Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2024 20:01 Ruud van Nistelrooy á hliðarlínunni. Martin Rickett/Getty Images Ruud van Nistelrooy stýrði Manchester United til 3-0 sigurs í því sem var hans síðasti leikur sem aðalþjálfari liðsins. Hann tapaði ekki neinum af fjórum leikjum sínum sem aðalþjálfari en Rúben Amorim mun taka við sem þjálfari liðsins í komandi landsleikjahléi. Óvíst er hvað framtíðin ber í skauti sér hjá Nistelrooy. „Ég get aðeins lýst augnablikinu, hvernig mér líður og hvernig það er að klára þessa fjögurra leikja hrinu. Fyrir mér er sú hrina búin en framtíðin óráðin. Þannig leið mér, þetta var fallegt augnablik og að geta deilt því með stuðningsfólkinu var sérstakt,“ sagði Ruud eftir 3-0 sigur Rauðu djöflanna á Leicester City. Með Nistelrooy sem aðalþjálfara vann Man United öruggan sigur á Leicester í deildarbikarnum sem og ensku úrvalsdeildinni. Þá gerði liðið 1-1 jafntefli við Chelsea og lagði PAOK 2-0 í Evrópudeildinni. „Það sem var mikilvægast fyrir mér þegar ég tók við var að ná smá stöðugleika og halda áfram að spila eins og leikmennirnir eru vanir. Má segja að við höfum spilað 85 prósent eins og þeir eru vanir en við breyttum litlum hlutum hér og þar ásamt því að hvíla leikmenn.“ „Það er þar sem þú byrjar að setja þín einkenni á liðið, til að byggja upp sjálfstraust. Þú sérð gæðin sem leikmennirnir búa yfir en við höfum ekki sýnt nægilegan stöðugleika og það er margt sem má bæta. En í síðustu fjórum leikjum höfum við byggt upp góðan grunn, sýnt góða samheldni og góðan anda. Leikmennirnir voru klárir og við náðum fjórum góðum úrslitum.“ You've done us proud, Ruud. pic.twitter.com/B29GnNMAsm— Manchester United (@ManUtd) November 10, 2024 „Nei, mér leið eins og við værum að loka þessum kafla og það var fallegt augnablik. Ég er þakklátur fyrir móttökurnar, þær voru ótrúlegar,“ sagði Hollendingurinn aðspurður hvort hann væri að kveðja. Ruud var jafnframt þakklátur að félagið hafi verið hreint og beint með hversu lengi hann yrði við stjórnvölin. „Fyrir mér er félagið mikilvægasti hlutinn. Ég er hér til að styðja það og reyna leggja mitt að mörkum. Eftir þessa fjóra leiki munum við ræða saman, ég býst við að heyra meira í dag eða á morgun,“ sagði Ruud að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Sjá meira
Hann tapaði ekki neinum af fjórum leikjum sínum sem aðalþjálfari en Rúben Amorim mun taka við sem þjálfari liðsins í komandi landsleikjahléi. Óvíst er hvað framtíðin ber í skauti sér hjá Nistelrooy. „Ég get aðeins lýst augnablikinu, hvernig mér líður og hvernig það er að klára þessa fjögurra leikja hrinu. Fyrir mér er sú hrina búin en framtíðin óráðin. Þannig leið mér, þetta var fallegt augnablik og að geta deilt því með stuðningsfólkinu var sérstakt,“ sagði Ruud eftir 3-0 sigur Rauðu djöflanna á Leicester City. Með Nistelrooy sem aðalþjálfara vann Man United öruggan sigur á Leicester í deildarbikarnum sem og ensku úrvalsdeildinni. Þá gerði liðið 1-1 jafntefli við Chelsea og lagði PAOK 2-0 í Evrópudeildinni. „Það sem var mikilvægast fyrir mér þegar ég tók við var að ná smá stöðugleika og halda áfram að spila eins og leikmennirnir eru vanir. Má segja að við höfum spilað 85 prósent eins og þeir eru vanir en við breyttum litlum hlutum hér og þar ásamt því að hvíla leikmenn.“ „Það er þar sem þú byrjar að setja þín einkenni á liðið, til að byggja upp sjálfstraust. Þú sérð gæðin sem leikmennirnir búa yfir en við höfum ekki sýnt nægilegan stöðugleika og það er margt sem má bæta. En í síðustu fjórum leikjum höfum við byggt upp góðan grunn, sýnt góða samheldni og góðan anda. Leikmennirnir voru klárir og við náðum fjórum góðum úrslitum.“ You've done us proud, Ruud. pic.twitter.com/B29GnNMAsm— Manchester United (@ManUtd) November 10, 2024 „Nei, mér leið eins og við værum að loka þessum kafla og það var fallegt augnablik. Ég er þakklátur fyrir móttökurnar, þær voru ótrúlegar,“ sagði Hollendingurinn aðspurður hvort hann væri að kveðja. Ruud var jafnframt þakklátur að félagið hafi verið hreint og beint með hversu lengi hann yrði við stjórnvölin. „Fyrir mér er félagið mikilvægasti hlutinn. Ég er hér til að styðja það og reyna leggja mitt að mörkum. Eftir þessa fjóra leiki munum við ræða saman, ég býst við að heyra meira í dag eða á morgun,“ sagði Ruud að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Sjá meira