KR

Valur niðurlægði KR
Það var ekki mikil spenna í leik Vals og KR í Domino's deild kvenna að Hlíðarenda í kvöld en Valur vann að endingu 106-52 sigur í Reykjavíkurslagnum.

Vill tvo leikmenn til viðbótar en ekki tilbúinn að sækja hvern sem er
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu, væri til í að fá tvo leikmenn til viðbótar í lið sitt en vill vanda valið. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 um helgina.

Frábær árangur KR og Dusty: Ríflega milljón fyrir fyrsta sæti og yfir 100 þúsund manns gætu horft á úrslitaleikinn
Tvö íslensk lið eru í 8-liða úrslitum Norðurlandamótsins í Counter-Strike. Mótið er ógnarsterkt, til að mynda eru fjögur atvinnumannalið í átta liða úrslitunum sem hefjast síðar í dag.

Sigurvin aðstoðar Rúnar
Sigurvin Ólafsson mun taka við af Bjarna Guðjónssyni og aðstoða Rúnar Kristinsson með að þjálfa lið KR í Pepsi Max deild karla.

KR-ingar sagðir vera að fá „Túrbó“ liðsstyrk frá Bandaríkjunum
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson gæti klárað þetta tímabil með KR í Domino´s deildinni í körfubolta ef marka má nýjustu fréttir.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór Ak. 86-90 | Sigur Þórs í spennuþrungnum og ótrúlegum leik
Þór frá Akureyri lét það ekki á sig fá að lenda 18-1 undir í leik sínum á móti KR heldur gerðu sér lítið fyrir og unnu leikinn 86-90. Leikurinn var hluti af 16. umferð Dominos deildar karla í körfuknattleik en leikið var í DHL-höllinni.

Matthías: Ég skammast mín smá fyrir frammistöðuna
KR tapaði fyrir Þór frá Akureyri í spennuþrungnum leik í Dominos deild karla í kvöld 86-90. Leikurinn var partur 16. umferð deildarkeppninnar en KR var með gott forskot eftir fyrsta leikhluta en glutraði leiknum niður þannig að tekið verður eftir.

Valskonur unnu stórsigur í Reykjavíkurslagnum - Auðvelt hjá Haukum
Tveimur leikjum er nýlokið í Dominos deild kvenna í körfubolta.

Sjáðu mörkin: Dramatík, endurkoma og vítaspyrnukeppni þegar Valsmenn komust í undanúrslit
Það var mikil dramatík þegar Valur og KR mættust á Origo vellinum í dag. KR-ingar komust í 3-0, en heimamenn gáfust ekki upp og jöfnuðu leikinn þegar um tíu mínútur voru eftir. Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni og þar voru það sem höfðu betur. Valsmenn eru því komnir í undanúrslit Lengjubikarsins.

Þjálfari Hattar lét dómarana fá það óþvegið eftir gríðarlega svekkjandi tap gegn KR
Höttur tapaði á einhvern ótrúlegan hátt gegn KR í gærkvöld í Dominos-deild karla í körfubolta. Höttur var sjö stigum yfir þegar 90 sekúndur voru til leiksloka en hentu frá sér sigrinum.

Hetja KR-inga gegn Hetti: Skot sem ég hef æft 2000 sinnum
Tyler Sabin var hetja KR-inga í kvöld þegar þeir unnu Hött 97-98 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. KR-ingar voru undir nær allan leikinn en komust yfir öðru sinni í leiknum þegar Tyler setti niður þriggja stiga skot þegar 4,5 sekúndur voru eftir.

Umfjöllun og viðtöl: Höttur - KR 97-98 | KR stal sigrinum í sinni síðustu sókn
Tyler Sabin var hetja KR-inga þegar þeir unnu Hött með einu stigi á Egilsstöðum í kvöld í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. KR-ingar voru skrefinu á eftir allan leikinn en stálu sigrinum í sinni síðustu sókn.

Óvæntur sigur KR í Keflavík og spennusigur Hauka í Ólafssal
KR gerði sér lítið fyrir og sótti tvö stig til Keflavíkur er liðin mættust í Domino's deild kvenna í kvöld.

KR-ingar gáttaðir á því að Lina Pikciuté sleppi við bann fyrir olnbogaskotið: „Ásetningur af versta tagi“
KR-ingar eru afar ósáttir við að Fjölniskonan Lina Pikciuté hafi sloppið við bann fyrir að gefa Unni Töru Jónsdóttur olnbogaskot í leik liðanna í Domino's deild kvenna fyrr í þessum mánuði.

Spurði Jón Axel út í íslensku deildina og segist hafa fundið fyrir rígnum sem ríkir milli Vals og KR
Vísir ræddi við nýjasta leikmann Vals, Jordan Jamal Roland, sem er ein stærsta ástæða þess að Valur vann sinn fyrsta sigur á KR í háa herrans tíð í efstu deild í körfubolta hér á landi á fimmtudagskvöldið.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 77-87 | Fyrsti sigur Vals á KR á þessari öld
Valur gerði góða ferð í DHL-höllina og vann KR, 77-87, í 14. umferð Domino‘s deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Valsmanna á KR-ingum í nákvæmlega 22 ár. Síðasti sigurinn kom í lokaumferð efstu deildar í Hagaskóla 11. mars 1999.

KR áfram og FH úr leik eftir jafntefli í dag
Einn leikur fór fram í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í dag. KR og FH gerðu 1-1 jafntefli á gervigrasinu í Vesturbæ Reykjavíkur. KR er þar með öruggt með sæti í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins en FH komst ekki áfram.

Valsmenn hafa ekki unnið KR-inga á þessari öld
KR tekur á móti Val í stórleik kvöldsins í Domino´s deild karla í körfubolta en í liði gestanna úr Val eru margir leikmenn sem hafa unnið marga titla með KR-liðinu á síðustu árum.

Umfjöllun: Tindastóll - KR 99-104 | Enn einn útisigur KR en Stólarnir í vandræðum
KR vann fimm stiga sigur á Tindastól, 104-99, er liðin mættust í Síkinu í kvöld. Tindastóll hefur tapað þremur leikjum í röð í Domino's deild karla en KR er að finna taktinn. Þeir virðast einnig elska að spila á útivöllum landsins.

Öruggt hjá KR á meðan Sævar Atli reyndist hetja Leiknis
Tveimur leikjum til viðbótar er nú lokið í Lengjubikar karla í knattspyrnu. KR vann öruggan 3-1 sigur á Kórdrengjum og þá vann Leiknir Reykjavík nágranna sína í Fylki 1-0 í Árbænum.