Afturelding

Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn
Vestri hafði betur gegn Aftureldingu í hörkuleik á Kerecis-vellinum í Besta deild karla í knattspyrnu, lokatölur 2-0. Diego Montiel kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu strax á 7. mínútu, eftir að brotið hafði verið á honum innan vítateigs.

„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, stýrði sínum mönnum til sigurs í kvöld í Bestu-deild karla í knattspyrnu. Mosfellingar sigruðu Stjörnuna sannfærandi og svöruðu fyrir tapið á móti Fram í síðustu umferð.

Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli
Afturelding sigraði Stjörnuna sannfærandi í Bestu-deild karla í Mosfellsbæ í kvöld. Mosfellingar léku við hvern sinn fingur og sigruðu Garðbæinga 3-0.

Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Valur vann Aftureldingu 33-29 í oddaleik í undanúrslitum Olís deildar karla. Valsmenn voru við völd allan leikinn og fengu mikla hjálp frá markmanninum Björgvini Pál Gústavssyni. Afturelding átti nokkur ágætis áhlaup en tókst aldrei að minnka muninn í minna en tvö mörk. Rautt spjald á lokamínútum gerði svo algjörlega út af við leikinn.

Stjarnan áfram í Olís deildinni
Stjarnan tryggði sér í kvöld áframhaldandi tilverurétt í Olís deild kvenna í handbolta. Það gerðu Garðbæingar með tíu marka sigri á Aftureldingu.

„Verður svakalegur leikur“
Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, er vongóður fyrir oddaleik liðs hans við Val í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Búast má við spennuleik.

Stokke í raðir Aftureldingar
Norski framherjinn Benjamin Stokke hefur gengið í raðir Aftureldingar. Hann skrifaði undir samning sem gildir út yfirstandandi leiktíð.

„Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“
„Þetta eru bara tvö hörku lið, annað og fjórða sætið í deildinni og bara fiffty-fiffty leikir og við vitum að vera á heimavelli er alltaf auka fimm prósent. Það er búið að duga í fjögur skipti en núna þurfum við bara að ná að stela einum á útivelli,“ sagði Árni Bragi Eyjólfsson, leikmaður Aftureldingar, eftir sigur gegn Val. Úrslitin þýða að fram undan er oddaleikur á föstudaginn um sæti í úrslitaeinvíginu við Fram.

Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina
Fram sigraði Aftureldingu sannfærandi 3-0 á Lambhagavellinum í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Sigur Fram var aldrei í hættu og náðu Mosfellingar ekki að fylgja eftir frábæri frammistöðu á móti Víkingum í síðustu umferð.

Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik
Valur og Afturelding munu leika oddaleik á föstudaginn um sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Varð það ljóst eftir að Afturelding sigraði fjórða leik liðanna í einvíginu og jafnaði það í 2-2. Lokatölur að Varmá 29-26, en þess ber að geta að aðeins hafa komið heimasigrar í einvíginu hingað til.

Sviptir hulunni af dularfullu dollunni
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar í Bestu-deild karla, hefur svipt hulunni af því hvað var að finna í dularfullu dollunni sem var til umræðu í síðasta þætti Stúkunnar.

Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni
Afturelding vann mikilvægan sex marka sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í öðrum leik liðanna í umspili um sæti í Olís-deild kvenna í handbolta á næsta tímabili.

Valur einum sigri frá úrslitum
Valur lagði Aftureldingu með minnsta mun í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Lokatölur 30-29 og Valur nú aðeins einum sigri frá því að leika um Íslandsmeistaratitilinn.

Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum
Ríkharð Óskar Guðnason var umsjónarmaður Stúkunnar í gær þegar þriðja umferð Bestu deildar karla var gerð upp.

Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna
Nýliðar ÍBV og Aftureldingar fögnuðu sigri í leikjum Bestu deildar karla í fótbolta í gær og nú má sjá mörkin úr báðum leikjum hér inn á Vísi.

„Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var kampakátur í leikslok eftir fyrsta sigur Aftureldingar á tímabilinu. Mosfellingar lögðu Víkinga, 1-0 og var sigurinn sá fyrsti hjá Aftureldingu í efstu deild karla í knattspyrnu

Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn
Jökull Andrésson, markvörður Aftureldingar, gat ekki setið á sér þegar bróðir hans, Axel Óskar Andrésson, var tekinn tali eftir stórmerkilegan 1-0 sigur liðsins á Víkingi í kvöld.

Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús
Afturelding vann óvæntan sigur á Víkingum, 1-0, í þriðju umferð Bestu-deildar karla í Mosfellsbæ í kvöld. Hrannar Snær Magnússon skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 68. mínútu.

Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir
Einvígi Stjörnunnar og Aftureldingar um sæti í Olís-deild kvenna á næsta tímabili hófst í kvöld. Garðbæingar unnu fyrsta leikinn, 27-25, og leiða einvígið, 1-0.

Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl
Afturelding sigraði Val örugglega í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í Mosfellsbæ í kvöld. Leikurinn endaði 31-23, Mosfellingum í vil, og náðu þeir þar með að hefna fyrir tapið í fyrsta leik einvígisins.

Dramatík á Hlíðarenda
Valur vann tveggja marka sigur á Aftureldingu í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta, lokatölur á Hlíðarenda 35-33 eftir framlengdan leik.

Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik
Afturelding, Keflavík, Víkingur Ólafsvík og Kári tryggðu sér öll sæti sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu í dag.

Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi
Afturelding og ÍBV eru nýliðar í Bestu deild karla í fótbolta og náðu bæði í sitt fyrsta stig í deildinni í gær. Það er hins vegar algjör markaskortur á báðum vígstöðvum eftir þess fyrstu tvo leiki Íslandsmótsins.

„Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“
Afturelding og ÍBV gerðu 0-0 jafntefli í nýliðaslag í Bestu deild karla í dag. Bæði lið fengu færi til að tryggja sér sigurinn og Oliver Heiðarsson framherji Eyjamanna var svekktur með niðurstöðuna eftir leik.

Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum
Nýliðar Bestu deildarinnar, Afturelding og ÍBV, gerðu markalaust jafntefli sín á milli í fyrsta úrvalsdeildarleiknum frá upphafi á Malbiksstöðinni við Varmá. Bæði lið eru því með eitt stig að tveimur umferðum loknum.

Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Afturelding sendi ÍBV í sumarfrí með því að vinna annan leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Lokatölur í Vestmannaeyjum 25-27 og Afturelding komið í undanúrslit. Sömu sögu er að segja úr Garðabæ þar sem Valur vann Stjörnuna í framlengdum leik og sópaði Garðbæingum þar með í sumarfrí.

Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti?
Íslandsmeistarar Breiðablik unnu 2-0 sigur á nýliðum Aftureldingar í gær í fyrsta leik Íslandsmótsins í fótbolta árið 2025.

„Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með tap í fyrsta leik liðsins í efstu deild. 2-0 varð niðurstaðan gegn Breiðablik, sem Magnús skrifar á ákveðinn sviðsskrekk, og bróðir hans kom í veg fyrir að Afturelding minnkaði muninn.

Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum
Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu öruggan 2-0 sigur gegn Aftureldingu í opnunarleik Bestu deildar karla. Afturelding var að spila sinn fyrsta leik í efstu deild og fékk það erfiða verkefni að mæta Íslandsmeisturunum á útivelli. Ljóst var frá fyrstu mínútu að munnbitinn væri of stór fyrir mennina úr Mosfellsbænum að kyngja.

„Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“
Fyrirliði Aftureldingar, Árni Bragi Eyjólfsson, var ánægður með sigurinn á móti ÍBV í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Mosfellingar sigruðu ÍBV, 32-30, í spennandi og jöfnum leik í Mosfellsbæ í dag.