Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. október 2025 07:00 Úr leik Newcastle United og Arsenal. Lee Parker/Getty Images Eins og flest vita þá fer tískan í hringi, það á bæði við um þegar kemur að fatnaði og útliti en einnig þegar kemur að því hvað er heitt hverju sinni í heimi íþrótta. Innan fótboltaheimsins eru föst leikatriði heldur betur komin í tísku á nýjan leik. Á yfirstandandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni hafa 28,4 prósent markanna komið eftir föst leikatriði. Þá hafa 3,2 prósent marka komið eftir löng innköst. Vissulega er leiktíðin nýfarin af stað en það gefur augaleið að föst leikatriði eru það heitasta í bransanum um þessar mundir. Á vef BBC, breska ríkisútvarpsins, má finna langa grein sem þylur upp hina ýmsu tölfræði varðandi föst leikatriði. Kveikjan að greininni er sú staðreynd að öll þrjú mörkin í viðureign Newcastle United og Arsenal komu eftir föst leikatriði. Sean McVay, þjálfari Los Angeles Rams í NFL-deildinni, er góðvinur Mikel Arteta, þjálfara Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Aðspurður hvað íþróttirnar ættu sameiginlegt sagði McVay að NFL væri „eins og heill leikur af föstum leikatriðum.“ Hefur stýrt Rams frá 2017.Harry How/Getty Images Segja má að Arteta, og Arsenal, séu í fararbroddi þegar kemur að nýjungum í föstum leikatriðum. Allt í einu var Arsenal - liðið sem þoldi ekki föst leikatriði Stoke City og vildi allt til að boltinn fengi að flæða um völlinn – orðið helsti talsmaður fastra leikatriða. Hvað eru liðin að gera? Það er ljóst að NFL hefur haft áhrif á hvernig þjálfarar ensku úrvalsdeildarinnar hugsa föst leikatriði í dag. Taka skal fram að sjaldnast eru það aðalþjálfararnir sem stilla upp í föst leikatriði heldur er sérstakur þjálfari fenginn í það verkefni. Hjá stærstu liðunum geta þeir verið tveir, einn sér um vörnina og hinn sóknina. Pope í leiknum gegn Arsenal.EPA/GARY OAKLEY Í þá gömlu góðu þegar föst leikatriði voru í hávegum höfð snerist það aðallega um að senda boltann hnitmiðað inn í ákveðið svæði þar sem besti skallamaður þess liðs átti að sjá um rest. Nú eru leikmenn hins vegar að hlaupa fyrir fram ákveðnar leiðir eins og þekkist í NFL. Þá eru settar upp hindranir svo réttur maður komist óáreittur að boltanum. Sem dæmi má benda á sigurmark Arsenal gegn Newcastle þar sem markvörðurinn Nick Pope komst hvorki lönd né strönd vegna hindrunar sem sett var á veg hans. Reikna má með að fleiri slík mörk líti dagsins ljós á komandi mánuðum. Fótbolti Enski boltinn NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira
Á yfirstandandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni hafa 28,4 prósent markanna komið eftir föst leikatriði. Þá hafa 3,2 prósent marka komið eftir löng innköst. Vissulega er leiktíðin nýfarin af stað en það gefur augaleið að föst leikatriði eru það heitasta í bransanum um þessar mundir. Á vef BBC, breska ríkisútvarpsins, má finna langa grein sem þylur upp hina ýmsu tölfræði varðandi föst leikatriði. Kveikjan að greininni er sú staðreynd að öll þrjú mörkin í viðureign Newcastle United og Arsenal komu eftir föst leikatriði. Sean McVay, þjálfari Los Angeles Rams í NFL-deildinni, er góðvinur Mikel Arteta, þjálfara Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Aðspurður hvað íþróttirnar ættu sameiginlegt sagði McVay að NFL væri „eins og heill leikur af föstum leikatriðum.“ Hefur stýrt Rams frá 2017.Harry How/Getty Images Segja má að Arteta, og Arsenal, séu í fararbroddi þegar kemur að nýjungum í föstum leikatriðum. Allt í einu var Arsenal - liðið sem þoldi ekki föst leikatriði Stoke City og vildi allt til að boltinn fengi að flæða um völlinn – orðið helsti talsmaður fastra leikatriða. Hvað eru liðin að gera? Það er ljóst að NFL hefur haft áhrif á hvernig þjálfarar ensku úrvalsdeildarinnar hugsa föst leikatriði í dag. Taka skal fram að sjaldnast eru það aðalþjálfararnir sem stilla upp í föst leikatriði heldur er sérstakur þjálfari fenginn í það verkefni. Hjá stærstu liðunum geta þeir verið tveir, einn sér um vörnina og hinn sóknina. Pope í leiknum gegn Arsenal.EPA/GARY OAKLEY Í þá gömlu góðu þegar föst leikatriði voru í hávegum höfð snerist það aðallega um að senda boltann hnitmiðað inn í ákveðið svæði þar sem besti skallamaður þess liðs átti að sjá um rest. Nú eru leikmenn hins vegar að hlaupa fyrir fram ákveðnar leiðir eins og þekkist í NFL. Þá eru settar upp hindranir svo réttur maður komist óáreittur að boltanum. Sem dæmi má benda á sigurmark Arsenal gegn Newcastle þar sem markvörðurinn Nick Pope komst hvorki lönd né strönd vegna hindrunar sem sett var á veg hans. Reikna má með að fleiri slík mörk líti dagsins ljós á komandi mánuðum.
Fótbolti Enski boltinn NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira