Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2024 20:01 Ruud van Nistelrooy á hliðarlínunni. Martin Rickett/Getty Images Ruud van Nistelrooy stýrði Manchester United til 3-0 sigurs í því sem var hans síðasti leikur sem aðalþjálfari liðsins. Hann tapaði ekki neinum af fjórum leikjum sínum sem aðalþjálfari en Rúben Amorim mun taka við sem þjálfari liðsins í komandi landsleikjahléi. Óvíst er hvað framtíðin ber í skauti sér hjá Nistelrooy. „Ég get aðeins lýst augnablikinu, hvernig mér líður og hvernig það er að klára þessa fjögurra leikja hrinu. Fyrir mér er sú hrina búin en framtíðin óráðin. Þannig leið mér, þetta var fallegt augnablik og að geta deilt því með stuðningsfólkinu var sérstakt,“ sagði Ruud eftir 3-0 sigur Rauðu djöflanna á Leicester City. Með Nistelrooy sem aðalþjálfara vann Man United öruggan sigur á Leicester í deildarbikarnum sem og ensku úrvalsdeildinni. Þá gerði liðið 1-1 jafntefli við Chelsea og lagði PAOK 2-0 í Evrópudeildinni. „Það sem var mikilvægast fyrir mér þegar ég tók við var að ná smá stöðugleika og halda áfram að spila eins og leikmennirnir eru vanir. Má segja að við höfum spilað 85 prósent eins og þeir eru vanir en við breyttum litlum hlutum hér og þar ásamt því að hvíla leikmenn.“ „Það er þar sem þú byrjar að setja þín einkenni á liðið, til að byggja upp sjálfstraust. Þú sérð gæðin sem leikmennirnir búa yfir en við höfum ekki sýnt nægilegan stöðugleika og það er margt sem má bæta. En í síðustu fjórum leikjum höfum við byggt upp góðan grunn, sýnt góða samheldni og góðan anda. Leikmennirnir voru klárir og við náðum fjórum góðum úrslitum.“ You've done us proud, Ruud. pic.twitter.com/B29GnNMAsm— Manchester United (@ManUtd) November 10, 2024 „Nei, mér leið eins og við værum að loka þessum kafla og það var fallegt augnablik. Ég er þakklátur fyrir móttökurnar, þær voru ótrúlegar,“ sagði Hollendingurinn aðspurður hvort hann væri að kveðja. Ruud var jafnframt þakklátur að félagið hafi verið hreint og beint með hversu lengi hann yrði við stjórnvölin. „Fyrir mér er félagið mikilvægasti hlutinn. Ég er hér til að styðja það og reyna leggja mitt að mörkum. Eftir þessa fjóra leiki munum við ræða saman, ég býst við að heyra meira í dag eða á morgun,“ sagði Ruud að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Sjá meira
Hann tapaði ekki neinum af fjórum leikjum sínum sem aðalþjálfari en Rúben Amorim mun taka við sem þjálfari liðsins í komandi landsleikjahléi. Óvíst er hvað framtíðin ber í skauti sér hjá Nistelrooy. „Ég get aðeins lýst augnablikinu, hvernig mér líður og hvernig það er að klára þessa fjögurra leikja hrinu. Fyrir mér er sú hrina búin en framtíðin óráðin. Þannig leið mér, þetta var fallegt augnablik og að geta deilt því með stuðningsfólkinu var sérstakt,“ sagði Ruud eftir 3-0 sigur Rauðu djöflanna á Leicester City. Með Nistelrooy sem aðalþjálfara vann Man United öruggan sigur á Leicester í deildarbikarnum sem og ensku úrvalsdeildinni. Þá gerði liðið 1-1 jafntefli við Chelsea og lagði PAOK 2-0 í Evrópudeildinni. „Það sem var mikilvægast fyrir mér þegar ég tók við var að ná smá stöðugleika og halda áfram að spila eins og leikmennirnir eru vanir. Má segja að við höfum spilað 85 prósent eins og þeir eru vanir en við breyttum litlum hlutum hér og þar ásamt því að hvíla leikmenn.“ „Það er þar sem þú byrjar að setja þín einkenni á liðið, til að byggja upp sjálfstraust. Þú sérð gæðin sem leikmennirnir búa yfir en við höfum ekki sýnt nægilegan stöðugleika og það er margt sem má bæta. En í síðustu fjórum leikjum höfum við byggt upp góðan grunn, sýnt góða samheldni og góðan anda. Leikmennirnir voru klárir og við náðum fjórum góðum úrslitum.“ You've done us proud, Ruud. pic.twitter.com/B29GnNMAsm— Manchester United (@ManUtd) November 10, 2024 „Nei, mér leið eins og við værum að loka þessum kafla og það var fallegt augnablik. Ég er þakklátur fyrir móttökurnar, þær voru ótrúlegar,“ sagði Hollendingurinn aðspurður hvort hann væri að kveðja. Ruud var jafnframt þakklátur að félagið hafi verið hreint og beint með hversu lengi hann yrði við stjórnvölin. „Fyrir mér er félagið mikilvægasti hlutinn. Ég er hér til að styðja það og reyna leggja mitt að mörkum. Eftir þessa fjóra leiki munum við ræða saman, ég býst við að heyra meira í dag eða á morgun,“ sagði Ruud að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Sjá meira