„Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Samúel Karl Ólason skrifar 1. ágúst 2025 14:27 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Alexander Lúkasjaneka, forseti Belarús. AP/Gavriil Grigorov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagðist í dag vonast eftir því að hægt væri að hefja friðarviðræður við Úkraínu. Hann gaf þó til kynna að vindurinn væri í seglum Rússa um þessar mundir og að hann væri alls ekki tilbúinn til að láta af umfangsmiklum kröfum Rússa. Enn fremur sagði forsetinn að Rússar væru ekki að leggja undir sig land í Úkraínu, heldur væru þeir að endurheimta land sem þeir ættu fyrir. Þá sagði hann að enginn rússneskur hermaður hefði fallið af tilefnislausu. Sjá einnig: Pokrovsk riðar til falls Þetta er meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi Pútíns með Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús, í Rússlandi í dag. Þar talaði Pútín um ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, sem gaf Pútín nýverið tíu til tólf daga til að koma á friði, annars yrðu refsiaðgerðir gegn Rússlandi hertar. Trump sagðist einnig verulega vonsvikinn út í Pútin. Rússneski forsetinn sagði vonbrigði Trumps vera til komin vegna of mikilla væntinga. Raunsæi þyrfti að vera í fyrirrúmi. Pútín sagði að markmið Rússa hefðu ekki breyst. Markmið Rússa og kröfur þeirra í garð Úkraínumanna virðast lítið hafa breyst frá því innrás þeirra hófst í febrúar 2022. Úkraínumenn hafa ítrekað sagt þessar kröfur vera óásættanlegar þar sem þær geri ríkið berskjaldað gegn annarri innrás og að Úkraína verði í raun leppríki Rússlands. Um uppgjöf væri að ræða. Sjá einnig: Með sömu óásættanlegu kröfurnar Pútín sagði einnig að innrásina í Úkraínu þyrfti að ræða í samhengi fyrir öryggi allrar Evrópu. Í fyrri ummælum hefur Pútín látið sambærileg orð falla um kröfu sína um að ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr Atlantshafsbandalaginu. Fyrir innrásina í Úkraínu krafðist Pútín þess að Úkraínu yrði meinaður aðgangur að NATO og að bandalagið myndi flytja alla hermenn og búnað úr aðildarríkjum sem gengu til liðs við bandalagið eftir 1997. Þar á meðal eru Pólland og Eystrasaltsríkin, sem hafa varað við því að Rússar vilji auka umsvif sín á svæðinu og draga úr fullveldi þeirra. Pólland, Ungverjaland og Tékkland gengu til liðs við Atlantshafsbandalagið árið 1999. Árið 2004 gerðu Búlgaríu, Rúmenía og Slóvakía það einnig auk Eystrasaltsríkjanna Eistlands, Lettlands og Litháen. Í kjölfarið af því gengu Albanía, Króatía, Svartfjallaland og Norður Makedónía það einnig. Þessi ríki eru á gömlu yfirráðasvæði Sovétríkjanna. Sjá einnig: „Það eru ekki við sem höfum ógnað neinum“ Á einum tímapunkti sagði Lúkasjenka að Úkraínumenn ættu að hlaupa til Pútín og grátbiðja hann um friðarviðræður. Annars myndu Rússar „taka allt“ af þeim á einum eða tveimur mánuðum. Þá greip Pútín inn í og sagði: „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar.“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, lýsti því yfir í kjölfarið að ef Pútin hefði raunverulegan áhuga á friði ætti hann að hitta hann. Þeir ættu að ræða frið af alvöru í stað þess að reyna eingöngu að vinna inn tíma og forðast frekari refsiaðgerðir. Selenskí sagðist tilbúinn í leiðtogafund hvenær sem er. Hann hefði lagt það til áður og það hefðu Bandaríkjamenn gert einnig. Pútín sjálfur hefði þó ekki viljað hitta Selenskí. Rússland Vladimír Pútín Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Belarús Tengdar fréttir Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur hvatt bandamenn sína til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi. Hann telur að þvinga megi Rússa til að stöðva stríðsrekstur sinn í Úkraínu. 1. ágúst 2025 06:48 Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, skrifaði í dag undir lög sem snúa við mjög svo umdeildum lögum gegn sjálfstæði embætta sem rannsaka opinbera spillingu. Með því hafa stofnanirnar tvær, sem kallast NABU og SAPO, öðlast sjálfstæði frá framkvæmdavaldinu á nýjan leik en er það í kjölfar umfangsmikilla mótmæla í Úkraínu gegn fyrri lögunum og vegna mótmæla frá bakhjörlum Úkraínumanna í Evrópu. 31. júlí 2025 16:10 Létu sprengjum rigna á Kænugarð Að minnsta kosti sex létu lífið og fleiri en fimmtíu eru sárir eftir að Rússar gerður loftárásir á Kænugarð höfuðborg Úkraínu í nótt. 31. júlí 2025 07:16 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Enn fremur sagði forsetinn að Rússar væru ekki að leggja undir sig land í Úkraínu, heldur væru þeir að endurheimta land sem þeir ættu fyrir. Þá sagði hann að enginn rússneskur hermaður hefði fallið af tilefnislausu. Sjá einnig: Pokrovsk riðar til falls Þetta er meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi Pútíns með Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús, í Rússlandi í dag. Þar talaði Pútín um ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, sem gaf Pútín nýverið tíu til tólf daga til að koma á friði, annars yrðu refsiaðgerðir gegn Rússlandi hertar. Trump sagðist einnig verulega vonsvikinn út í Pútin. Rússneski forsetinn sagði vonbrigði Trumps vera til komin vegna of mikilla væntinga. Raunsæi þyrfti að vera í fyrirrúmi. Pútín sagði að markmið Rússa hefðu ekki breyst. Markmið Rússa og kröfur þeirra í garð Úkraínumanna virðast lítið hafa breyst frá því innrás þeirra hófst í febrúar 2022. Úkraínumenn hafa ítrekað sagt þessar kröfur vera óásættanlegar þar sem þær geri ríkið berskjaldað gegn annarri innrás og að Úkraína verði í raun leppríki Rússlands. Um uppgjöf væri að ræða. Sjá einnig: Með sömu óásættanlegu kröfurnar Pútín sagði einnig að innrásina í Úkraínu þyrfti að ræða í samhengi fyrir öryggi allrar Evrópu. Í fyrri ummælum hefur Pútín látið sambærileg orð falla um kröfu sína um að ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr Atlantshafsbandalaginu. Fyrir innrásina í Úkraínu krafðist Pútín þess að Úkraínu yrði meinaður aðgangur að NATO og að bandalagið myndi flytja alla hermenn og búnað úr aðildarríkjum sem gengu til liðs við bandalagið eftir 1997. Þar á meðal eru Pólland og Eystrasaltsríkin, sem hafa varað við því að Rússar vilji auka umsvif sín á svæðinu og draga úr fullveldi þeirra. Pólland, Ungverjaland og Tékkland gengu til liðs við Atlantshafsbandalagið árið 1999. Árið 2004 gerðu Búlgaríu, Rúmenía og Slóvakía það einnig auk Eystrasaltsríkjanna Eistlands, Lettlands og Litháen. Í kjölfarið af því gengu Albanía, Króatía, Svartfjallaland og Norður Makedónía það einnig. Þessi ríki eru á gömlu yfirráðasvæði Sovétríkjanna. Sjá einnig: „Það eru ekki við sem höfum ógnað neinum“ Á einum tímapunkti sagði Lúkasjenka að Úkraínumenn ættu að hlaupa til Pútín og grátbiðja hann um friðarviðræður. Annars myndu Rússar „taka allt“ af þeim á einum eða tveimur mánuðum. Þá greip Pútín inn í og sagði: „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar.“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, lýsti því yfir í kjölfarið að ef Pútin hefði raunverulegan áhuga á friði ætti hann að hitta hann. Þeir ættu að ræða frið af alvöru í stað þess að reyna eingöngu að vinna inn tíma og forðast frekari refsiaðgerðir. Selenskí sagðist tilbúinn í leiðtogafund hvenær sem er. Hann hefði lagt það til áður og það hefðu Bandaríkjamenn gert einnig. Pútín sjálfur hefði þó ekki viljað hitta Selenskí.
Rússland Vladimír Pútín Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Belarús Tengdar fréttir Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur hvatt bandamenn sína til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi. Hann telur að þvinga megi Rússa til að stöðva stríðsrekstur sinn í Úkraínu. 1. ágúst 2025 06:48 Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, skrifaði í dag undir lög sem snúa við mjög svo umdeildum lögum gegn sjálfstæði embætta sem rannsaka opinbera spillingu. Með því hafa stofnanirnar tvær, sem kallast NABU og SAPO, öðlast sjálfstæði frá framkvæmdavaldinu á nýjan leik en er það í kjölfar umfangsmikilla mótmæla í Úkraínu gegn fyrri lögunum og vegna mótmæla frá bakhjörlum Úkraínumanna í Evrópu. 31. júlí 2025 16:10 Létu sprengjum rigna á Kænugarð Að minnsta kosti sex létu lífið og fleiri en fimmtíu eru sárir eftir að Rússar gerður loftárásir á Kænugarð höfuðborg Úkraínu í nótt. 31. júlí 2025 07:16 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur hvatt bandamenn sína til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi. Hann telur að þvinga megi Rússa til að stöðva stríðsrekstur sinn í Úkraínu. 1. ágúst 2025 06:48
Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, skrifaði í dag undir lög sem snúa við mjög svo umdeildum lögum gegn sjálfstæði embætta sem rannsaka opinbera spillingu. Með því hafa stofnanirnar tvær, sem kallast NABU og SAPO, öðlast sjálfstæði frá framkvæmdavaldinu á nýjan leik en er það í kjölfar umfangsmikilla mótmæla í Úkraínu gegn fyrri lögunum og vegna mótmæla frá bakhjörlum Úkraínumanna í Evrópu. 31. júlí 2025 16:10
Létu sprengjum rigna á Kænugarð Að minnsta kosti sex létu lífið og fleiri en fimmtíu eru sárir eftir að Rússar gerður loftárásir á Kænugarð höfuðborg Úkraínu í nótt. 31. júlí 2025 07:16
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent