Eftirsjá Gary Martin: „Mín skoðun, fólk mun ekki vera sammála henni“ Aron Guðmundsson skrifar 19. september 2024 11:01 Gary Martin í leik með KR Vísir/Daníel Gary Martin segist viss um að markametið í efstu deild hér á landi væri í hans eign hefði hann spilað með KR öll fjórtán ár sín hér á landi. Hann hefur sínar skoðanir á þessu og segir að fólk muni ekki vera sammála sér. Það sé þó allt í lagi. Gary skoraði 57 mörk í 108 leikjum í efstu deild en alls á hann að baki 348 skráða meistaraflokksleiki hér á landi og 189 mörk. Hann vakti mikla athygli innan sem utan vallar og ferillinn einkennist ekki bara af góðum tímum heldur einnig eftirsjá. „Ég sé eftir ýmsu,“ segir Gary í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Þegar að ég horfi til baka þá er það einna helst að ef ég hefði bara haldið áfram að spila fyrir KR. Spilað þar út ferilinn. Þá væri ég besti framherjinn sem hefur spilað hér á landi. Ég get ekki haldið því fram núna. Fyrir mitt leiti er það nafnbót sem Steven Lennon og Patrick Pedersen gera tilkall í. Það er að segja á eftir Tryggva Guðmundssyni. Ég er hins vegar fullviss að ég væri þá með markametið skráð á mig.“ Patrick Pedersen, Steven Lennon og Tryggvi Guðmundsson eru allir í hundrað marka klúbbi efstu deildarVísir/Samsett mynd Gary varð Íslandsmeistari með KR 2013 og bikarmeistari 2012 og 2014. Hann gekk til liðs við Víking Reykjavík árið 2016 áður en að leið hans lá út þar sem að hann spilaði meðal annars með norska liðinu Lilleström og belgíska liðinu Lokeren undir stjórn Rúnars Kristinssonar. Árið 2019 bauðst Gary að snúa aftur hingað til lands og gekk hann þá til liðs við Val. Gary hefur sterkt til þess hvað hefði gerst ef hann hefði ekki farið frá KR á sínum tíma. „Ef ég hefði ekki haldið út til Belgíu og Noregs. Spilað öll tímabil með KR. Þá væri ég kominn fram úr Tryggva í markafjölda. Það er mín skoðun,“ segir Gary og á þar við markamet Eyjamannsins Tryggva Guðmundssonar í efstu deild sem telur 131 mark. „Svo líka bara þegar að ég kem aftur hingað til lands eftir að hafa verið úti í Noregi og Belgíu. Ef ég hefði bara haldið mér í efstu deild eftir að hafa fallið með ÍBV tímabilið 2019. Fundið mér annað lið í efstu deild á þeim tímapunkti í stað þess að taka slaginn í næstefstu deild. Þá hefði ég auðveldlega komist yfir hundrað marka múrinn. Það hefði ekki skipt máli fyrir hvaða lið ég hefði spilað.“ Óhætt er að þetta trufli Gary smávegis. „Ef ég hefði ekki farið þá væri ég líklegast talinn besti framherjinn sem hefur spilað hér. Það er mín skoðun. Fólk mun ekki vera sammála henni. Þá væri ég líka auðveldlega kominn yfir hundrað marka múrinn eins og Steven Lennon og Patrick Pedersen. Mér finnst pirrandi að vera ekki í þessum hundrað marka klúbbi. Ég verð aldrei í því samtali. En þó er sumt sem ég gerði sem þeir hafa ekki gert. Ég fékk gullskóinn í liði sem var versta lið efstu deildar það tímabilið. Þeir hefðu aldrei tekið það skref.“ Brot úr viðtalinu við Gary Martin má sjá hér fyrir neðan: Íslenski boltinn Besta deild karla KR FH Valur Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Gary skoraði 57 mörk í 108 leikjum í efstu deild en alls á hann að baki 348 skráða meistaraflokksleiki hér á landi og 189 mörk. Hann vakti mikla athygli innan sem utan vallar og ferillinn einkennist ekki bara af góðum tímum heldur einnig eftirsjá. „Ég sé eftir ýmsu,“ segir Gary í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Þegar að ég horfi til baka þá er það einna helst að ef ég hefði bara haldið áfram að spila fyrir KR. Spilað þar út ferilinn. Þá væri ég besti framherjinn sem hefur spilað hér á landi. Ég get ekki haldið því fram núna. Fyrir mitt leiti er það nafnbót sem Steven Lennon og Patrick Pedersen gera tilkall í. Það er að segja á eftir Tryggva Guðmundssyni. Ég er hins vegar fullviss að ég væri þá með markametið skráð á mig.“ Patrick Pedersen, Steven Lennon og Tryggvi Guðmundsson eru allir í hundrað marka klúbbi efstu deildarVísir/Samsett mynd Gary varð Íslandsmeistari með KR 2013 og bikarmeistari 2012 og 2014. Hann gekk til liðs við Víking Reykjavík árið 2016 áður en að leið hans lá út þar sem að hann spilaði meðal annars með norska liðinu Lilleström og belgíska liðinu Lokeren undir stjórn Rúnars Kristinssonar. Árið 2019 bauðst Gary að snúa aftur hingað til lands og gekk hann þá til liðs við Val. Gary hefur sterkt til þess hvað hefði gerst ef hann hefði ekki farið frá KR á sínum tíma. „Ef ég hefði ekki haldið út til Belgíu og Noregs. Spilað öll tímabil með KR. Þá væri ég kominn fram úr Tryggva í markafjölda. Það er mín skoðun,“ segir Gary og á þar við markamet Eyjamannsins Tryggva Guðmundssonar í efstu deild sem telur 131 mark. „Svo líka bara þegar að ég kem aftur hingað til lands eftir að hafa verið úti í Noregi og Belgíu. Ef ég hefði bara haldið mér í efstu deild eftir að hafa fallið með ÍBV tímabilið 2019. Fundið mér annað lið í efstu deild á þeim tímapunkti í stað þess að taka slaginn í næstefstu deild. Þá hefði ég auðveldlega komist yfir hundrað marka múrinn. Það hefði ekki skipt máli fyrir hvaða lið ég hefði spilað.“ Óhætt er að þetta trufli Gary smávegis. „Ef ég hefði ekki farið þá væri ég líklegast talinn besti framherjinn sem hefur spilað hér. Það er mín skoðun. Fólk mun ekki vera sammála henni. Þá væri ég líka auðveldlega kominn yfir hundrað marka múrinn eins og Steven Lennon og Patrick Pedersen. Mér finnst pirrandi að vera ekki í þessum hundrað marka klúbbi. Ég verð aldrei í því samtali. En þó er sumt sem ég gerði sem þeir hafa ekki gert. Ég fékk gullskóinn í liði sem var versta lið efstu deildar það tímabilið. Þeir hefðu aldrei tekið það skref.“ Brot úr viðtalinu við Gary Martin má sjá hér fyrir neðan:
Íslenski boltinn Besta deild karla KR FH Valur Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti