Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Lovísa Arnardóttir skrifar 27. nóvember 2024 08:34 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að á Fjarðarheiði gæti fallið 40 millimetrar af snjó á laugardag. Bylgjan Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir yfirgnæfandi líkur á óveðri á Austurlandi og hríðarveðri á Norðurlandi og norðanverðum Vestfjörðum á kjördag. Hann segir líklegt að einhverjir vegir teppist á kjördag. Landskjörstjórn hefur fundað reglulega með Veðurstofunni í vikunni vegna veðursins en verði óveður hafa þau heimild til að fresta kosningu á ákveðnum stöðum í allt að viku. Einar fór yfir veðrið á kjördag í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Einar byrjaði á því að vara við flughálku í morgun á Suðurlandi og víða annars staðar. Það eigi að hlýna í dag svo það ætti að lagast en svo í kjölfarið eigi að frysta aftur. Það komi í nótt kalt loft frá Grænlandi og í fyrramálið verði því kalt og fram á föstudag. „En menn eru eðlilega að horfa á veðurspána fyrir kjördag og hún hefur verið pínulítið óljós fram undir þetta en er að skýrast,“ segir Einar. Tveir massar sem takast á um yfirrráð Hann segir að landið verði á milli tveggja loftmassa sem takist á um yfirráð. Það líti því út fyrir að stærstur hluti landsins verði í kalda loftinu í norðaustanátt og ekkert að veðrinu um suðvestan- og vestanvert landið. Þar verði norðaustanátt og úrkomulaust. „En það er verið að spá skörpum skilum á milli Íslands og Færeyja og þau munu samkvæmt spánum liggja utan í Austurlandi,“ segir Einar og það verði líklega talsvert mikil úrkoma þar og að hún falli öll sem snjór. „Það er verið að spá talsvert mikilli hríð á Austurlandi,“ segir hann og að það verði hríð á Norðurlandi og mögulega á norðanverðum Vestfjörðum. En ekki úrkoma eins og á Austurlandi. Einar segir að í gær hafi hann verið með 60 prósent líkur á að þessi spá muni standast, hann hafi ekki náð að reikna það í morgun en geri ráð fyrir að líkurnar séu meiri í dag á því að þessi spá rætist. Einar segir að sem dæmi sé gert ráð fyrir því að Fjarðarheiði falli 40 millimetrar af snjó á laugardag. Einar segir að það muni byrja að snjóa um nóttina og haldi áfram allan daginn. Það skáni undir blálokin en það sé mjög líklegt að einhverjir vegir teppist, eins og Fjarðarheiði og Möðrudalsöræfi og mögulega Fagridalur. Gæti náð að Hornafirði Hann segir það ekki alveg liggja fyrir hversu langt þetta veður teygir sig en það gæti náð allt að Hornafirði. Hann segir augljóst að þessu muni fylgja einhver vandræði við kosningu og það sé kjörstjórnar að taka á því. Vegagerðin verði væntanlega með meiri þjónustu en þegar það er orðið blindbylur þá sé erfitt að ryðja. Samgöngur gætu orðið erfiðar á fjallvegum en líka í byggð. Einar segir veðrið ganga niður aðfaranótt sunnudags og því, ef verður þörf á, væri hægt að bjóða upp á kosningu á sunnudag á þessum stöðum þar sem veðrið verður slæmt. Einar segir að þegar var kosið síðast til Alþingis á þessum tíma 1979 hafi strax verið ákveðið að hafa tvo kjördaga. Árið 2010 var kosið til stjórnlagaþings þann 27. nóvember en þá var kosning einn dag. Viðtalið við Einar er hægt að hlusta á hér að ofan. Veður Færð á vegum Alþingiskosningar 2024 Bítið Tengdar fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar segir mikilvægt að fólk vandi sig í kjörklefanum. Það eigi bara að setja X við sitt framboð og vilji það breyta eða strika út megi aðeins gera það við það framboð sem þau kjósa. Kristín segir landskjörstjórn í góðu sambandi við Veðurstofuna og ef veður verði svo slæmt á laugardag að ekki verði hægt að kjósa alls staðar sé heimild til að fresta kosningum í allt að viku. 26. nóvember 2024 08:56 Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Landskjörstjórn fundar nú síðdegis vegna slæmrar veðurspár á kjördag á Austurlandi og Norðvesturlandi. 26. nóvember 2024 14:14 Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag þegar spáð er leiðindaveðri um mest allt land sem gæti torveldað flutning atkvæða til talningastaða. Hátt í átján þúsund manns hafa nú þegar kosið utan kjörfundar. 25. nóvember 2024 11:52 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Slær áfram í storm á suðurströndinni Djúp lægð veldur stormi syðst á landinu Þurrt og bjart víða um landið Hvasst syðst á landinu Kólnandi veður og víða bjart Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Sjá meira
Landskjörstjórn hefur fundað reglulega með Veðurstofunni í vikunni vegna veðursins en verði óveður hafa þau heimild til að fresta kosningu á ákveðnum stöðum í allt að viku. Einar fór yfir veðrið á kjördag í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Einar byrjaði á því að vara við flughálku í morgun á Suðurlandi og víða annars staðar. Það eigi að hlýna í dag svo það ætti að lagast en svo í kjölfarið eigi að frysta aftur. Það komi í nótt kalt loft frá Grænlandi og í fyrramálið verði því kalt og fram á föstudag. „En menn eru eðlilega að horfa á veðurspána fyrir kjördag og hún hefur verið pínulítið óljós fram undir þetta en er að skýrast,“ segir Einar. Tveir massar sem takast á um yfirrráð Hann segir að landið verði á milli tveggja loftmassa sem takist á um yfirráð. Það líti því út fyrir að stærstur hluti landsins verði í kalda loftinu í norðaustanátt og ekkert að veðrinu um suðvestan- og vestanvert landið. Þar verði norðaustanátt og úrkomulaust. „En það er verið að spá skörpum skilum á milli Íslands og Færeyja og þau munu samkvæmt spánum liggja utan í Austurlandi,“ segir Einar og það verði líklega talsvert mikil úrkoma þar og að hún falli öll sem snjór. „Það er verið að spá talsvert mikilli hríð á Austurlandi,“ segir hann og að það verði hríð á Norðurlandi og mögulega á norðanverðum Vestfjörðum. En ekki úrkoma eins og á Austurlandi. Einar segir að í gær hafi hann verið með 60 prósent líkur á að þessi spá muni standast, hann hafi ekki náð að reikna það í morgun en geri ráð fyrir að líkurnar séu meiri í dag á því að þessi spá rætist. Einar segir að sem dæmi sé gert ráð fyrir því að Fjarðarheiði falli 40 millimetrar af snjó á laugardag. Einar segir að það muni byrja að snjóa um nóttina og haldi áfram allan daginn. Það skáni undir blálokin en það sé mjög líklegt að einhverjir vegir teppist, eins og Fjarðarheiði og Möðrudalsöræfi og mögulega Fagridalur. Gæti náð að Hornafirði Hann segir það ekki alveg liggja fyrir hversu langt þetta veður teygir sig en það gæti náð allt að Hornafirði. Hann segir augljóst að þessu muni fylgja einhver vandræði við kosningu og það sé kjörstjórnar að taka á því. Vegagerðin verði væntanlega með meiri þjónustu en þegar það er orðið blindbylur þá sé erfitt að ryðja. Samgöngur gætu orðið erfiðar á fjallvegum en líka í byggð. Einar segir veðrið ganga niður aðfaranótt sunnudags og því, ef verður þörf á, væri hægt að bjóða upp á kosningu á sunnudag á þessum stöðum þar sem veðrið verður slæmt. Einar segir að þegar var kosið síðast til Alþingis á þessum tíma 1979 hafi strax verið ákveðið að hafa tvo kjördaga. Árið 2010 var kosið til stjórnlagaþings þann 27. nóvember en þá var kosning einn dag. Viðtalið við Einar er hægt að hlusta á hér að ofan.
Veður Færð á vegum Alþingiskosningar 2024 Bítið Tengdar fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar segir mikilvægt að fólk vandi sig í kjörklefanum. Það eigi bara að setja X við sitt framboð og vilji það breyta eða strika út megi aðeins gera það við það framboð sem þau kjósa. Kristín segir landskjörstjórn í góðu sambandi við Veðurstofuna og ef veður verði svo slæmt á laugardag að ekki verði hægt að kjósa alls staðar sé heimild til að fresta kosningum í allt að viku. 26. nóvember 2024 08:56 Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Landskjörstjórn fundar nú síðdegis vegna slæmrar veðurspár á kjördag á Austurlandi og Norðvesturlandi. 26. nóvember 2024 14:14 Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag þegar spáð er leiðindaveðri um mest allt land sem gæti torveldað flutning atkvæða til talningastaða. Hátt í átján þúsund manns hafa nú þegar kosið utan kjörfundar. 25. nóvember 2024 11:52 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Slær áfram í storm á suðurströndinni Djúp lægð veldur stormi syðst á landinu Þurrt og bjart víða um landið Hvasst syðst á landinu Kólnandi veður og víða bjart Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Sjá meira
Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar segir mikilvægt að fólk vandi sig í kjörklefanum. Það eigi bara að setja X við sitt framboð og vilji það breyta eða strika út megi aðeins gera það við það framboð sem þau kjósa. Kristín segir landskjörstjórn í góðu sambandi við Veðurstofuna og ef veður verði svo slæmt á laugardag að ekki verði hægt að kjósa alls staðar sé heimild til að fresta kosningum í allt að viku. 26. nóvember 2024 08:56
Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Landskjörstjórn fundar nú síðdegis vegna slæmrar veðurspár á kjördag á Austurlandi og Norðvesturlandi. 26. nóvember 2024 14:14
Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag þegar spáð er leiðindaveðri um mest allt land sem gæti torveldað flutning atkvæða til talningastaða. Hátt í átján þúsund manns hafa nú þegar kosið utan kjörfundar. 25. nóvember 2024 11:52