Enn bætast gular viðvaranir og þær nú orðnar fimm Eiður Þór Árnason skrifar 22. ágúst 2024 10:26 Varað er við vindi milli Skaftafells og Djúpavogs. vísir/vilhelm Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Norðurland, Breiðafjörð, Vestfirði og Suðausturland. Viðvörun vegna úrhellisrigningar á Norðurlandi eystra gildir frá klukkan 11 til 20 í dag og viðvörun vegna hvassviðris er í gildi fyrir Suðausturland fram til 18. Á Norðurlandi eystra er gert ráð fyrir talsverðri eða mikilli rigningu, einkum vestantil, svo sem við Eyjafjörð og á Flateyjarskaga. Að sögn Veðurstofu Íslands mun vatnsborð í ám og lækjum vaxa talsvert og gætu vöð og árfarvegir orðið varasamir. Einnig aukist líkur á aurskriðum og grjóthruni, og ættu ferðamenn því að forðast brattar fjallshlíðar. Hið sama á við á Vestfjörðum þar sem varað er við úrhellisrigningu frá miðnætti til klukkan 3 í nótt, einkum norðantil. Veðurstofan varar við norðanhvassviðri á Breiðafirði og Vestfjörðum frá miðnætti til 21 á morgun, 13 til 20 metrum á sekúndu með vindhviðum allt að 30 til 35 metrum á sekúndu. Veðrið er sagt varasamt ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindum. Slæmt ferðaveður á Suðausturlandi og úrhelli á Stöndum og Norðurlandi vestra Gul viðvörun tók gildi fyrir Suðausturland klukkan 9 í morgun og gildir til klukkan 18. Gert er ráð fyrir 13 til 20 metrum á sekúndu í landshlutanum, hvassast austantil. Má búast við snörpum vindhviðum við fjöll sem ná allt að 35 metrum á sekúndu. Veðrið er sagt varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindum. Vegagerðin varar sérstaklega við miklum vindi á milli Djúpavogs og Skaftafells í dag. Vegfarendur á stærri bílum eða ökutækjum sem taka á sig mikinn vind eru beðnir um að vera ekki á ferðinni. Varað er við úrhellisrigningu á Ströndum og Norðurlandi vestra frá klukkan 3 í nótt fram til 23:30 á morgun. Talsverð eða mikil rigning, einkum á utanverðum Tröllaskaga, í Skagafirði og á Ströndum. Vatnsborð í ám og lækjum mun vaxa talsvert og vöð og árfarvegir geta því orðið varasöm. Einnig aukast líkur á aurskriðum og grjóthruni. Frekari upplýsingar má finna á vef Veðurstofunnar. Fréttin var uppfærð kl. 11:28 með upplýsingum um viðvaranir fyrir Norðurland eystra, Norðurland vestra og Strandir. Veður Tengdar fréttir Varasamt ferðaveður á Suðausturlandi Gul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi vegna mikils hvassviðris. Búast má við svörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið að 35 m/sek, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. 22. ágúst 2024 07:06 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Sjá meira
Á Norðurlandi eystra er gert ráð fyrir talsverðri eða mikilli rigningu, einkum vestantil, svo sem við Eyjafjörð og á Flateyjarskaga. Að sögn Veðurstofu Íslands mun vatnsborð í ám og lækjum vaxa talsvert og gætu vöð og árfarvegir orðið varasamir. Einnig aukist líkur á aurskriðum og grjóthruni, og ættu ferðamenn því að forðast brattar fjallshlíðar. Hið sama á við á Vestfjörðum þar sem varað er við úrhellisrigningu frá miðnætti til klukkan 3 í nótt, einkum norðantil. Veðurstofan varar við norðanhvassviðri á Breiðafirði og Vestfjörðum frá miðnætti til 21 á morgun, 13 til 20 metrum á sekúndu með vindhviðum allt að 30 til 35 metrum á sekúndu. Veðrið er sagt varasamt ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindum. Slæmt ferðaveður á Suðausturlandi og úrhelli á Stöndum og Norðurlandi vestra Gul viðvörun tók gildi fyrir Suðausturland klukkan 9 í morgun og gildir til klukkan 18. Gert er ráð fyrir 13 til 20 metrum á sekúndu í landshlutanum, hvassast austantil. Má búast við snörpum vindhviðum við fjöll sem ná allt að 35 metrum á sekúndu. Veðrið er sagt varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindum. Vegagerðin varar sérstaklega við miklum vindi á milli Djúpavogs og Skaftafells í dag. Vegfarendur á stærri bílum eða ökutækjum sem taka á sig mikinn vind eru beðnir um að vera ekki á ferðinni. Varað er við úrhellisrigningu á Ströndum og Norðurlandi vestra frá klukkan 3 í nótt fram til 23:30 á morgun. Talsverð eða mikil rigning, einkum á utanverðum Tröllaskaga, í Skagafirði og á Ströndum. Vatnsborð í ám og lækjum mun vaxa talsvert og vöð og árfarvegir geta því orðið varasöm. Einnig aukast líkur á aurskriðum og grjóthruni. Frekari upplýsingar má finna á vef Veðurstofunnar. Fréttin var uppfærð kl. 11:28 með upplýsingum um viðvaranir fyrir Norðurland eystra, Norðurland vestra og Strandir.
Veður Tengdar fréttir Varasamt ferðaveður á Suðausturlandi Gul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi vegna mikils hvassviðris. Búast má við svörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið að 35 m/sek, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. 22. ágúst 2024 07:06 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Sjá meira
Varasamt ferðaveður á Suðausturlandi Gul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi vegna mikils hvassviðris. Búast má við svörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið að 35 m/sek, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. 22. ágúst 2024 07:06