FH

Fréttamynd

„Margt dýr­mætt á þessum ferli“

Eftir langan og farsælan feril eru handboltaskór Ásbjörns Friðrikssonar komnir upp í hillu. Hann ætlar að kúpla sig alfarið út til að byrja með fjölskyldunnar vegna og skilur sáttur við.

Handbolti
Fréttamynd

Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“

Heimir Guðjónsson þjálfari FH í Bestu deild karla gat leyft sér að vera ánægður með margt í leik hans manna í dag þegar þeir rúlluðu upp KA 5-0. Hann gat líka leyft sér að brýna það að ekkert er í hendi þó að liðið hafi slitið sig örlítið frá botnpakkanum í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla

Fyrirliði FH, Björn Daníel Sverrisson, leiddi lið sitt til stórsigurs gegn KA í 15. umferð Bestu deildar karla í Kaplakrika í dag. Hann skoraði fyrstu tvö mörkin, vonaði að móðir hans lumaði á tveimur Laufeyjar Múmínbollum og lagði línuna fyrir heimsókn FH til Vals eftir tvær vikur.

Fótbolti
Fréttamynd

Upp­gjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman

FH valtaði yfir KA er liðin mættust í fallbaráttuslag í fimmtándu umferð Bestu deildar karla. KA sá aldrei til sólar í leiknum og ekki hjálpaði klaufaskapur markvarðar liðsins í fyrstu mörkum heimamanna. Leikurinn endaði 5-0 fyrir heimamenn úr Hafnarfirði sem slíta sig örlítið frá fallsvæðinu með sigrinum. Komnir með 18 stig og þremur stigum frá KA og ÍA sem sitja á botninum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Óli Jóh skelli­hló að við­tali Heimis

Fyrrum þjálfarinn Ólafur Jóhannesson var sérfræðingur Sýnar Sport í kringum leik FH og Stjörnunnar í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Hann réði sér vart fyrir kæti yfir viðtali fyrrum samstarfsfélaga hans, Heimis Guðjónssonar, þjálfara FH, eftir leik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Aron ráðinn til FH

Aron Pálmarsson hefur verið ráðinn til starfa hjá handknattleiksdeild uppeldisfélags hans, FH. Aron verður sérlegur faglegur ráðgjafi við deildina.

Handbolti
Fréttamynd

FH-ingar flytja Kapla­krika í Laugar­dalinn

FH-ingar hafa ekki riðið feitum hesti frá útleikjum sínum þetta tímabilið í Bestu deild karla en ef frá er talinn útisigur á botnliði ÍA þá hafa öll stig liðsins í sumar komið í hús í Kaplakrika.

Fótbolti