Eftirsjá Gary Martin: „Mín skoðun, fólk mun ekki vera sammála henni“ Aron Guðmundsson skrifar 19. september 2024 11:01 Gary Martin í leik með KR Vísir/Daníel Gary Martin segist viss um að markametið í efstu deild hér á landi væri í hans eign hefði hann spilað með KR öll fjórtán ár sín hér á landi. Hann hefur sínar skoðanir á þessu og segir að fólk muni ekki vera sammála sér. Það sé þó allt í lagi. Gary skoraði 57 mörk í 108 leikjum í efstu deild en alls á hann að baki 348 skráða meistaraflokksleiki hér á landi og 189 mörk. Hann vakti mikla athygli innan sem utan vallar og ferillinn einkennist ekki bara af góðum tímum heldur einnig eftirsjá. „Ég sé eftir ýmsu,“ segir Gary í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Þegar að ég horfi til baka þá er það einna helst að ef ég hefði bara haldið áfram að spila fyrir KR. Spilað þar út ferilinn. Þá væri ég besti framherjinn sem hefur spilað hér á landi. Ég get ekki haldið því fram núna. Fyrir mitt leiti er það nafnbót sem Steven Lennon og Patrick Pedersen gera tilkall í. Það er að segja á eftir Tryggva Guðmundssyni. Ég er hins vegar fullviss að ég væri þá með markametið skráð á mig.“ Patrick Pedersen, Steven Lennon og Tryggvi Guðmundsson eru allir í hundrað marka klúbbi efstu deildarVísir/Samsett mynd Gary varð Íslandsmeistari með KR 2013 og bikarmeistari 2012 og 2014. Hann gekk til liðs við Víking Reykjavík árið 2016 áður en að leið hans lá út þar sem að hann spilaði meðal annars með norska liðinu Lilleström og belgíska liðinu Lokeren undir stjórn Rúnars Kristinssonar. Árið 2019 bauðst Gary að snúa aftur hingað til lands og gekk hann þá til liðs við Val. Gary hefur sterkt til þess hvað hefði gerst ef hann hefði ekki farið frá KR á sínum tíma. „Ef ég hefði ekki haldið út til Belgíu og Noregs. Spilað öll tímabil með KR. Þá væri ég kominn fram úr Tryggva í markafjölda. Það er mín skoðun,“ segir Gary og á þar við markamet Eyjamannsins Tryggva Guðmundssonar í efstu deild sem telur 131 mark. „Svo líka bara þegar að ég kem aftur hingað til lands eftir að hafa verið úti í Noregi og Belgíu. Ef ég hefði bara haldið mér í efstu deild eftir að hafa fallið með ÍBV tímabilið 2019. Fundið mér annað lið í efstu deild á þeim tímapunkti í stað þess að taka slaginn í næstefstu deild. Þá hefði ég auðveldlega komist yfir hundrað marka múrinn. Það hefði ekki skipt máli fyrir hvaða lið ég hefði spilað.“ Óhætt er að þetta trufli Gary smávegis. „Ef ég hefði ekki farið þá væri ég líklegast talinn besti framherjinn sem hefur spilað hér. Það er mín skoðun. Fólk mun ekki vera sammála henni. Þá væri ég líka auðveldlega kominn yfir hundrað marka múrinn eins og Steven Lennon og Patrick Pedersen. Mér finnst pirrandi að vera ekki í þessum hundrað marka klúbbi. Ég verð aldrei í því samtali. En þó er sumt sem ég gerði sem þeir hafa ekki gert. Ég fékk gullskóinn í liði sem var versta lið efstu deildar það tímabilið. Þeir hefðu aldrei tekið það skref.“ Brot úr viðtalinu við Gary Martin má sjá hér fyrir neðan: Íslenski boltinn Besta deild karla KR FH Valur Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Gary skoraði 57 mörk í 108 leikjum í efstu deild en alls á hann að baki 348 skráða meistaraflokksleiki hér á landi og 189 mörk. Hann vakti mikla athygli innan sem utan vallar og ferillinn einkennist ekki bara af góðum tímum heldur einnig eftirsjá. „Ég sé eftir ýmsu,“ segir Gary í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Þegar að ég horfi til baka þá er það einna helst að ef ég hefði bara haldið áfram að spila fyrir KR. Spilað þar út ferilinn. Þá væri ég besti framherjinn sem hefur spilað hér á landi. Ég get ekki haldið því fram núna. Fyrir mitt leiti er það nafnbót sem Steven Lennon og Patrick Pedersen gera tilkall í. Það er að segja á eftir Tryggva Guðmundssyni. Ég er hins vegar fullviss að ég væri þá með markametið skráð á mig.“ Patrick Pedersen, Steven Lennon og Tryggvi Guðmundsson eru allir í hundrað marka klúbbi efstu deildarVísir/Samsett mynd Gary varð Íslandsmeistari með KR 2013 og bikarmeistari 2012 og 2014. Hann gekk til liðs við Víking Reykjavík árið 2016 áður en að leið hans lá út þar sem að hann spilaði meðal annars með norska liðinu Lilleström og belgíska liðinu Lokeren undir stjórn Rúnars Kristinssonar. Árið 2019 bauðst Gary að snúa aftur hingað til lands og gekk hann þá til liðs við Val. Gary hefur sterkt til þess hvað hefði gerst ef hann hefði ekki farið frá KR á sínum tíma. „Ef ég hefði ekki haldið út til Belgíu og Noregs. Spilað öll tímabil með KR. Þá væri ég kominn fram úr Tryggva í markafjölda. Það er mín skoðun,“ segir Gary og á þar við markamet Eyjamannsins Tryggva Guðmundssonar í efstu deild sem telur 131 mark. „Svo líka bara þegar að ég kem aftur hingað til lands eftir að hafa verið úti í Noregi og Belgíu. Ef ég hefði bara haldið mér í efstu deild eftir að hafa fallið með ÍBV tímabilið 2019. Fundið mér annað lið í efstu deild á þeim tímapunkti í stað þess að taka slaginn í næstefstu deild. Þá hefði ég auðveldlega komist yfir hundrað marka múrinn. Það hefði ekki skipt máli fyrir hvaða lið ég hefði spilað.“ Óhætt er að þetta trufli Gary smávegis. „Ef ég hefði ekki farið þá væri ég líklegast talinn besti framherjinn sem hefur spilað hér. Það er mín skoðun. Fólk mun ekki vera sammála henni. Þá væri ég líka auðveldlega kominn yfir hundrað marka múrinn eins og Steven Lennon og Patrick Pedersen. Mér finnst pirrandi að vera ekki í þessum hundrað marka klúbbi. Ég verð aldrei í því samtali. En þó er sumt sem ég gerði sem þeir hafa ekki gert. Ég fékk gullskóinn í liði sem var versta lið efstu deildar það tímabilið. Þeir hefðu aldrei tekið það skref.“ Brot úr viðtalinu við Gary Martin má sjá hér fyrir neðan:
Íslenski boltinn Besta deild karla KR FH Valur Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira