Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. nóvember 2024 16:46 Ástríður Jóhannesdóttir er framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar. Vísir Skrifstofa Landskjörstjórnar fundaði nú síðdegis með formönnum yfirkjörstjórna landsbyggðarkjördæmanna þriggja, vegna aftakaveðurspár fyrir komandi kjördag. Framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar segir enn stefnt að því að kjörfundur fari fram alls staðar á laugardag, en hvorki fólk né atkvæði verði lögð í hættu. „Við áttum fund með formönnum yfirkjörstjórna landsbyggðarkjördæmanna og fórum yfir veðurspár og veðurhorfur. Það er enn dálítil óvissa um framhaldið,“ segir Ástríður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar. Veðurspáin er ekki góð á Austurlandi á laugardag og Norðvesturlandi. Spáð er 10 til 15 metrum á sekúndu á Norður- og Norðausturlandi, og allt að 20 metrum á sekúndu austar á landinu. Snjókumu er spáð á Austfjörðum, Austurlandi og Norðausturlandi, en éljum á Norðvesturlandi og Vestfjörðum. Því er uppi vafi um hversu greiðfært verður til að komast með atkvæði frá kjörstöðum og á talningarstaði. Ræða við Vegagerð, Veðurstofu og Landhelgisgæslu Ástríðuur segir að enn sé stefnt að því að kjörfundur verði um allt land á laugardag. Aðrar sviðsmyndir séu þó til skoðunar, ef veður leikur kjósendur og starfsólk kjörstjórna grátt. Hún segir ráðstafanir vegna mögulegs aftakaveðurs í sífelldri skoðun hjá Landskjörstjórn. „Það er í raun bara verið að ræða og undirbúa það ef eitthvað þarf að bregðast við. Það er ekki tímabært núna að taka ákvarðanir. Eins og hefur komið fram þá er búið að vera að skipuleggja flutning á atkvæðum og slíku á talningarstaði og við erum búin að eiga samtöl og fundi með Vegagerðinni, Veðurstofunni og Landhelgisgæslunni. Við erum búin að vera í samtali við viðbragðsaðila og undirbúa okkur fyrir þessar óvissuaðstæður sem við stöndum frammi fyrir.“ Hægt að telja í stökum sveitarfélögum Þrjár sviðsmyndir séu á borðinu sem stendur. „Sú fyrsta er að allt gangi eins og gert er ráð fyrir á kjördag, fólk komist að kjósa, og hægt verði að telja. Næsta sviðsmynd lýtur að því að talningu seinki, það verði tafir á flutningi atkvæða á talningarstað. Þá er hægt að fresta talningu eða hún gengur hægar fyrir sig. Jafnvel er hægt að skipa umdæmiskjörstjórnir sem gætu þá talið í ákveðnum bæjarfélögum,“ segir Ástríður. Vilja fyrst og fremst tryggja öryggi Þriðja sviðsmyndin felist í algjöru þrautaúrræði, sem væri að fresta kjörfundi á ákveðnum stað eða stöðum. Það hefði þær afleiðingar í för með sér að ekki væri hægt að hefja talningu atkvæða neins staðar á landinu, fyrr en frestuðum kjörfundi væri lokið. Heimild er í kosningalögum til að fresta kjörfundi og ákveða nýjan kjördag innan viku frá frestun. „Það væri þrautaúrræði, ef þess þyrfti. En það er allt í lagi að það komi fram að það er stefna Landskjörstjórnar að fólk og atkvæði verði ekki lögð í hættu. Þá eigum við bæði við öryggi kjósenda og starfsmanna við kosningar og talningu.“ Lítið annað sé að gera en að horfa reglulega til veðurs næstu daga. „Spár geta breyst og veður er ekkert alltaf í samræmi við spár, án þess að ég ætli að fara að tala illa um veðurfræðinga. Við verðum bara að bíða átekta og fylgjast vel með,“ segir Ástríður. Veður Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
„Við áttum fund með formönnum yfirkjörstjórna landsbyggðarkjördæmanna og fórum yfir veðurspár og veðurhorfur. Það er enn dálítil óvissa um framhaldið,“ segir Ástríður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar. Veðurspáin er ekki góð á Austurlandi á laugardag og Norðvesturlandi. Spáð er 10 til 15 metrum á sekúndu á Norður- og Norðausturlandi, og allt að 20 metrum á sekúndu austar á landinu. Snjókumu er spáð á Austfjörðum, Austurlandi og Norðausturlandi, en éljum á Norðvesturlandi og Vestfjörðum. Því er uppi vafi um hversu greiðfært verður til að komast með atkvæði frá kjörstöðum og á talningarstaði. Ræða við Vegagerð, Veðurstofu og Landhelgisgæslu Ástríðuur segir að enn sé stefnt að því að kjörfundur verði um allt land á laugardag. Aðrar sviðsmyndir séu þó til skoðunar, ef veður leikur kjósendur og starfsólk kjörstjórna grátt. Hún segir ráðstafanir vegna mögulegs aftakaveðurs í sífelldri skoðun hjá Landskjörstjórn. „Það er í raun bara verið að ræða og undirbúa það ef eitthvað þarf að bregðast við. Það er ekki tímabært núna að taka ákvarðanir. Eins og hefur komið fram þá er búið að vera að skipuleggja flutning á atkvæðum og slíku á talningarstaði og við erum búin að eiga samtöl og fundi með Vegagerðinni, Veðurstofunni og Landhelgisgæslunni. Við erum búin að vera í samtali við viðbragðsaðila og undirbúa okkur fyrir þessar óvissuaðstæður sem við stöndum frammi fyrir.“ Hægt að telja í stökum sveitarfélögum Þrjár sviðsmyndir séu á borðinu sem stendur. „Sú fyrsta er að allt gangi eins og gert er ráð fyrir á kjördag, fólk komist að kjósa, og hægt verði að telja. Næsta sviðsmynd lýtur að því að talningu seinki, það verði tafir á flutningi atkvæða á talningarstað. Þá er hægt að fresta talningu eða hún gengur hægar fyrir sig. Jafnvel er hægt að skipa umdæmiskjörstjórnir sem gætu þá talið í ákveðnum bæjarfélögum,“ segir Ástríður. Vilja fyrst og fremst tryggja öryggi Þriðja sviðsmyndin felist í algjöru þrautaúrræði, sem væri að fresta kjörfundi á ákveðnum stað eða stöðum. Það hefði þær afleiðingar í för með sér að ekki væri hægt að hefja talningu atkvæða neins staðar á landinu, fyrr en frestuðum kjörfundi væri lokið. Heimild er í kosningalögum til að fresta kjörfundi og ákveða nýjan kjördag innan viku frá frestun. „Það væri þrautaúrræði, ef þess þyrfti. En það er allt í lagi að það komi fram að það er stefna Landskjörstjórnar að fólk og atkvæði verði ekki lögð í hættu. Þá eigum við bæði við öryggi kjósenda og starfsmanna við kosningar og talningu.“ Lítið annað sé að gera en að horfa reglulega til veðurs næstu daga. „Spár geta breyst og veður er ekkert alltaf í samræmi við spár, án þess að ég ætli að fara að tala illa um veðurfræðinga. Við verðum bara að bíða átekta og fylgjast vel með,“ segir Ástríður.
Veður Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira