KR

Fréttamynd

„Ég fékk að gera ó­tal mis­tök og læra af þeim“

Daníel Andri Halldórs­son er nýr þjálfari kvenna­liðs KR í körfu­bolta og fær það verk­efni að festa liðið í sessi í efstu deild. Hann tekur næsta skref á sínum ferli með miklu sjálfsöryggi eftir að hafa lært mikið á stuttum ferli til þessa. 

Körfubolti
Fréttamynd

Daníel tekur við KR

Daníel Andri Halldórsson, fyrrverandi þjálfari Þórs á Akureyri, var í dag kynntur sem nýr þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta. Hann mun því stýra liðinu í efstu deild á næstu leiktíð.

Körfubolti
Fréttamynd

Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga

Sumarið fyrir 31 ári var sumarið sem hinn fimmtán ára Eiður Smári Guðjohnsen skrifaði nýjan kafla í sögu íslenska fótboltans. Eiður Smári mætti nánast fullskapaður leikmaður inn í byrjunarlið Valsmanna frá fyrsta leik í Trópídeildinni 1994. Nú þremur áratugum síðar er þetta sumar næstum því horfið úr metabókunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Yngsti marka­skorari efstu deildar: „Langaði í annað“

Alexander Rafn Pálmason var í skýjunum og brosti út að eyrum eftir sigurleik sinna manna í KR á ÍBV, lokatölur 4-1. Skiljanlega, þar sem Alexander Rafn var að byrja sinn fyrsta leik í Bestu deildinni og ekki nóg með það þá varð hann yngsti markaskorari í sögu efstu deildar á Íslandi eftir að hann skoraði fyrsta mark leiksins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Mikil­vægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með fé­laginu“

KR-ingar eru að undirbúa sig fyrir næsta tímabil í körfuboltanum og hafa nú gengið frá samningum við tólf íslenska leikmenn til að spila með báðum meistaraflokkum félagsins á komandi tímabili. Bæði liðin spila í Bónus deildinni á komandi tímabili eftir að konurnar unnu sér aftur sæti í deild þeirra bestu.

Körfubolti
Fréttamynd

Hin þaul­reynda Anna Björk heim í KR

Miðvörðurinn Anna Björk Kristjánsdóttir tekur slaginn með uppeldisfélagi sínu KR í Lengjudeild kvenna í fótbolta í sumar. Hún á að baki 45 A-landsleiki, mörg ár í atvinnumennsku og 163 leiki í efstu deild.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“

„Við skulduðum heilsteypta frammistöðu, leikirnir búnir að vera frekar kaflaskiptir en mér fannst þetta bara níutíu mínútur af frábærum fótbolta, vinnusemi og liðsheild“ sagði fyrirliðinn Aron Sigurðarson eftir 5-0 sigur KR gegn ÍA. Hann sneri aftur úr leikbanni, í hörkuformi að eigin sögn, lagði upp mark og skoraði tvö.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upp­gjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við

KR tók á móti ÍA og bauð upp á fimm marka flengingu í fjórðu umferð Bestu deildar karla. 5-0 niðurstaðan í Laugardalnum og KR enn ósigrað. ÍA hefur hins vegar tapað síðustu þremur leikjum. Fyrirliðinn Aron Sigurðarson sneri aftur úr leikbanni, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Atli Sigurjónsson kom inn af varamannabekknum og lagði upp síðustu tvö mörkin. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hlutir sem Skaga­menn sætta sig alls ekki við

Jón Þór Hauks­son, þjálfari ÍA, segir að eftir tapið gegn Vestra í síðustu um­ferð Bestu deildarinnar hafi hann í fyrsta skiptið í mjög langan tíma verið virki­lega ósáttur við sitt lið. Hann vill svar frá sínum mönnum í kvöld þegar KR tekur á móti ÍA og býst Jón Þór við skemmti­legum leik gegn öflugu, hröðu en oft á tíðum kaótísku liði KR.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég fer bara sáttur á koddann“

KR gerði jafntefli við FH í þriðju umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Þetta er þriðja jafntefli KR-inga í röð og var Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, þokkalega sáttur með niðurstöðuna í leikslok.

Íslenski boltinn