Bítið Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Hulda Þórisdóttir, prófessor í stjórnmálasálfræði við Háskóla Íslands, segir fólk yfirleitt missa getuna til að vera yfirvegað og eiga í samræðum þegar það er reitt. Hún segir áhyggjuefni að á samfélagsmiðlum séu færslur sem veki upp reiði líklegri til að koma upp í fréttaveituna. Hulda var til viðtals um reiði á samfélagsmiðlum í Bítinu á Bylgjunni í tilefni af því að orðið bræðibeita, á ensku ragebait, var valið orð ársins hjá Oxford-orðabókinni. Innlent 9.12.2025 09:59 Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Nýjasti gestur vefþáttanna Bítið í bílnum er ekki þekktur fyrir söng en kom hins vegar gríðarlega á óvart með sínum sönghæfileikum. Þessi nýju vefþættir snúast um það að þáttarstjórnendur Bítisins á Bylgjunni, þau Heimir, Lilja og Ómar, kíkja á rúntinn með leynigesti sem syngur karókílag að eigin vali. Lífið 9.12.2025 09:00 Lífið gjörbreytt Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi árið 1998 og fékk ágrædda handleggi árið 2021, segir árangurinn verulegan. Hann geti nú sjálfur keyrt bíl með höndunum, geti verið einn heima og fínhreyfingar séu í þróun. Hann segir læknana ekki endilega búist við því að hann myndi geta hreyft meira en olnbogann eftir aðgerðina. Innlent 8.12.2025 08:43 Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Ísleifur Þórhallsson hjá Senu segir gríðarlega dýrt að halda tónleika hér á landi sem útskýri miðverð að stórum hluta. Nokkur umræða hefur skapast um stórtónleika Bubba Morthens sem haldnir verða í Laugardalshöll í sumar og þykir sumum miðinn nokkuð dýr. Ódýrasti miðinn á tónleikana kostar 15 þúsund krónur en sá dýrasti 40 þúsund krónur. Neytendur 5.12.2025 15:22 Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna „Við fögnum þessari umræðu og okkur þykir mjög vænt um að fá að taka þátt í því að móta framtíðina,“ sagði Elías Þór Þorvarðarson, sölu- og markaðsstjóri Kjöríss, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Til umræðu voru umdeildar umbúðir jólaíss Kjöríss, sem voru teiknaðar með aðstoð gervigreindar. Innlent 5.12.2025 10:25 Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Íbúar í Laugardal í Reykjavík stefna á að setja upp umferðarljós við gatnamót Kirkjuteigs og Reykjavegar þar sem keyrt hefur verið á þrjú börn í haust. Fyrst eitt barn á hjóli í september og svo tvö börn, annað á hjóli, í október. Laugarnesskóli er rétt fyrir ofan gatnamótin og börnin labba þarna yfir götuna til að komast í til dæmis skólasund og tómstundir eða á leið sinni heim. Innlent 5.12.2025 08:43 Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera að hugleiða framboð í komandi borgarstjórnarkosningum. Hann er sem stendur með hugann við störf sín í landsmálapólitíkinni, meðal annars við samgönguáætlun sem kynnt var í gær. Hann segir áætlunina í raun vera „óskalista“ núverandi ríkistjórnar um hvað sú næsta eigi að gera í samgöngumálum. Innlent 4.12.2025 09:09 Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Vefþættirnir Bítið í Bílnum fóru í loftið í gær og slógu rækilega í gegn. Í þáttunum fara þáttarstjórnendur Bítisins, þau Heimir, Lilja og Ómar, á rúntinn með leynigesti sem syngur karókílag að eigin vali. Lífið 3.12.2025 09:47 Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Jónína Brynjólfsdóttir, formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar, forseti sveitarstjórnar Múlaþings og varaþingmaður Framsóknarflokksins, sakar Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra um kjördæmapot. Hún segir hann hafa fært Fljótagöng efst á framkvæmdalista samgönguáætlunar í stað Fjarðarheiðagangna. Hún segir engin rök fyrir slíkri breytingu á samgönguáætlun og kallar eftir svörum frá ráðherra. Ráðherra hefur áður sagt að hann sé ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar. Innlent 3.12.2025 08:54 Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Föðurbróðir 18 ára drengs sem fyrir fannst látinn tæpum sólarhring eftir að hann útskrifaði sig af fíknigeðdeild segir það skömm stjórnmálamanna og kerfisins alls að líf hans hafi endað með þessum hætti. Hann segir neyðarástand á Íslandi og kallar eftir raunverulegum viðbrögðum svo fleiri fari ekki sömu leið. Innlent 2.12.2025 09:08 Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Nýr vefsjónvarpsþáttur Bítisins á Bylgjunni, Bítið í bílnum, fer í loftið á Vísi og á Facebook-síðu Bylgjunnar í dag. Lífið 2.12.2025 09:00 Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Jón Marinó Birgisson og Herdís Rós Kjartansdóttir bókuðu golfferð hjá Eagle golfferðum sem ekki var farið í vegna falls Play. Þau segja fyrirtækið ítrekað hafa tilkynnt að það sé verið að vinna í málinu en þau hafa enn ekki fengið neitt endurgreitt. Alls ætluðu þau að fara tólf saman til að halda upp á afmæli eins fjölskyldumeðlims. Fyrirtækið segir fall Play hafa sett starfsemi í uppnám en ítrekar að endurgreiðsluréttur sé tryggður. Neytendur 1.12.2025 09:15 Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Edda Björk Þórðardóttir, sálfræðingur og dósent við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, mælir sterklega með því að klukkunni verði seinkað um klukkustund. Edda Björk segir marga þætti geta haft áhrif á líðan í skammdeginu og það skipti verulega miklu máli að halda rútínu. Sólarupprás í dag er um klukkan 10:31 og sólsetur um 15:57. Innlent 26.11.2025 09:02 Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Mæður drengja með hamlandi einhverfu hafa ráðist í átak til að vekja athygli á og berjast gegn löngum biðlistum eftir þjónustu fyrir fötluð og einhverf börn. Um fimm þúsund börn séu að bíða eftir þjónustu hjá talmeinafræðingi og útlit fyrir að mörg þeirra þurfi að bíða í mörg ár. Þar á meðal eru börn sem ekki geta tjáð sig. Þær segja að margir hafi hlustað en færri hafi gripið til aðgerða. Þær hafa átt samtal við heilbrigðisráðherra og fleiri stjórnmálamenn en eru enn að bíða eftir að fá áheyrn hjá Ingu Sæland, félagsmálaráðherra sem sjálf hefur lagt ríka áherslu á málefni fatlaðs fólks á sínum stjórnmálaferli. Innlent 25.11.2025 09:03 Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Stjórnarformaður mótorhjólasambandsins Sniglanna og framkvæmdastjóri mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambands segja niðurfellingu á undanþágu vörugjalda á innflutningi mótorhjóla geta haft verulega slæm áhrif á mótor- og snjókross á Íslandi. Minni endurnýjun verði í íþróttinni þegar erfiðara verður að endurnýja hjól. Þeir segja það sömuleiðis áhyggjuefni að mótorhjólaflotinn eldist á landinu. Innlent 24.11.2025 11:05 Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Sérfræðingur hjá Heimili og skóla varar foreldra við að deila myndum af börnunum sínum opinberlega á netinu þar sem aðilar noti þær í slæmum tilgangi, oft með aðstoð gervigreindar. Ákveðin vitundarvakning sé í gangi um notkun barna á samfélagsmiðlum. Innlent 18.11.2025 11:31 Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Fjölskyldufaðir segir það svíða að berjast í bökkum við að borga niður húsnæðislán á sama tíma og bankarnir græði á tá og fingri á vaxtakostnaði. Hann segist einskis óska nema fyrirsjáanleika, hann hafi tekið skynsamlegar ákvarðanir sem dugi samt ekki til. Neytendur 17.11.2025 11:02 ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, segir kostnað við íþróttir barna til skoðunar innan sambandsins. Litið verði til Noregs við þá skoðun en nýlega kom út skýrsla í Noregi um kostnað við íþróttir barna. Willum segir félagsgjöld og ferðakostnað stærsta útgjaldaliðinn. Ábyrgð sjálfboðaliða sé meiri en áður og meiri kröfur gerðar til fagmennsku þjálfara. Innlent 13.11.2025 09:18 Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Þrjár mæður sem eiga syni á meðferðarheimilinu Healing Wings í Suður-Afríku segja það hafa verið mikinn létti að koma sonum sínum í meðferðina. Þær eru allar sammála um að þetta hafi verið síðasta úrræði en eru sannfærðar um að þeir fái aðstoð þarna. Einn drengurinn, sonur Maríu Eiríksdóttur, er búinn að vera í þrjá mánuði og hefur beðið um að fá að vera í tólf. Synir Jóhönnu Eivinsdóttur og Ingibjargar Einarsdóttur eru búnir að vera í um mánuð og þær fá að tala við þá í fyrsta sinn síðar í dag. Innlent 11.11.2025 08:56 Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Tomasz Bereza er ósáttur við það að Sjúkratryggingar Íslands taki ekki þátt í að greiða aðgerð sem hann ætlar að fara í vegna rofs á hljóðhilmu og heilahimnubólgu fyrir um þremur árum. Háls-, nef- og eyrnalæknir á Íslandi er ekki sannfærður um að aðgerðin geri gagn og vill ekki framkvæma aðgerðina. Tomasz ætlar því til Póllands og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur. Innlent 10.11.2025 09:13 „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir verslunarmenn ekki finna fyrir miklum samdrætti. Það hafi orðið einhver breyting á neyslu en almennt sé verslun góð. Verslunarmenn séu spenntir fyrir afsláttardögunum fram undan og jólaverslun sem sé hafin. Neytendur 7.11.2025 08:55 Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segja mikilvægt að bregðast við erfiðri stöðu á húsnæðismarkaði. Sólveig Anna kallar eftir leigubremsu og Sigurður segir ríkisstjórnina verða að kynna sín úrræði fljótlega vegna dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu. Viðskipti innlent 6.11.2025 11:40 Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir Isavia einungis telja það hlutverk sitt að hámarka tekjur af samgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli. Því sé svo dýrt að leggja þar og ferðast til og frá flugvellinum með almenningssamgöngum. Innlent 5.11.2025 11:12 Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Það er brýnt að bæta verulega eftirlit í byggingariðnaði, ekki síst strax á hönnunarstigi, til að unnt sé að koma betur í veg fyrir óþarfa galla í nýbyggingum. Þetta segir sérfræðingur sem segir bæði kosti og galla við hugmyndir um að eftirlit í byggingariðnaði verði fært á hendur einkaaðila. Innlent 5.11.2025 10:01 Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Halla Gunnarsdóttir formaður VR og Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segja fullt tilefni til að hafa áhyggjur af stöðu efnahagsmála. Þau segja þörf á fleiri aðgerðum til að tryggja betra húsnæðisverð og að það þurfi að lækka vexti til að „hleypa að súrefni bæði til heimila og fyrirtækja“. Halla og Vilhjálmur voru til viðtals í Bítinu. Viðskipti innlent 5.11.2025 09:19 „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Kona með POTS segir lífsgæðin hennar hafa verið tekin af henni þegar Sjúkratryggingar Íslands hættu að niðurgreiða vökvagjöf sem meðferð við sjúkdómnum. Fjárhagur hennar leyfir ekki að greiða sjálf fyrir meðferðina. Innlent 4.11.2025 11:23 Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Tugir afreksíþróttamanna vinna sem sendlar hjá fyrirtækinu Maul og hlaupa með mat til um tvö þúsund manns daglega. Um 200 fyrirtæki eru í matarþjónustu hjá Maul á hverjum degi. Egill Pálsson, framkvæmdastjóri Mauls, stofnaði fyrirtækið með bróður sínum Hrafnkeli Pálssyni. Viðskipti innlent 4.11.2025 10:31 Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Árný Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, segir hóp foreldra langveikra barna alls konar og reynsla þeirra ólík en það sem þau eiga sameiginlegt er að þau standa öll „fjórðu vaktina“. Hún segir of algengt að foreldrar þessara barna lendi í örmögnun eða endi jafnvel sem öryrkjar þegar börnin eru orðin fullorðin. Innlent 3.11.2025 09:07 Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Formaður reiðhjólabænda segir ökumenn ekki þurfa að sýna hjólreiðafólki einhverja sérstaka varúð heldur einfaldlega fara að umferðarlögum. Hann spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi sem neyðast til að ganga á götunni. Atvik í Spönginni þar sem ökumaður bíls keyrir utan í hjólreiðamann sem bregst við með skemmdarverkum hefur vakið mikla athygli. Innlent 30.10.2025 11:31 „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Steinunn Gestsdóttir, prófessor í sálfræði, veiktist af Covid í upphafi faraldurs og hefur allt frá þeim tíma glímt við langvinnt Covid. Hún segir fyrstu þrjú árin hafa verið helvíti og telur fólk með slík veikindi þurfa betri stuðning. Friðbjörn Sigurðsson, blóð- og krabbameinslæknir, segir nauðsynlegt að rannsaka sjúkdóminn betur. Innlent 30.10.2025 09:29 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 32 ›
Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Hulda Þórisdóttir, prófessor í stjórnmálasálfræði við Háskóla Íslands, segir fólk yfirleitt missa getuna til að vera yfirvegað og eiga í samræðum þegar það er reitt. Hún segir áhyggjuefni að á samfélagsmiðlum séu færslur sem veki upp reiði líklegri til að koma upp í fréttaveituna. Hulda var til viðtals um reiði á samfélagsmiðlum í Bítinu á Bylgjunni í tilefni af því að orðið bræðibeita, á ensku ragebait, var valið orð ársins hjá Oxford-orðabókinni. Innlent 9.12.2025 09:59
Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Nýjasti gestur vefþáttanna Bítið í bílnum er ekki þekktur fyrir söng en kom hins vegar gríðarlega á óvart með sínum sönghæfileikum. Þessi nýju vefþættir snúast um það að þáttarstjórnendur Bítisins á Bylgjunni, þau Heimir, Lilja og Ómar, kíkja á rúntinn með leynigesti sem syngur karókílag að eigin vali. Lífið 9.12.2025 09:00
Lífið gjörbreytt Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi árið 1998 og fékk ágrædda handleggi árið 2021, segir árangurinn verulegan. Hann geti nú sjálfur keyrt bíl með höndunum, geti verið einn heima og fínhreyfingar séu í þróun. Hann segir læknana ekki endilega búist við því að hann myndi geta hreyft meira en olnbogann eftir aðgerðina. Innlent 8.12.2025 08:43
Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Ísleifur Þórhallsson hjá Senu segir gríðarlega dýrt að halda tónleika hér á landi sem útskýri miðverð að stórum hluta. Nokkur umræða hefur skapast um stórtónleika Bubba Morthens sem haldnir verða í Laugardalshöll í sumar og þykir sumum miðinn nokkuð dýr. Ódýrasti miðinn á tónleikana kostar 15 þúsund krónur en sá dýrasti 40 þúsund krónur. Neytendur 5.12.2025 15:22
Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna „Við fögnum þessari umræðu og okkur þykir mjög vænt um að fá að taka þátt í því að móta framtíðina,“ sagði Elías Þór Þorvarðarson, sölu- og markaðsstjóri Kjöríss, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Til umræðu voru umdeildar umbúðir jólaíss Kjöríss, sem voru teiknaðar með aðstoð gervigreindar. Innlent 5.12.2025 10:25
Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Íbúar í Laugardal í Reykjavík stefna á að setja upp umferðarljós við gatnamót Kirkjuteigs og Reykjavegar þar sem keyrt hefur verið á þrjú börn í haust. Fyrst eitt barn á hjóli í september og svo tvö börn, annað á hjóli, í október. Laugarnesskóli er rétt fyrir ofan gatnamótin og börnin labba þarna yfir götuna til að komast í til dæmis skólasund og tómstundir eða á leið sinni heim. Innlent 5.12.2025 08:43
Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera að hugleiða framboð í komandi borgarstjórnarkosningum. Hann er sem stendur með hugann við störf sín í landsmálapólitíkinni, meðal annars við samgönguáætlun sem kynnt var í gær. Hann segir áætlunina í raun vera „óskalista“ núverandi ríkistjórnar um hvað sú næsta eigi að gera í samgöngumálum. Innlent 4.12.2025 09:09
Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Vefþættirnir Bítið í Bílnum fóru í loftið í gær og slógu rækilega í gegn. Í þáttunum fara þáttarstjórnendur Bítisins, þau Heimir, Lilja og Ómar, á rúntinn með leynigesti sem syngur karókílag að eigin vali. Lífið 3.12.2025 09:47
Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Jónína Brynjólfsdóttir, formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar, forseti sveitarstjórnar Múlaþings og varaþingmaður Framsóknarflokksins, sakar Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra um kjördæmapot. Hún segir hann hafa fært Fljótagöng efst á framkvæmdalista samgönguáætlunar í stað Fjarðarheiðagangna. Hún segir engin rök fyrir slíkri breytingu á samgönguáætlun og kallar eftir svörum frá ráðherra. Ráðherra hefur áður sagt að hann sé ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar. Innlent 3.12.2025 08:54
Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Föðurbróðir 18 ára drengs sem fyrir fannst látinn tæpum sólarhring eftir að hann útskrifaði sig af fíknigeðdeild segir það skömm stjórnmálamanna og kerfisins alls að líf hans hafi endað með þessum hætti. Hann segir neyðarástand á Íslandi og kallar eftir raunverulegum viðbrögðum svo fleiri fari ekki sömu leið. Innlent 2.12.2025 09:08
Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Nýr vefsjónvarpsþáttur Bítisins á Bylgjunni, Bítið í bílnum, fer í loftið á Vísi og á Facebook-síðu Bylgjunnar í dag. Lífið 2.12.2025 09:00
Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Jón Marinó Birgisson og Herdís Rós Kjartansdóttir bókuðu golfferð hjá Eagle golfferðum sem ekki var farið í vegna falls Play. Þau segja fyrirtækið ítrekað hafa tilkynnt að það sé verið að vinna í málinu en þau hafa enn ekki fengið neitt endurgreitt. Alls ætluðu þau að fara tólf saman til að halda upp á afmæli eins fjölskyldumeðlims. Fyrirtækið segir fall Play hafa sett starfsemi í uppnám en ítrekar að endurgreiðsluréttur sé tryggður. Neytendur 1.12.2025 09:15
Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Edda Björk Þórðardóttir, sálfræðingur og dósent við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, mælir sterklega með því að klukkunni verði seinkað um klukkustund. Edda Björk segir marga þætti geta haft áhrif á líðan í skammdeginu og það skipti verulega miklu máli að halda rútínu. Sólarupprás í dag er um klukkan 10:31 og sólsetur um 15:57. Innlent 26.11.2025 09:02
Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Mæður drengja með hamlandi einhverfu hafa ráðist í átak til að vekja athygli á og berjast gegn löngum biðlistum eftir þjónustu fyrir fötluð og einhverf börn. Um fimm þúsund börn séu að bíða eftir þjónustu hjá talmeinafræðingi og útlit fyrir að mörg þeirra þurfi að bíða í mörg ár. Þar á meðal eru börn sem ekki geta tjáð sig. Þær segja að margir hafi hlustað en færri hafi gripið til aðgerða. Þær hafa átt samtal við heilbrigðisráðherra og fleiri stjórnmálamenn en eru enn að bíða eftir að fá áheyrn hjá Ingu Sæland, félagsmálaráðherra sem sjálf hefur lagt ríka áherslu á málefni fatlaðs fólks á sínum stjórnmálaferli. Innlent 25.11.2025 09:03
Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Stjórnarformaður mótorhjólasambandsins Sniglanna og framkvæmdastjóri mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambands segja niðurfellingu á undanþágu vörugjalda á innflutningi mótorhjóla geta haft verulega slæm áhrif á mótor- og snjókross á Íslandi. Minni endurnýjun verði í íþróttinni þegar erfiðara verður að endurnýja hjól. Þeir segja það sömuleiðis áhyggjuefni að mótorhjólaflotinn eldist á landinu. Innlent 24.11.2025 11:05
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Sérfræðingur hjá Heimili og skóla varar foreldra við að deila myndum af börnunum sínum opinberlega á netinu þar sem aðilar noti þær í slæmum tilgangi, oft með aðstoð gervigreindar. Ákveðin vitundarvakning sé í gangi um notkun barna á samfélagsmiðlum. Innlent 18.11.2025 11:31
Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Fjölskyldufaðir segir það svíða að berjast í bökkum við að borga niður húsnæðislán á sama tíma og bankarnir græði á tá og fingri á vaxtakostnaði. Hann segist einskis óska nema fyrirsjáanleika, hann hafi tekið skynsamlegar ákvarðanir sem dugi samt ekki til. Neytendur 17.11.2025 11:02
ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, segir kostnað við íþróttir barna til skoðunar innan sambandsins. Litið verði til Noregs við þá skoðun en nýlega kom út skýrsla í Noregi um kostnað við íþróttir barna. Willum segir félagsgjöld og ferðakostnað stærsta útgjaldaliðinn. Ábyrgð sjálfboðaliða sé meiri en áður og meiri kröfur gerðar til fagmennsku þjálfara. Innlent 13.11.2025 09:18
Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Þrjár mæður sem eiga syni á meðferðarheimilinu Healing Wings í Suður-Afríku segja það hafa verið mikinn létti að koma sonum sínum í meðferðina. Þær eru allar sammála um að þetta hafi verið síðasta úrræði en eru sannfærðar um að þeir fái aðstoð þarna. Einn drengurinn, sonur Maríu Eiríksdóttur, er búinn að vera í þrjá mánuði og hefur beðið um að fá að vera í tólf. Synir Jóhönnu Eivinsdóttur og Ingibjargar Einarsdóttur eru búnir að vera í um mánuð og þær fá að tala við þá í fyrsta sinn síðar í dag. Innlent 11.11.2025 08:56
Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Tomasz Bereza er ósáttur við það að Sjúkratryggingar Íslands taki ekki þátt í að greiða aðgerð sem hann ætlar að fara í vegna rofs á hljóðhilmu og heilahimnubólgu fyrir um þremur árum. Háls-, nef- og eyrnalæknir á Íslandi er ekki sannfærður um að aðgerðin geri gagn og vill ekki framkvæma aðgerðina. Tomasz ætlar því til Póllands og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur. Innlent 10.11.2025 09:13
„Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir verslunarmenn ekki finna fyrir miklum samdrætti. Það hafi orðið einhver breyting á neyslu en almennt sé verslun góð. Verslunarmenn séu spenntir fyrir afsláttardögunum fram undan og jólaverslun sem sé hafin. Neytendur 7.11.2025 08:55
Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segja mikilvægt að bregðast við erfiðri stöðu á húsnæðismarkaði. Sólveig Anna kallar eftir leigubremsu og Sigurður segir ríkisstjórnina verða að kynna sín úrræði fljótlega vegna dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu. Viðskipti innlent 6.11.2025 11:40
Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir Isavia einungis telja það hlutverk sitt að hámarka tekjur af samgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli. Því sé svo dýrt að leggja þar og ferðast til og frá flugvellinum með almenningssamgöngum. Innlent 5.11.2025 11:12
Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Það er brýnt að bæta verulega eftirlit í byggingariðnaði, ekki síst strax á hönnunarstigi, til að unnt sé að koma betur í veg fyrir óþarfa galla í nýbyggingum. Þetta segir sérfræðingur sem segir bæði kosti og galla við hugmyndir um að eftirlit í byggingariðnaði verði fært á hendur einkaaðila. Innlent 5.11.2025 10:01
Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Halla Gunnarsdóttir formaður VR og Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segja fullt tilefni til að hafa áhyggjur af stöðu efnahagsmála. Þau segja þörf á fleiri aðgerðum til að tryggja betra húsnæðisverð og að það þurfi að lækka vexti til að „hleypa að súrefni bæði til heimila og fyrirtækja“. Halla og Vilhjálmur voru til viðtals í Bítinu. Viðskipti innlent 5.11.2025 09:19
„Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Kona með POTS segir lífsgæðin hennar hafa verið tekin af henni þegar Sjúkratryggingar Íslands hættu að niðurgreiða vökvagjöf sem meðferð við sjúkdómnum. Fjárhagur hennar leyfir ekki að greiða sjálf fyrir meðferðina. Innlent 4.11.2025 11:23
Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Tugir afreksíþróttamanna vinna sem sendlar hjá fyrirtækinu Maul og hlaupa með mat til um tvö þúsund manns daglega. Um 200 fyrirtæki eru í matarþjónustu hjá Maul á hverjum degi. Egill Pálsson, framkvæmdastjóri Mauls, stofnaði fyrirtækið með bróður sínum Hrafnkeli Pálssyni. Viðskipti innlent 4.11.2025 10:31
Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Árný Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, segir hóp foreldra langveikra barna alls konar og reynsla þeirra ólík en það sem þau eiga sameiginlegt er að þau standa öll „fjórðu vaktina“. Hún segir of algengt að foreldrar þessara barna lendi í örmögnun eða endi jafnvel sem öryrkjar þegar börnin eru orðin fullorðin. Innlent 3.11.2025 09:07
Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Formaður reiðhjólabænda segir ökumenn ekki þurfa að sýna hjólreiðafólki einhverja sérstaka varúð heldur einfaldlega fara að umferðarlögum. Hann spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi sem neyðast til að ganga á götunni. Atvik í Spönginni þar sem ökumaður bíls keyrir utan í hjólreiðamann sem bregst við með skemmdarverkum hefur vakið mikla athygli. Innlent 30.10.2025 11:31
„Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Steinunn Gestsdóttir, prófessor í sálfræði, veiktist af Covid í upphafi faraldurs og hefur allt frá þeim tíma glímt við langvinnt Covid. Hún segir fyrstu þrjú árin hafa verið helvíti og telur fólk með slík veikindi þurfa betri stuðning. Friðbjörn Sigurðsson, blóð- og krabbameinslæknir, segir nauðsynlegt að rannsaka sjúkdóminn betur. Innlent 30.10.2025 09:29