Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Agnar Már Másson skrifar 1. ágúst 2025 18:26 Donald Trump Bandaríkjaforseti. EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa ræst út tvo kjarnorkukafbáta á „viðeigandi svæði“ eftir að fyrrverandi forseti Rússlands lét „afar ögrandi“ ummæli falla á samfélagsmiðlum og bar Trump saman við forvera hans, hinn „syfjaða“ Joe Biden. Í færslu á Truth Social vísar Donald Trump Bandaríkjaforseti til „afar ögrandi ummæla“ Dmitrí Medvedev, fyrrverandi forseta og forsætisráðherra Rússlands og nú varaformann öryggisráðs Rússlands. Medvedev hefur gjarnan látið gamminn geisa síðustu daga og hótað stríði við Bandaríkin, sérstaklega eftir að Bandaríkjaforsetinn stytti frest Rússa til að semja um vopnahlé við Úkraínumenn úr fimmtíu dögum niður í tólf en annars þyrftu þeir að þola tolla. „Ég hef fyrirskipað að tveimur kjarnorkukafbátum verði komið fyrir á viðeigandi svæðum, bara ef þessar heimskulegu og æsandi yfirlýsingar eru meira en bara orð,“ skrifar Trump. Í fyrradag, miðvikudag, skrifaði Medvedev á X að „hver einasti úrslitakostur er hótun eða skref í átt að stríði. Ekki milli Rússlands og Úkraínu, heldur við sitt eigið land.“ Medvedev varaði Trump við að „fara ekki sömu leið og syfjaði Jói“ en það er uppnefni Trumps fyrir forvera sinn Joe Biden. Þá áréttaði hann einnig að Rússar væru ekki Ísraelar eða Íranar. Þetta virðist hafa farið illa í Bandaríkjaforseta sem hefur nú, sem fyrr segir, ræst út kjarnorkukafbáta. „Orð eru mjög mikilvæg og geta oft leitt til ófyrirséðra afleiðinga. Ég vona að þetta verði ekki eitt af þeim tilvikum,“ bætir Bandaríkjaforsetinn við. Donald Trump Kjarnorka Úkraína X (Twitter) Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Tengdar fréttir „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagðist í dag vonast eftir því að hægt væri að hefja friðarviðræður við Úkraínu. Hann gaf þó til kynna að vindurinn væri í seglum Rússa um þessar mundir og að hann væri alls ekki tilbúinn til að láta af umfangsmiklum kröfum Rússa. 1. ágúst 2025 14:27 Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist verulega vonsvikinn í garð Vladimírs Pútín, kollega síns í Rússlandi. Þeir hafi margsinnis talað saman og verið nærri því að koma á friði í Úkraínu en í hvert sinn hafi Pútín gert umfangsmiklar árásir á Úkraínu og gert út af við friðarviðleitnina. 28. júlí 2025 13:10 Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Í færslu á Truth Social vísar Donald Trump Bandaríkjaforseti til „afar ögrandi ummæla“ Dmitrí Medvedev, fyrrverandi forseta og forsætisráðherra Rússlands og nú varaformann öryggisráðs Rússlands. Medvedev hefur gjarnan látið gamminn geisa síðustu daga og hótað stríði við Bandaríkin, sérstaklega eftir að Bandaríkjaforsetinn stytti frest Rússa til að semja um vopnahlé við Úkraínumenn úr fimmtíu dögum niður í tólf en annars þyrftu þeir að þola tolla. „Ég hef fyrirskipað að tveimur kjarnorkukafbátum verði komið fyrir á viðeigandi svæðum, bara ef þessar heimskulegu og æsandi yfirlýsingar eru meira en bara orð,“ skrifar Trump. Í fyrradag, miðvikudag, skrifaði Medvedev á X að „hver einasti úrslitakostur er hótun eða skref í átt að stríði. Ekki milli Rússlands og Úkraínu, heldur við sitt eigið land.“ Medvedev varaði Trump við að „fara ekki sömu leið og syfjaði Jói“ en það er uppnefni Trumps fyrir forvera sinn Joe Biden. Þá áréttaði hann einnig að Rússar væru ekki Ísraelar eða Íranar. Þetta virðist hafa farið illa í Bandaríkjaforseta sem hefur nú, sem fyrr segir, ræst út kjarnorkukafbáta. „Orð eru mjög mikilvæg og geta oft leitt til ófyrirséðra afleiðinga. Ég vona að þetta verði ekki eitt af þeim tilvikum,“ bætir Bandaríkjaforsetinn við.
Donald Trump Kjarnorka Úkraína X (Twitter) Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Tengdar fréttir „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagðist í dag vonast eftir því að hægt væri að hefja friðarviðræður við Úkraínu. Hann gaf þó til kynna að vindurinn væri í seglum Rússa um þessar mundir og að hann væri alls ekki tilbúinn til að láta af umfangsmiklum kröfum Rússa. 1. ágúst 2025 14:27 Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist verulega vonsvikinn í garð Vladimírs Pútín, kollega síns í Rússlandi. Þeir hafi margsinnis talað saman og verið nærri því að koma á friði í Úkraínu en í hvert sinn hafi Pútín gert umfangsmiklar árásir á Úkraínu og gert út af við friðarviðleitnina. 28. júlí 2025 13:10 Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
„Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagðist í dag vonast eftir því að hægt væri að hefja friðarviðræður við Úkraínu. Hann gaf þó til kynna að vindurinn væri í seglum Rússa um þessar mundir og að hann væri alls ekki tilbúinn til að láta af umfangsmiklum kröfum Rússa. 1. ágúst 2025 14:27
Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist verulega vonsvikinn í garð Vladimírs Pútín, kollega síns í Rússlandi. Þeir hafi margsinnis talað saman og verið nærri því að koma á friði í Úkraínu en í hvert sinn hafi Pútín gert umfangsmiklar árásir á Úkraínu og gert út af við friðarviðleitnina. 28. júlí 2025 13:10
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent