Rigning í dag og svo von á júníhreti Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júní 2025 07:34 Fyrstu gulu viðvaranirnar taka gildi klukkan 9 á mánudagsmorgun. Á vef Veðurstofunnar segir að viðvörunum geti fjölgað. Enn sem komið er eru þær aðeins gular. Veðurstofan Í dag færist regnsvæði yfir landið úr vestri og búast má við rigningu af og til í flestum landshlutum. Hvergi er þó búist við mikilli úrkomu. Vindur verður áfram fremur hægur og áttin vestlæg eða breytileg. Hiti verður á bilinu sex til 13 stig. Síðar í vikunni stefnir í júníhret og er búið að gefa út gular viðvaranir vegna þess. Á morgun, mánudag gengur í norðan stinningskalda. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að búast megi við rigningu eða slyddu með köflum á norðanverðu landinu og snjókoma á heiðum og til fjalla. Úrkoman verður mestmegnis á formi rigningar austanlands fram á kvöld, en síðan gæti hún orðið slyddukennd þar. Suðvestantil verður væntanlega engin úrkoma. Það kólnar í veðri og annað kvöld er hita spáð frá frostmarki í innsveitum fyrir norðan, upp í sjö stig við suðurströndina. Samkvæmt hugleiðingum hvessir svo enn frekar á þriðjudag og er þá útlit fyrir allhvassa eða hvassa norðanátt og jafnvel storm á stöku stað í vindstrengjum á suðurhelmingi landsins. Búast má við talsverðri rigningu á láglendi norðan- og austanlands og slyddu eða snjókomu til fjalla. Úrkomuminna sunnan heiða. Hiti 2 til 10 stig, kaldast í innsveitum norðanlands. Gular viðvaranir sem gæti fjölgað „Það stefnir semsagt í júníhret fyrripart næstu viku og í gær var byrjað að senda út viðvaranir vegna þess. Líklegt er að í dag muni fjölga viðvörunum og þeim verði svæðaskipt, en slíkt er gert þegar styttra er í atburðinn og spár verða vissari,“ segir að lokum í hugleiðingum veðurfræðings. Búið er að gefa út gula viðvörum vegna veðurs á morgun, þriðjudag og miðvikudag. Viðvörunin tekur fyrst gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra klukkan 9 í fyrramálið og svo um hádegi á Norðulandi eystra og seinnipart á Austurlandi. Á miðnætti, aðfaranótt 3. Júní, verður svo gul viðvörun á landinu öllu í heilan sólarhring. Búast má snjókomu og norðan hríð Vestur- og Norðurlandi og krapa og hálku víða á vegum og erfiðum akstursskilyrðum. Spáð er norðan hvassviðri eða storm, hvassast verður á vestanverðu landinu og sunnan undir Vatnajökli. Í veðurspá segir að huga þurfi að lausamunum og að aðstæður geti orðið varasaman fyrir ökutæki sem taki á sig mikinn vind. Einnig verður talsverð úrkoma norðaustan- og austantil, líklega snjókoma til fjalla sem valdið getur afmörkuðum samgöngutruflunum. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Gengur í norðan 10-15 m/s. Rigning eða slydda með köflum á norðanverðu landinu og snjókoma til fjalla. Rigning austanlands, en þurrt að kalla suðvestantil á landinu. Kólnandi veður, hiti síðdegis frá frostmarki í innsveitum fyrir norðan, upp í 8 stig við suðurströndina. Á þriðjudag: Norðan 13-23 m/s, hvassast í vindstrengjum á suðurhelmingi landsins. Talsverð rigning á láglendi norðan- og austanlands og slydda eða snjókoma til fjalla. Úrkomuminna sunnan heiða. Hiti 2 til 10 stig, kaldast í innsveitum norðanlands. Á miðvikudag: Norðan 8-15 m/s og rigning, en þurrt að kalla á sunnanverðu landinu. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag: Minnkandi norðanátt. Dálítil rigning eða slydda á Norður- og Austurlandi, en bjartviðri sunnan heiða. Hiti 2 til 12 stig, hlýjast sunnanlands. Á föstudag og laugardag: Norðlæg eða breytileg átt. Dálítil rigning norðantil, en skúrir á sunnanverðu landinu. Áfram kalt í veðri. Veður Færð á vegum Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Sjá meira
Á morgun, mánudag gengur í norðan stinningskalda. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að búast megi við rigningu eða slyddu með köflum á norðanverðu landinu og snjókoma á heiðum og til fjalla. Úrkoman verður mestmegnis á formi rigningar austanlands fram á kvöld, en síðan gæti hún orðið slyddukennd þar. Suðvestantil verður væntanlega engin úrkoma. Það kólnar í veðri og annað kvöld er hita spáð frá frostmarki í innsveitum fyrir norðan, upp í sjö stig við suðurströndina. Samkvæmt hugleiðingum hvessir svo enn frekar á þriðjudag og er þá útlit fyrir allhvassa eða hvassa norðanátt og jafnvel storm á stöku stað í vindstrengjum á suðurhelmingi landsins. Búast má við talsverðri rigningu á láglendi norðan- og austanlands og slyddu eða snjókomu til fjalla. Úrkomuminna sunnan heiða. Hiti 2 til 10 stig, kaldast í innsveitum norðanlands. Gular viðvaranir sem gæti fjölgað „Það stefnir semsagt í júníhret fyrripart næstu viku og í gær var byrjað að senda út viðvaranir vegna þess. Líklegt er að í dag muni fjölga viðvörunum og þeim verði svæðaskipt, en slíkt er gert þegar styttra er í atburðinn og spár verða vissari,“ segir að lokum í hugleiðingum veðurfræðings. Búið er að gefa út gula viðvörum vegna veðurs á morgun, þriðjudag og miðvikudag. Viðvörunin tekur fyrst gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra klukkan 9 í fyrramálið og svo um hádegi á Norðulandi eystra og seinnipart á Austurlandi. Á miðnætti, aðfaranótt 3. Júní, verður svo gul viðvörun á landinu öllu í heilan sólarhring. Búast má snjókomu og norðan hríð Vestur- og Norðurlandi og krapa og hálku víða á vegum og erfiðum akstursskilyrðum. Spáð er norðan hvassviðri eða storm, hvassast verður á vestanverðu landinu og sunnan undir Vatnajökli. Í veðurspá segir að huga þurfi að lausamunum og að aðstæður geti orðið varasaman fyrir ökutæki sem taki á sig mikinn vind. Einnig verður talsverð úrkoma norðaustan- og austantil, líklega snjókoma til fjalla sem valdið getur afmörkuðum samgöngutruflunum. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Gengur í norðan 10-15 m/s. Rigning eða slydda með köflum á norðanverðu landinu og snjókoma til fjalla. Rigning austanlands, en þurrt að kalla suðvestantil á landinu. Kólnandi veður, hiti síðdegis frá frostmarki í innsveitum fyrir norðan, upp í 8 stig við suðurströndina. Á þriðjudag: Norðan 13-23 m/s, hvassast í vindstrengjum á suðurhelmingi landsins. Talsverð rigning á láglendi norðan- og austanlands og slydda eða snjókoma til fjalla. Úrkomuminna sunnan heiða. Hiti 2 til 10 stig, kaldast í innsveitum norðanlands. Á miðvikudag: Norðan 8-15 m/s og rigning, en þurrt að kalla á sunnanverðu landinu. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag: Minnkandi norðanátt. Dálítil rigning eða slydda á Norður- og Austurlandi, en bjartviðri sunnan heiða. Hiti 2 til 12 stig, hlýjast sunnanlands. Á föstudag og laugardag: Norðlæg eða breytileg átt. Dálítil rigning norðantil, en skúrir á sunnanverðu landinu. Áfram kalt í veðri.
Veður Færð á vegum Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Sjá meira