Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Andreas Schjelderup, landsliðsmaður Noregs í fótbolta og leikmaður Benfica í Portúgal, áfrýjaði ekki dómnum sem hann hlaut fyrir að deila myndbandi með kynferðislegu efni fólks sem var undir 18 ára aldri. Fótbolti 4.12.2025 09:00
Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Gærkvöldið var bráðfjörugt í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar sex leikir fóru fram. Mörkin og öll helstu atvik úr leikjunum má nú sjá á Vísi. Enski boltinn 4.12.2025 08:30
Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Andri Lucas Guðjohnsen skoraði á þriðjudagskvöldið sitt sjötta mark í ensku B-deildinni á tímabilinu og með því gerði hann betur en faðir sinn þegar hann steig sín fyrstu spor í enska boltanum á sínum tíma. Enski boltinn 4.12.2025 07:33
Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Meistaravonir Chelsea dofnuðu aðeins í kvöld þegar liðið steinlá óvænt í heimsókn sinni á Elland Road í Leeds í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 3. desember 2025 22:10
Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Aston Villa lenti 2-0 undir á útivelli á móti Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en kom til baka og landaði enn einum sigrinum. Nottingham Forest og Crystal Palace unnu bæði 1-0 sigra. Enski boltinn 3. desember 2025 21:36
Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Arsenal er með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 heimasigur á Brentford í kvöld. Enski boltinn 3. desember 2025 21:24
Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Benoný Breki Andrésson var í byrjunarliðinu og skoraði langþráð mark fyrir Stockport County í kvöld. Enski boltinn 3. desember 2025 21:09
Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Franski framherjinn Kylian Mbappé var áfram í markastuði í kvöld þegar Real Madrid sótti þrjú stig til Baskalands í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Fótbolti 3. desember 2025 19:54
Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn FC Kaupmannahöfn er einu skrefi nær undanúrslitunum í danska bikarnum eftir 4-2 sigur á B-deildarliði Esbjerg á útivelli. Íslenski framherjinn Viktor Bjarki Daðason var allt í öllu í kvöld. Fótbolti 3. desember 2025 18:53
Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna KR-ingar senda þremur leikmönnum meistaraflokks kvenna kveðju á samfélagsmiðlum eftir að þær tilkynntu að þær hefðu ákveðið að leggja skóna á hilluna. Íslenski boltinn 3. desember 2025 18:17
Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum Landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson spilaði allan leikinn fyrir Genoa er liðið þurfti að þola stórtap, 4-0, fyrir Atalanta í 16-liða úrslitum ítölsku bikarkeppninnar í fótbolta. Fótbolti 3. desember 2025 15:57
EM 2029 haldið í Þýskalandi EM kvenna í fótbolta árið 2029 verður haldið í Þýskalandi. Aleksandr Ceferin, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, opinberaði ákvörðunina í höfuðstöðvum UEFA í dag. Fótbolti 3. desember 2025 15:52
Murielle elti Óskar í Garðabæinn Kvennalið Stjörnunnar í fótbolta hefur tryggt sér krafta markahróksins Murielle Tiernan sem kemur til félagsins, líkt og nýr þjálfari liðsins, frá Fram. Íslenski boltinn 3. desember 2025 13:39
Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Pólski markahrókurinn Robert Lewandowski, einn mesti markaskorari fótboltasögunnar, varð að athlægi með vítaspyrnu sinni fyrir Barcelona í stórleiknum gegn Atlético Madrid í gærkvöld. Fótbolti 3. desember 2025 13:30
„Ég missti hárið“ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var léttur á blaðamannafundi eftir nauman 5-4 sigur liðsins á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær. Honum stóð ekki á sama þegar Fulham minnkaði muninn úr 5-1 stöðu City og sótti fast að jöfnunarmarki á lokakafla leiksins. Enski boltinn 3. desember 2025 11:01
Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sitt sjötta mark í síðustu átta leikjum fyrir Blackburn Rovers í ensku B-deildinni í fótbolta í gærkvöld, í ansi umdeildri viðureign við Ipswich Town. Enski boltinn 3. desember 2025 10:35
Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum Þrátt fyrir að vera bara 25 ára, og á sinni fjórðu leiktíð með Manchester City, er norska undrið Erling Haaland nú með 100 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Öll mörkin hans má nú sjá á Vísi. Enski boltinn 3. desember 2025 10:01
VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Hraðfréttabræðurnir Benni og Fannar mættu í VARsjána á Sýn Sport í gærkvöld og fóru yfir ýmislegt tengt enska boltanum en líka allt aðra hluti. Enski boltinn 3. desember 2025 09:32
Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason íhugar næstu skref eftir fall liðs hans Norrköping niður um deild í Svíþjóð. Stuðningsmenn kveiktu í heimavellinum eftir fallið. Fótbolti 3. desember 2025 09:00
Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Knattspyrnusamband Íslands hefur nú kynnt nýjustu landsliðstreyju íslensku fótboltalandsliðanna. Fótbolti 3. desember 2025 08:30
Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Manchester City minnkaði forskot Arsenal í tvö stig á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, með 5-4 sigri á Fulham í London í gær. Mörkin úr leikjunum þremur í gærkvöld má nú sjá á Vísi. Enski boltinn 3. desember 2025 08:03
Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Hvaða lið eiga auðveldasta og erfiðasta leikjaprógrammið fram að miðju tímabili? Þessari spurningu reyndu þau hjá Opta-tölfræðiþjónustunni að svara nú þegar sex umferðir eru eftir þar til enska úrvalsdeildartímabilið 2025–26 er hálfnað. Opta skoðaði leikjaplan allra liða fram að áramótum. Enski boltinn 3. desember 2025 07:31
„Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Gemma Grainger er að byrja vel sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í fótbolta og stýrði norska liðinu til sigurs á Brasilíu í síðustu viku. Noregur hafði ekki unnið Brasilíu í kvennalandsleik síðan 1996. Fótbolti 3. desember 2025 07:03
Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Þegar kemur að því að setja heimsmet er ýmislegt sem fólki dettur í hug. Fótboltaheimsmetin verða þó varla eins djörf og villt og það sem féll á dögunum. Fótbolti 3. desember 2025 06:32