leikinn en fengu á sig klaufalegt mark eftir misheppnaða hreinsun. Elmar Kári komst í boltann og skoraði hádramatískt jöfnunarmark fyrir Aftureldingu, gestastúkan trylltist af fögnuði og heimamenn sátu eftir með sárt ennið. Elmar Kári jafnaði leikinn á lokamínútunum, í annað sinn fyrir Aftureldingu.vísir / anton Atvik leiksins Stjörnur og skúrkar Michael Akoto átti frábæran leik og virtist ætla að verða hetja KR þegar hann skoraði í uppbótartíma, en hans fyrsta mark fyrir félagið reyndist ekki vera sigurmark leiksins. Hrannar Snær er og var langhættulegasti maður Aftureldingar en Gyrðir Hrafn Guðbrandsson hafði nokkuð góðar gætur á honum, þangað til Hrannar fiskaði vítið. Gyrðir var afar ósáttur við þann dóm og skildi hreint ekkert í honum þegar hann var spurður út í brotið eftir leik. Elmar Kári var í erfiðri stöðu og spilaði sem fremsti maður í þessum leik, ógnaði lítið þangað til hann skoraði jöfnunarmark fyrir Aftureldingu á ögurstundu og gerðist hetja gestanna. Stemning og umgjörð Eins og sjá má var stemningin stórkostleg hjá stuðningsmönnum Aftureldingar, sem tóku Nabblann í sitt fang eins og hann væri sonur þeirra. vísir / anton Nú þegar mest á reyndi létu KR-ingar samt lítið í sér heyra, þrátt fyrir fína mætingu. Vesturbæingar virtust flestir mættir til að, í mesta lagi, klappa og kalla "KR!" inn á milli. Stuðningsmannasveitin var fámenn og frekar óskipulögð, mætti seint og getur ekki eignað sér neinn heiður að stiginu. Lætin mögnuðust eftir því sem líða fór á leikinn en fóru aldrei upp í nein alvöru desibil. Stuðningsmannasveit Aftureldingar var hins vegar mættir löngu fyrir leik og lét vel í sér heyra allan tímann. Mosfellingar geta gengið stoltir frá leiknum með sitt framlag og fengu meira að segja tvö jöfnunarmörk til að fagna. Besta deild karla KR Afturelding Íslenski boltinn Fótbolti
KR og Afturelding gerðu 2-2 jafntefli í þriðju umferð neðri hluta Bestu deildar karla í dag. Þrjú mörk litu dagsins ljós á lokamínútum leiksins og Elmar Kári Cogic jafnaði metin fyrir gestina á fimmtu mínútu uppbótartímans. Bæði lið eru því enn í fallsætum Bestu deildar karla þegar tvær umferðir eru eftir. Aðeins einu stigi munar milli liðanna, jöfnunarmark (mörk) Aftureldingar því afar dýrmætt. KR er í neðsta sæti með 25 stig og Afturelding þar fyrir ofan með 26 stig. Vestri er svo fyrir ofan fallsvæðið með 27 stig en á leik til góða á útivelli gegn KA á morgun. KR komst yfir snemma KR leikjum samkvæmt voru þeir svarthvítu mun meira með boltann, á meðan Afturelding nýtti sér frekar skyndisóknir. Afturelding veitti fyrsta höggið eftir átta mínútur, en það var laust skot frá Hrannari Snæ sem Halldór Snær átti auðvelt með að verja. KR tók forystuna eftir þrettán mínútna leik. Finnur Tómas átti frábæra sending yfir vörn Aftureldingar og Aron Sigurðarson, í fyrstu snertingu, lagði hann listilega vel fyrir Eið Gauta Sæbjörnsson sem afgreiddi færið fagmannlega. Eiður Gauti braut ísinn snemma en svo var ekki skorað lengi. vísir / anton Hrannar Snær helsta ógnin Það sem eftir lifði hálfleiks ógnaði KR lítið, þrátt fyrir einhverjar þrjú hundruð sendingar og valtan varnarleik Aftureldingar á köflum. Mark Eiðs Gauta reyndist þeirra eina skot í fyrri hálfleik. Afturelding tókst sömuleiðis illa að skapa sér færi, Hrannar Snær var þeirra helsta ógn en tókst ekki að töfra fram nein alvöru færi og fór illa að ráði sínu í tveimur sóknum. Afturelding jafnaði seint Í seinni hálfleik hækkaði hitastigið inni á vellinum töluvert og meira fór að heyrast úr stúkunni. Bæði lið sköpuðu sér nokkra sénsa, en ekkert mjög hættulega, og leikurinn virtist ætla að fjara út með 1-0 sigri KR, sem varð alls ekki raunin. Afturelding jafnaði leikinn með marki úr vítaspyrnu á lokamínútu venjulegs leiktíma. Hrannar Snær, þeirra hættulegasti maður, fiskaði vítið af Gyrði Hrafni sem snerti hann lítillega og var afar ósáttur. Fyrirliðinn Aron Elí steig á punktinn og skoraði. Aron Elí jafnaði leikinn. vísir / anton Dramatík í uppbótartíma Svo tók uppbótartími við og algjör dramatík með því. Michael Akoto kom KR yfir á þriðju mínútu uppbótartíma með skallamarki eftir fyrirgjöf Arons Sigurðarsonar. Aftureldingarmenn voru brjálaðir og vildu sjá brot dæmt í aðdragandanum. Akoto skoraði með skalla og hélt að hann hefði sett sigurmarkið. vísir / anton Þjálfarinn Magnús Már missti sig og fékk rautt spjald en gestirnir gátu lítið annað gert en að bruna í sókn og reyna að jafna aftur, sem þeim tókst. KR-ingar ætluðu að verja forystuna og drepa leikinn en fengu á sig klaufalegt mark eftir misheppnaða hreinsun. Elmar Kári komst í boltann og skoraði hádramatískt jöfnunarmark fyrir Aftureldingu, gestastúkan trylltist af fögnuði og heimamenn sátu eftir með sárt ennið. Elmar Kári jafnaði leikinn á lokamínútunum, í annað sinn fyrir Aftureldingu.vísir / anton Atvik leiksins Stjörnur og skúrkar Michael Akoto átti frábæran leik og virtist ætla að verða hetja KR þegar hann skoraði í uppbótartíma, en hans fyrsta mark fyrir félagið reyndist ekki vera sigurmark leiksins. Hrannar Snær er og var langhættulegasti maður Aftureldingar en Gyrðir Hrafn Guðbrandsson hafði nokkuð góðar gætur á honum, þangað til Hrannar fiskaði vítið. Gyrðir var afar ósáttur við þann dóm og skildi hreint ekkert í honum þegar hann var spurður út í brotið eftir leik. Elmar Kári var í erfiðri stöðu og spilaði sem fremsti maður í þessum leik, ógnaði lítið þangað til hann skoraði jöfnunarmark fyrir Aftureldingu á ögurstundu og gerðist hetja gestanna. Stemning og umgjörð Eins og sjá má var stemningin stórkostleg hjá stuðningsmönnum Aftureldingar, sem tóku Nabblann í sitt fang eins og hann væri sonur þeirra. vísir / anton Nú þegar mest á reyndi létu KR-ingar samt lítið í sér heyra, þrátt fyrir fína mætingu. Vesturbæingar virtust flestir mættir til að, í mesta lagi, klappa og kalla "KR!" inn á milli. Stuðningsmannasveitin var fámenn og frekar óskipulögð, mætti seint og getur ekki eignað sér neinn heiður að stiginu. Lætin mögnuðust eftir því sem líða fór á leikinn en fóru aldrei upp í nein alvöru desibil. Stuðningsmannasveit Aftureldingar var hins vegar mættir löngu fyrir leik og lét vel í sér heyra allan tímann. Mosfellingar geta gengið stoltir frá leiknum með sitt framlag og fengu meira að segja tvö jöfnunarmörk til að fagna.