Veður

Gul við­vörun á Suður­landi vegna hvass­viðris

Atli Ísleifsson skrifar
Viðvörunin tekur gildi klukkan 12 á morgun og gildir til klukkan 20.
Viðvörunin tekur gildi klukkan 12 á morgun og gildir til klukkan 20. Veðurstofan

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun syðst á Suðurlandi vegna austan hvassviðris. Viðvörunin tekur gildi klukkan 12 á morgun og gildir til klukkan 20.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þar segir að spáð sé austan 13 til 20 metrum á sekúndu undir Eyjafjöllum og í Mýrdal með snörpum vindhviðum.

Varasamar aðstæður gætu skapast fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

Hægari vindur verður þó annars staðar á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×