Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2025 13:10 Donald Trump í Skotlandi með Keir Starmer og eiginkonu hans Victoríu. AP/Jacquelyn Martin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist verulega vonsvikinn í garð Vladimírs Pútín, kollega síns í Rússlandi. Þeir hafi margsinnis talað saman og verið nærri því að koma á friði í Úkraínu en í hvert sinn hafi Pútín gert umfangsmiklar árásir á Úkraínu og gert út af við friðarviðleitnina. Þetta sagði Trump í Skotlandi, þar sem hann fundaði með Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands. „Við héldum nokkrum sinnum að við værum að ljúka þessu en þá byrjaði Pútín að skjóta eldflaugum inn í einhverja borg, eins og Kiyv, og drepur mikið af fólki á elliheimili eða einhvers staðar. Við erum með lík um alla götuna,“ sagði Trump. Trump sagði þetta ekki leiðina til að koma á friði og að hann væri mjög vonsvikinn í garð Pútíns. Fyrr í þessum mánuði hótaði Trump því að beita Rússland umfangsmiklum refsiaðgerðum ef ekki væri búið að semja um frið innan fimmtíu daga. Nú segist hann ætla að fækka þeim dögum og segist hann einnig vera nokkuð viss um hvert svar Pútíns muni vera. Sjá einnig: Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Forsetinn sagði ekki hve margir dagarnir yrðu. Hann var þó spurður út í það eftir fundinn með Starmer og þá sagði hann að Pútín myndi fá tíu til tólf daga. .@POTUS on Russia and Ukraine: "I'm disappointed in President Putin ... I'm going to reduce that 50 days that I gave him to a lesser number because I think I already know the answer what's going to happen." pic.twitter.com/ClEDJcfFRz— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) July 28, 2025 Frá því hann tók við embætti forseta hefur Trump ítrekað sagt að hertar aðgerðir gegn Rússum komi til greina án þess þó að beita Rússa frekari þrýstingi. Þess í stað hefur hann sagt að Bandaríkjamenn muni „ganga frá borðinu“ og mögulega hætta stuðningi við Úkraínumenn. Í maí lýsti Trump því yfir að Pútín væri að „leika sér að eldinum“ með ítrekuðum árásum Rússa á óbreytta borgara í Úkraínu. Þá sagði hann meðal annars að Pútín virtist „genginn af göflunum“. „Ég veit ekki hvern fjandinn kom fyrir hann,“ sagði Trump í maí. Þá hefur Trump sjálfur gefið til kynna að hann hafi staðið í vegi hertra refsiaðgerða gegn Rússlandi. en hann hefur sjálfur gefið til kynna að hann hafi staðið í vegi hertra refsiaðgerða. Á áðurnefndum blaðamannafundi eftir fundinn með Starmer sagði Trump að hann hefði alltaf átt gott samband við Pútín. Þess vegna hafi Trump talið að hann gæti samið við forsetann rússneska, þó hann hefði verið harður við Pútín. Nú væri hann ekki viss um að hann gæti samið við Pútín, þó það gæti enn gerst. Trump: "I've always gotten along with President Putin. I had a great relationship with him. And he went through the Russia Russia Russia hoax too. We used to talk about it." pic.twitter.com/TFhzzi3fAm— Aaron Rupar (@atrupar) July 28, 2025 Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Rússland Hernaður Tengdar fréttir Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Vólódímir Selenskí Úkraínuforseti segir samninganefndir Úkraínu og Rússlands hafa rætt möguleikann á að haldinn verði beinn fundur hans og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. 25. júlí 2025 08:42 Selenskí dregur í land Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti tilkynnti í dag að ríkisstjórn hans legði frumvarp fyrir þingið sem gerði embætti sem fást við spillingu í úkraínskum stjórnvöldum óháð framkvæmdarvaldinu á nýjan leik. Hann var sakaður um að grafa undan lýðræði í landinu eftir að frumvarp var keyrt í gegnum þingið á methraða sem kvað á um að setja spillingarrannsóknarembætti undir ríkissaksóknara, sem forseti skipar. 24. júlí 2025 13:34 Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sendinefnd Rússa er á leið til Istanbúl í Tyrklandi þar sem hún tekur þátt í nýrri umferð friðarviðræðna með fulltrúum Úkraínu. Væntingarnar eru litlar. 23. júlí 2025 13:58 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Þetta sagði Trump í Skotlandi, þar sem hann fundaði með Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands. „Við héldum nokkrum sinnum að við værum að ljúka þessu en þá byrjaði Pútín að skjóta eldflaugum inn í einhverja borg, eins og Kiyv, og drepur mikið af fólki á elliheimili eða einhvers staðar. Við erum með lík um alla götuna,“ sagði Trump. Trump sagði þetta ekki leiðina til að koma á friði og að hann væri mjög vonsvikinn í garð Pútíns. Fyrr í þessum mánuði hótaði Trump því að beita Rússland umfangsmiklum refsiaðgerðum ef ekki væri búið að semja um frið innan fimmtíu daga. Nú segist hann ætla að fækka þeim dögum og segist hann einnig vera nokkuð viss um hvert svar Pútíns muni vera. Sjá einnig: Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Forsetinn sagði ekki hve margir dagarnir yrðu. Hann var þó spurður út í það eftir fundinn með Starmer og þá sagði hann að Pútín myndi fá tíu til tólf daga. .@POTUS on Russia and Ukraine: "I'm disappointed in President Putin ... I'm going to reduce that 50 days that I gave him to a lesser number because I think I already know the answer what's going to happen." pic.twitter.com/ClEDJcfFRz— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) July 28, 2025 Frá því hann tók við embætti forseta hefur Trump ítrekað sagt að hertar aðgerðir gegn Rússum komi til greina án þess þó að beita Rússa frekari þrýstingi. Þess í stað hefur hann sagt að Bandaríkjamenn muni „ganga frá borðinu“ og mögulega hætta stuðningi við Úkraínumenn. Í maí lýsti Trump því yfir að Pútín væri að „leika sér að eldinum“ með ítrekuðum árásum Rússa á óbreytta borgara í Úkraínu. Þá sagði hann meðal annars að Pútín virtist „genginn af göflunum“. „Ég veit ekki hvern fjandinn kom fyrir hann,“ sagði Trump í maí. Þá hefur Trump sjálfur gefið til kynna að hann hafi staðið í vegi hertra refsiaðgerða gegn Rússlandi. en hann hefur sjálfur gefið til kynna að hann hafi staðið í vegi hertra refsiaðgerða. Á áðurnefndum blaðamannafundi eftir fundinn með Starmer sagði Trump að hann hefði alltaf átt gott samband við Pútín. Þess vegna hafi Trump talið að hann gæti samið við forsetann rússneska, þó hann hefði verið harður við Pútín. Nú væri hann ekki viss um að hann gæti samið við Pútín, þó það gæti enn gerst. Trump: "I've always gotten along with President Putin. I had a great relationship with him. And he went through the Russia Russia Russia hoax too. We used to talk about it." pic.twitter.com/TFhzzi3fAm— Aaron Rupar (@atrupar) July 28, 2025
Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Rússland Hernaður Tengdar fréttir Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Vólódímir Selenskí Úkraínuforseti segir samninganefndir Úkraínu og Rússlands hafa rætt möguleikann á að haldinn verði beinn fundur hans og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. 25. júlí 2025 08:42 Selenskí dregur í land Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti tilkynnti í dag að ríkisstjórn hans legði frumvarp fyrir þingið sem gerði embætti sem fást við spillingu í úkraínskum stjórnvöldum óháð framkvæmdarvaldinu á nýjan leik. Hann var sakaður um að grafa undan lýðræði í landinu eftir að frumvarp var keyrt í gegnum þingið á methraða sem kvað á um að setja spillingarrannsóknarembætti undir ríkissaksóknara, sem forseti skipar. 24. júlí 2025 13:34 Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sendinefnd Rússa er á leið til Istanbúl í Tyrklandi þar sem hún tekur þátt í nýrri umferð friðarviðræðna með fulltrúum Úkraínu. Væntingarnar eru litlar. 23. júlí 2025 13:58 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Vólódímir Selenskí Úkraínuforseti segir samninganefndir Úkraínu og Rússlands hafa rætt möguleikann á að haldinn verði beinn fundur hans og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. 25. júlí 2025 08:42
Selenskí dregur í land Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti tilkynnti í dag að ríkisstjórn hans legði frumvarp fyrir þingið sem gerði embætti sem fást við spillingu í úkraínskum stjórnvöldum óháð framkvæmdarvaldinu á nýjan leik. Hann var sakaður um að grafa undan lýðræði í landinu eftir að frumvarp var keyrt í gegnum þingið á methraða sem kvað á um að setja spillingarrannsóknarembætti undir ríkissaksóknara, sem forseti skipar. 24. júlí 2025 13:34
Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sendinefnd Rússa er á leið til Istanbúl í Tyrklandi þar sem hún tekur þátt í nýrri umferð friðarviðræðna með fulltrúum Úkraínu. Væntingarnar eru litlar. 23. júlí 2025 13:58