Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Þau vantaði ekki mörkin í enska boltanum á Sýn Sport í dag. Mörg hver skrautleg, falleg og dramatísk. Öll má þau sjá að neðan. Enski boltinn 6.12.2025 22:16
Messi og Miami MLS-meistarar Inter Miami er MLS-meistari í fótbolta í fyrsta sinn. Liðið vann 2-1 sigur á Vancouver Whitecaps í úrslitaleik í Miami í kvöld. Fótbolti 6.12.2025 22:02
Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Mohamed Salah segir Liverpool hafa fleygt sér undir rútuna, efast um framtíð sína hjá félaginu og segir samband hans og Arne Slot brostið. Egyptinn var á varamannabekknum hjá liðinu þriðja leikinn í röð í 3-3 jafntefli við Leeds United í kvöld. Enski boltinn 6.12.2025 21:46
Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Chelsea varð að sætta sig við markalaust jafntefli á útivelli gegn Bournemouth í dag og er því án sigurs í síðustu þremur leikjum sínum í röð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Enski boltinn 6. desember 2025 16:45
Salah enn á bekknum Mohamed Salah situr áfram á varamannabekk Liverpool, þriðja leikinn í röð, er liðið sækir Leeds United heim í ensku úrvalsdeildinni klukkan 17:30. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport. Enski boltinn 6. desember 2025 16:31
Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á sem varamaður hjá Köln í dag þegar liðið varð að sætta sig við sárgrætilegt jafntefli í þýsku 1. deildinni í fótbolta, 1-1 gegn St. Pauli á heimavelli. Fótbolti 6. desember 2025 16:30
Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Skelfilegt gengi Fiorentina hélt í dag áfram í ítölsku A-deildinni í fótbolta þegar liðið tapaði á útivelli gegn Sassuolo, 3-1. Fiorentina hefur ekki enn unnið leik í deildinni, í fjórtán umferðum. Fótbolti 6. desember 2025 15:53
Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Hinn 16 ára gamli Þorri Ingólfsson gerði sér lítið fyrir og skoraði fernu í dag þegar Íslandsmeistarar Víkings unnu ÍA, 5-3, í fyrsta leik Bose-mótsins í fótbolta. Íslenski boltinn 6. desember 2025 15:40
Emilía skoraði en brekkan var of brött Landsliðskonan Emilía Kiær Ásgeirsdóttir var á skotskónum fyrir Leipzig í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 6. desember 2025 14:59
Hádramatík í lokin á Villa Park Aston Villa kom sér upp í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og varð aðeins annað liðið til að vinna Arsenal á þessari leiktíð, með hádramatískum 2-1 sigri á Villa Park í dag, í fyrsat leik 15. umferðar. Enski boltinn 6. desember 2025 14:15
Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði eina mark Gwangju þegar liðið lék til úrslita um bikarmeistaratitilinn í fótbolta í Suður-Kóreu í dag. Fótbolti 6. desember 2025 11:16
Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Heimir Hallgrímsson er staðráðinn í að stýra Írum inn á HM í fótbolta, í fyrsta sinn frá árinu 2002, og nú er ljóst hvaða lið bíða Írlands í riðlakeppninni komist liðið inn á mótið. Fótbolti 6. desember 2025 10:45
Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Franski framherjinn Kylian Mbappé hefur raðað inn mörkum að undanförnu og nálgast nú óðum markamet hjá Real Madrid. Fótbolti 6. desember 2025 08:00
Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Argentínumenn og Portúgalar voru frekar heppnir með riðil þegar dregið var í riðla á HM í gær. Fótbolti 6. desember 2025 06:32
Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Knattspyrnukonan Ruesha Littlejohn hefur verið dæmd í fimm leikja bann eftir rauða spjaldið sem hún fékk gegn Leicester í enska deildabikarnum á dögunum. Enski boltinn 5. desember 2025 23:16
Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Lille náði Marseille að stigum í þriðja og fjórða sæti frönsku deildarinnar eftir sigur í innbyrðis leik liðanna í kvöld. Fótbolti 5. desember 2025 22:05
Hislop með krabbamein Shaka Hislop, fyrrverandi markvörður Newcastle United og sérfræðingur hjá ESPN, sagði frá því á fimmtudag að hann væri með krabbamein í blöðruhálskirtli. Enski boltinn 5. desember 2025 21:32
Bannar risasamning risastjörnunnar Bandaríski landsliðsframherjinn Trinity Rodman er án efa heitasti bitinn á markaðnum í bandaríska kvennafótboltanum en framkvæmdastjóri NWSL-deildarinnar ákvað að beita neitunarvaldi gegn margra milljóna dollara tilboði Spirit til leikmannsins eftirsótta. Fótbolti 5. desember 2025 17:46
Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Donald Trump Bandaríkjaforseti fékk í kvöld fyrstu Friðarverðlaun FIFA og hann kom upp á svið á HM-drættinum eftir langa lofræðu um hvað hann hefði gert mikið fyrir frið í heiminum. Fótbolti 5. desember 2025 17:46
Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Heimsmeistaramót karla í fótbolta er á dagskránni næsta sumar en í kvöld kom í ljós hvaða lið verða saman í riðli á mótinu sem hefst 11. júní 2026 og lýkur með úrslitaleik 19. júlí. Fótbolti 5. desember 2025 16:54
Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Hollenski framherjinn Emmanuel Emegha hefur verið dæmdur í eins leiks bann af félagi sínu Strasbourg í Frakklandi af heldur kómískum sökum. Umdeild ummæli féllu ekki vel í kramið hjá stjórnendum liðsins. Fótbolti 5. desember 2025 16:30
Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Karlalið Vals í fótbolta hefur dregið sig úr Bose-bikarnum í fótbolta vegna slæmrar stöðu á leikmannahópi liðsins. Mikil meiðsli og veikindi eru í leikmannahópi liðsins í aðdraganda móts sem fer að stærstum hluta fram í desember. Íslenski boltinn 5. desember 2025 15:59
Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Fyrrum leikmaður Man. Utd og enska landsliðsins, Jesse Lingard, er í leit að næsta ævintýri eftir að hafa gert starfslokasamning í Suður-Kóreu. Fótbolti 5. desember 2025 15:48
Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, viðurkennir það að sú staðreynd að Mohamed Salah hafi verið settur á bekkinn í öðrum leiknum í röð ætti að vera áminning um að sæti neins í liðinu sé tryggt. Enski boltinn 5. desember 2025 14:17